Fannst á Google Maps eftir tuttugu ár á flótta Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. janúar 2022 09:11 Rannsakendur málsins þóttu eitthvað kannast við manninn á myndinni. Google Street View Hinum 61 árs gamla Ítala, Gioacchino Gammino, tókst að flýja úr fangelsi fyrir tuttugu árum síðan. Gammino var ákærður fyrir morð en hann fannst á Spáni með atbeina Google Maps í desember. Gammino er talinn hafa tengst Sikileysku glæpagengi og hefur þónokkurn sakaferil á bakinu. Árið 1999 var hann handtekinn og fangelsaður grunaður um morð. Þegar upptökur á sjónvarpsþætti fóru fram í fangelsinu er Gammino talinn hafa nýtt sér tækifærið og hreinlega gengið út úr fangelsinu. Gammino flúði þá til Spánar og skipti um nafn. Yfirvöld á Ítalíu höfðu rannsakað flóttann allar götur síðan Gammino tókst að sleppa úr fangelsinu. Ítalir fengu veður af því að Gammino hefði möguleg tengsl við litla matvörubúð í smábæ á Spáni. Rannsakendur ákváðu því að fletta versluninni upp á Google Maps og fyrir framan verslunina stóð maður. Maðurinn á myndinni líktist Gammino og rannsakendur leituðu þá á náðir samfélagsmiðla. Þar fannst mynd af manninum, sem enn líktist strokufanganum. Gammino hafði eðli málsins samkvæmt elst nokkuð á þessum tuttugu árum en með hjálp tölvutækni var hægt að búa til mynd sem gaf yfirvöldum vísbendingu um hvernig hann kynni að líta út í dag. Yfirvöld gátu þá borið kennsl á að maðurinn væri í raun Gammino og handtóku hann stuttu síðar. Til stendur að flytja hann til Ítalíu á næstu vikum en þar verður hann væntanlega ákærður fyrir morðið og flóttann. Saksóknari gefur ekki upp hvort hann hafi stundað glæpastarfsemi á meðan flóttanum stóð. New York Times greinir frá. Ítalía Spánn Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Setja minnst 70 billjónir í uppbyggingu gervigreindarinnviða Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Gammino er talinn hafa tengst Sikileysku glæpagengi og hefur þónokkurn sakaferil á bakinu. Árið 1999 var hann handtekinn og fangelsaður grunaður um morð. Þegar upptökur á sjónvarpsþætti fóru fram í fangelsinu er Gammino talinn hafa nýtt sér tækifærið og hreinlega gengið út úr fangelsinu. Gammino flúði þá til Spánar og skipti um nafn. Yfirvöld á Ítalíu höfðu rannsakað flóttann allar götur síðan Gammino tókst að sleppa úr fangelsinu. Ítalir fengu veður af því að Gammino hefði möguleg tengsl við litla matvörubúð í smábæ á Spáni. Rannsakendur ákváðu því að fletta versluninni upp á Google Maps og fyrir framan verslunina stóð maður. Maðurinn á myndinni líktist Gammino og rannsakendur leituðu þá á náðir samfélagsmiðla. Þar fannst mynd af manninum, sem enn líktist strokufanganum. Gammino hafði eðli málsins samkvæmt elst nokkuð á þessum tuttugu árum en með hjálp tölvutækni var hægt að búa til mynd sem gaf yfirvöldum vísbendingu um hvernig hann kynni að líta út í dag. Yfirvöld gátu þá borið kennsl á að maðurinn væri í raun Gammino og handtóku hann stuttu síðar. Til stendur að flytja hann til Ítalíu á næstu vikum en þar verður hann væntanlega ákærður fyrir morðið og flóttann. Saksóknari gefur ekki upp hvort hann hafi stundað glæpastarfsemi á meðan flóttanum stóð. New York Times greinir frá.
Ítalía Spánn Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Setja minnst 70 billjónir í uppbyggingu gervigreindarinnviða Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira