Eina mark leiksins var skorað á 39. mínútu, en þar var á ferðinni Boureima Bande eftir stoðsendingu frá Issa Kabore.
Búrkína Fasó og Grænhöfðaeyjar eru nú bæði með þrjú stig í öðru og þriðja sæti A-riðils þegar aðeins ein umferð er eftir. Búrkína Fasó mætir Eþíópíu sem er án stiga og á ekki möguleika á að komast áfram, á meðan að Grænhöfðaeyjar mæta heimamönnum í Kamerún sem hefur nú þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum.
Þó gæti það farið þannig að bæði lið fari áfram, en besti árangur í þriðja sæti gefur laust sæti í 16-liða úrslitum.
FULL-TIME! ⏰#TeamCapeVerde 0️⃣-1️⃣ #TeamBurkinaFaso
— #TotalEnergiesAFCON2021 🏆 (@CAF_Online) January 13, 2022
Bande scored in the first half to snatch a hard fought victory for Burkina Faso! 💥
#TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #CPVBFA pic.twitter.com/KNI9gUeYYf