Erlent

Einn handtekinn grunaður um að hafa skotið 14 ára dreng

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Sænska lög­reglan rann­sakar málið sem til­raun til mann­dráps.
Sænska lög­reglan rann­sakar málið sem til­raun til mann­dráps. getty/bildfokus

Maður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn í bænum Eskilstuna, um hundrað kílómetra vestur af höfuðborg Svíþjóðar, Stokkhólmi, í  dag. Hann er grunaður um að hafa skotið 14 ára dreng í gær.

Vísir greindi frá skotárásinni í gær en hún er rannsökuð sem tilraun til manndráps. Að sögn sænska ríkisútvarpsins gaf maðurinn sig fram til lögreglu seinni partinn í dag.

Maðurinn sætir enn yfirheyrslu sænsku lögreglunnar sem hefur enn ekki viljað greina fjölmiðlum frá mögulegum málsatvikum í gær.

Spurður hvort fleiri séu grunaðir í málinu vill Mikael Ehne hjá lögreglunni í Eskilstuna ekki svara því.

Drengurinn særðist alvarlega vegna skotsins og var fluttur á spítala í gær. Hann var þó ekki í lífshættu eftir að hann komst undir læknishendur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×