Enginn Íslendingur í úrvalsliði riðilsins: Jóhann Berg hæstur hjá Íslandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. nóvember 2021 18:30 Ilkay Gündogan stýrir umferðinni á miðju úrvalsliðs J-riðils. Boris Streubel/Getty Images Tölfræðivefsíðan WhoScored hefur tekið saman meðaleinkunn allra leikmanna í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu og búið til úrvalslið hvers riðils fyrir sig. Enginn Íslendingur kemst í úrvalslið J-riðils. Ísland endaði í 5. sæti af sex liðum með níu stig. Þrátt fyrir að enda í neðsta sæti riðilsins með aðeins eitt stig er Benjamin Büchel, markvörður Liechtenstein, í marki úrvalsliðsins. Það er góð ástæða fyrir því. Hann varði alls 71 skot í undankeppninni, enginn varði fleiri og raunar var enginn nálægt honum. In 9 World Cup qualifying appearances, Liechtenstein keeper Benjamin Buchel faced 101 shots on target His 71 saves from said shots is at least 19 more than any other keeper A valiant effort!— WhoScored.com (@WhoScored) November 15, 2021 Það kemur svo sem ekki á óvart að úrvalslið J-riðils er að mestu skipað leikmönnum Þýskalands en alls eru sex Þjóðverjar í liðinu. Þá eru þrír leikmenn frá Norður-Makedóníu ásamt Büchel í markinu. WhoScored stillir upp í hefðbundið 4-4-2 leikkerfi. Jonas Hoffmann er í hægri bakverði, Tilo Kehrer er í miðverði ásamt Darko Velkovski. Þá er Ezgjan Alioski í vinstri bakverði. Serge Gnabry er á hægri vængnum og Leroy Sané á þeim vinstri. Á miðri miðjunni eru Ilkay Gündogan og Enis Bardhi. Upp á topp eru svo Chelsea-mennirnir Kai Havertz og Timo Werner. World Cup 2022 UEFA Qualifying - Group J Germany - 27 North Macedonia - 18 Romania - 17 Armenia - 12 Iceland - 9 Liechtenstein - 1 Best XI pic.twitter.com/bLRuyQQNrh— WhoScored.com (@WhoScored) November 15, 2021 Samkvæmt WhoScored var Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley á Englandi, með hæstu meðaleinkunnina í íslenska hópnum. Hann lék alls fjóra leiki og fékk 7,10 í meðaleinkunn. Þar á eftir kom Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður CSKA Moskvu, en hann náði aðeins tveimur leikjum áður en hann meiddist illa. Hörður Björgvin var með 7,00 í meðaleinkunn. Markvörðurinn ungi Elías Rafn Ólafsson (Midtjylland) lék fjóra leiki í undankeppninni og fékk 6,95 í meðaleinkunn. Miðjumaðurinn Stefán Teitur Þórðarson (Silkeborg) fékk 6,92 í meðaleinkunn og miðvörðurinn Brynjar Ingi Bjarnason (Lecce) fékk 6,89 í meðaleinkunn. Brynjar Ingi spilaði sjö leiki fyrir Ísland í undankeppni HM 2022 og stóð sig með prýði.Vasile Mihai-Antonio/Getty Images Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Ísland endaði í 5. sæti af sex liðum með níu stig. Þrátt fyrir að enda í neðsta sæti riðilsins með aðeins eitt stig er Benjamin Büchel, markvörður Liechtenstein, í marki úrvalsliðsins. Það er góð ástæða fyrir því. Hann varði alls 71 skot í undankeppninni, enginn varði fleiri og raunar var enginn nálægt honum. In 9 World Cup qualifying appearances, Liechtenstein keeper Benjamin Buchel faced 101 shots on target His 71 saves from said shots is at least 19 more than any other keeper A valiant effort!— WhoScored.com (@WhoScored) November 15, 2021 Það kemur svo sem ekki á óvart að úrvalslið J-riðils er að mestu skipað leikmönnum Þýskalands en alls eru sex Þjóðverjar í liðinu. Þá eru þrír leikmenn frá Norður-Makedóníu ásamt Büchel í markinu. WhoScored stillir upp í hefðbundið 4-4-2 leikkerfi. Jonas Hoffmann er í hægri bakverði, Tilo Kehrer er í miðverði ásamt Darko Velkovski. Þá er Ezgjan Alioski í vinstri bakverði. Serge Gnabry er á hægri vængnum og Leroy Sané á þeim vinstri. Á miðri miðjunni eru Ilkay Gündogan og Enis Bardhi. Upp á topp eru svo Chelsea-mennirnir Kai Havertz og Timo Werner. World Cup 2022 UEFA Qualifying - Group J Germany - 27 North Macedonia - 18 Romania - 17 Armenia - 12 Iceland - 9 Liechtenstein - 1 Best XI pic.twitter.com/bLRuyQQNrh— WhoScored.com (@WhoScored) November 15, 2021 Samkvæmt WhoScored var Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley á Englandi, með hæstu meðaleinkunnina í íslenska hópnum. Hann lék alls fjóra leiki og fékk 7,10 í meðaleinkunn. Þar á eftir kom Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður CSKA Moskvu, en hann náði aðeins tveimur leikjum áður en hann meiddist illa. Hörður Björgvin var með 7,00 í meðaleinkunn. Markvörðurinn ungi Elías Rafn Ólafsson (Midtjylland) lék fjóra leiki í undankeppninni og fékk 6,95 í meðaleinkunn. Miðjumaðurinn Stefán Teitur Þórðarson (Silkeborg) fékk 6,92 í meðaleinkunn og miðvörðurinn Brynjar Ingi Bjarnason (Lecce) fékk 6,89 í meðaleinkunn. Brynjar Ingi spilaði sjö leiki fyrir Ísland í undankeppni HM 2022 og stóð sig með prýði.Vasile Mihai-Antonio/Getty Images
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira