Spænski miðvörðurinn Sergio Ramos verður í leikmannahópi París Saint-Germain er liðið sækir Manchester City heim í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn. Ramos hefur verið frá vegna meiðsla síðan hann gekk í raðir PSG í sumar.

Ramos var hluti af mögnuðum sumarglugga PSG þar sem félagið sótti markvörðurinn Gianluigi Donnarumma, miðjumanninn Gini Wijnaldum, vinstri bakvörðinn Nuno Mendes, hægri bakvörðinn Achraf Hakimi, argentíska snillinginn Lionel Messi ásamt spænska miðverðinum.
Ramos rann út á samningi hjá spænska stórveldinu Real Madríd síðasta vor og samdi í kjölfarið við PSG. Hann var hins vegar meiddur er hann gekk til liðs við félagið og hefur ekki enn leikið fyrir félagið.
Hinn 35 ára gamli Ramos hefur hins vegar verið að æfa með liðinu undanfarnar vikur og er nú loks klár í slaginn.
Sergio Ramos and Lionel Messi train together for the first time
— B/R Football (@brfootball) November 19, 2021
Life comes at you fast. pic.twitter.com/qNJ6pbFB0d
Hvort hann verður í byrjunarliðinu gegn Man City á miðvikudaginn verður að koma í ljós en þeir Marquinhos og Presnel Kimpembe hafa leikið í miðverði PSG það sem af er leiktíð.