Fótbolti

PSG íhugar að láta Ramos fara áður en hann spilar fyrir félagið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sergio Ramos hefur hingað til bara fylgst með leikjum Paris Saint-Germain úr stúkunni.
Sergio Ramos hefur hingað til bara fylgst með leikjum Paris Saint-Germain úr stúkunni. getty/Pierre Suu

Sergio Ramos gæti yfirgefið Paris Saint-Germain áður en hann spilar leik fyrir félagið.

Forráðamenn PSG útiloka ekki að rifta samningi Ramos sem gekk í raðir félagsins á frjálsri sölu frá Real Madrid í gær. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við PSG.

Ramos er meiddur á kálfa og hefur ekki enn spilað leik fyrir PSG. Og svo gæti farið að hann spili aldrei fyrir félagið.

Spánverjinn er á neinum lúsarlaunum hjá PSG en talið er að hann fái um 250 þúsund pund í laun á viku. Ef það stenst hefur hann þegið fjórar milljónir punda í laun frá PSG síðan hann kom til félagsins. Og það án þess að spila fyrir það.

Samkvæmt Le Parisien eru forráðamenn PSG orðnir pirraðir á Ramos og eru hræddir að þeir hafi gert mistök með því að semja við hann. Franska félagið ku vera tilbúið að láta Ramos fara. Það myndi þó kosta sitt að rifta samningi hans.

PSG er með átta stiga forskot á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×