Dómari og starfsmaður yngra landsliðs sagðir gerendur í tveimur málanna Sindri Sverrisson skrifar 7. desember 2021 15:44 Kynferðisbrotamál hafa varpað miklum skugga á íslenskt fótboltalíf á árinu sem er að líða. Tólfan, stuðningsmannasveit landsliðanna, sýndi þolendum stuðning í verki á leik gegn Rúmeníu í haust. vísir/vilhelm Tvö kynferðisbrotamálanna sem óháð úttektarnefnd ÍSÍ segir að stjórn KSÍ hafi fengið vitneskju um frá árinu 2010 tengjast annars vegar dómara og hins vegar starfsmanni yngra landsliðs. Hvorugur hefur starfað frekar fyrir KSÍ eftir að sambandinu var tilkynnt um mál þeirra. Þetta kemur fram í skýrslu úttektarnefndarinnar sem gefin var út í dag. Nefndin skoðaði tímabilið frá 2010-2021 og komst að þeirri niðurstöðu að KSÍ hefði verið kunnugt um fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir starfsmenn KSÍ hefðu beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. Tvö málanna tengjast samtals þremur leikmönnum A-landsliðs karla eins og fram hefur komið – annars vegar Aroni Einari Gunnarssyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni, og hins vegar Kolbeini Sigþórssyni. Mál Arons og Eggerts er það eina sem nefndin telur ljóst að KSÍ hafi ekki brugðist við. Mun hafa brotið á starfsmanni hótels Hin tvö málin tengjast ekki leikmönnum. Annað þeirra mun varða knattspyrnudómara sem hlaut dóm fyrir nauðgun. Var hann tafarlaust látinn hætta dómgæslu í kjölfar þess að KSÍ fékk vitneskju um að hann hefði verið dæmdur sekur. Beiðni dómarans um að fá að halda áfram störfum á meðan að mál hans væri í áfrýjunarferli var hafnað af hálfu KSÍ og hefur hann ekki dæmt leiki síðan. Hitt málið varðar starfsmann eins af yngri landsliðum KSÍ sem mun hafa gerst brotlegur gegn starfsmanni hótels sem liðið dvaldi á í keppnisferð. Sá starfaði sem verktaki og hefur ekki sinnt frekari verkefnum fyrir KSÍ eftir að sambandið fékk vitneskju um málið. Ekki fjallað um mál vegna kynferðislegrar áreitni Í skýrslunni kemur einnig fram að nefndinni sé kunnugt um tvö mál sem KSÍ hafi þurft að taka á vegna kynferðislegrar áreitni af hálfu einstaklings sem sinnt hafi verkefnum innan knattspyrnuhreyfingarinnar á vegum KSÍ. Nefndinni hafi hins vegar verið ætlað að fjalla um vitneskju stjórnar og starfsmanna KSÍ um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi, og því hafi ekki verið fjallað sérstaklega um þessi tvö mál. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Guðni segist hafa einblínt um of á form og trúnað Guðni Bergsson fráfarandi formaður KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ. 7. desember 2021 15:14 Leitaði til almannatengils vegna gruns um heimilisofbeldi landsliðsmanns Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, brást við upplýsingum um að lögregla hefði verið kölluð að dvalarstað landsliðsmanns vegna grunsemda um heimilisofbeldi með því að leita til almannatengils. Fyrrverandi eiginkona umrædds landsliðsmanns varð fyrir vonbrigðum með hvernig KSÍ tók á málinu. 7. desember 2021 14:44 KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Rán Ingvarsdóttir lögmaður segir að KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum. 7. desember 2021 14:43 Kynntu úttekt á viðbrögðum KSÍ vegna kynferðisbrotamála Óháð nefnd ÍSÍ kynnti niðurstöður úttektar á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands á blaðamannafundi í dag. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 7. desember 2021 13:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu úttektarnefndarinnar sem gefin var út í dag. Nefndin skoðaði tímabilið frá 2010-2021 og komst að þeirri niðurstöðu að KSÍ hefði verið kunnugt um fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir starfsmenn KSÍ hefðu beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. Tvö málanna tengjast samtals þremur leikmönnum A-landsliðs karla eins og fram hefur komið – annars vegar Aroni Einari Gunnarssyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni, og hins vegar Kolbeini Sigþórssyni. Mál Arons og Eggerts er það eina sem nefndin telur ljóst að KSÍ hafi ekki brugðist við. Mun hafa brotið á starfsmanni hótels Hin tvö málin tengjast ekki leikmönnum. Annað þeirra mun varða knattspyrnudómara sem hlaut dóm fyrir nauðgun. Var hann tafarlaust látinn hætta dómgæslu í kjölfar þess að KSÍ fékk vitneskju um að hann hefði verið dæmdur sekur. Beiðni dómarans um að fá að halda áfram störfum á meðan að mál hans væri í áfrýjunarferli var hafnað af hálfu KSÍ og hefur hann ekki dæmt leiki síðan. Hitt málið varðar starfsmann eins af yngri landsliðum KSÍ sem mun hafa gerst brotlegur gegn starfsmanni hótels sem liðið dvaldi á í keppnisferð. Sá starfaði sem verktaki og hefur ekki sinnt frekari verkefnum fyrir KSÍ eftir að sambandið fékk vitneskju um málið. Ekki fjallað um mál vegna kynferðislegrar áreitni Í skýrslunni kemur einnig fram að nefndinni sé kunnugt um tvö mál sem KSÍ hafi þurft að taka á vegna kynferðislegrar áreitni af hálfu einstaklings sem sinnt hafi verkefnum innan knattspyrnuhreyfingarinnar á vegum KSÍ. Nefndinni hafi hins vegar verið ætlað að fjalla um vitneskju stjórnar og starfsmanna KSÍ um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi, og því hafi ekki verið fjallað sérstaklega um þessi tvö mál.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Guðni segist hafa einblínt um of á form og trúnað Guðni Bergsson fráfarandi formaður KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ. 7. desember 2021 15:14 Leitaði til almannatengils vegna gruns um heimilisofbeldi landsliðsmanns Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, brást við upplýsingum um að lögregla hefði verið kölluð að dvalarstað landsliðsmanns vegna grunsemda um heimilisofbeldi með því að leita til almannatengils. Fyrrverandi eiginkona umrædds landsliðsmanns varð fyrir vonbrigðum með hvernig KSÍ tók á málinu. 7. desember 2021 14:44 KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Rán Ingvarsdóttir lögmaður segir að KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum. 7. desember 2021 14:43 Kynntu úttekt á viðbrögðum KSÍ vegna kynferðisbrotamála Óháð nefnd ÍSÍ kynnti niðurstöður úttektar á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands á blaðamannafundi í dag. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 7. desember 2021 13:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira
Guðni segist hafa einblínt um of á form og trúnað Guðni Bergsson fráfarandi formaður KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ. 7. desember 2021 15:14
Leitaði til almannatengils vegna gruns um heimilisofbeldi landsliðsmanns Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, brást við upplýsingum um að lögregla hefði verið kölluð að dvalarstað landsliðsmanns vegna grunsemda um heimilisofbeldi með því að leita til almannatengils. Fyrrverandi eiginkona umrædds landsliðsmanns varð fyrir vonbrigðum með hvernig KSÍ tók á málinu. 7. desember 2021 14:44
KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Rán Ingvarsdóttir lögmaður segir að KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum. 7. desember 2021 14:43
Kynntu úttekt á viðbrögðum KSÍ vegna kynferðisbrotamála Óháð nefnd ÍSÍ kynnti niðurstöður úttektar á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands á blaðamannafundi í dag. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 7. desember 2021 13:30