Liverpool hefur miklar áhyggjur af höfuðhöggi Mane Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2022 09:31 Sadio Mane gæti þurft að glíma lengi við eftirmála höfuðhöggsins eftir að vera leyft að spila áfram. EPA-EFE/PETER POWELL Senegal hefur fengið á sig talsverða gagnrýni fyrir meðhöndlun sína á Liverpool leikmanninum Sadio Mane í leik Senegal og Grænhöfðaeyja í sextán liða úrslitum Afríkukeppninnar. Mane fékk mikið höfuðhögg í leiknum en var ekki tekinn af velli. Hann fór ekki af velli fyrr en sextán mínútum síðar en hafði þá skorað fyrsta mark Senegal í leiknum. Liverpool-stjärnan Sadio Mané i otäck krock i afrikanska mästerskapen https://t.co/uTvdy0X9tn— Sportbladet (@sportbladet) January 25, 2022 Samstuð Mane og markvarðarins Vozinha hjá Grænhöfðaeyjum leit mjög illa út og það er margsannað hversu slæmar langtímaafleiðingar það getur haft fyrir íþróttafólk að halda áfram að spila með heilahristing. Mane ber sig samt vel og segist vera í lagi. „Það sem drepur þig ekki gerir þig sterkari,“ skrifaði hann á Teitter. Afríska knattspyrnusambandið segir að læknalið Senegal beri alla ábyrgð á því að Mane spilaði áfram en ekki sambandið. Sambandið gaf það líka út að þeir Mane og Vozinha hafi verið skoðaðir og niðurstaða þess hafi verið allt liti eðlilega út hjá þeim. Vozinha fékk rautt spjald fyrir samstuðið en það þurfti líka að aðstoða hann af velli. Mane spilaði áfram þrátt fyrir að líta út fyrir að missa meðvitund við samstuðið. Sadio Mane was allowed to play on despite suspected concussion after a "sickening collision" with an opponent.More #bbcafcon #AFCON2021— BBC Sport (@BBCSport) January 26, 2022 Liðslæknir Senegal, Abdourahmane Fedior, sagði að Mane hafi verið tekinn af velli af því að honum hefði svimað eftir að hann skoraði markið. „Eftir það fannst okkur öruggara að fara með hann í myndatöku á sjúkrahúsi en sú myndataka sýndi engan heilaáverka eða beinskemmdir. Við yfirgáfum sjúkrahúsið stuttu síðar og fórum upp á hótel. Honum líður vel,“ sagði Abdourahmane Fediorí yfirlýsingu. „Öll einkennin sem hann var með inn á vellinum hurfu. Við þurfum samt að fylgjast vel með honum og munum sjá betur hvernig honum líður eftir tvo daga. Hann þarf að hvíla sig og koma aftur á æfingar rólega,“ sagði enn fremur í þessari yfirlýsingu. Senegal are labelled a 'disgrace' for their 'disgusting' decision to allow star man Sadio Mane to play on after he is KNOCKED OUT following a clash of heads https://t.co/5ciA8Akwng— MailOnline Sport (@MailSport) January 25, 2022 Læknalið Liverpool mun ræða við kollega sína hjá senegalska landsliðinu en það er líka venjan þegar leikmenn meiðast í landsliðsverkefnum. Það þarf ekkert að koma neinum á óvart að Liverpool hefur miklar áhyggjur af höfuðhöggi Mane enda algjör lykilmaður hjá liðinu. Kalidou Koulibaly, fyrirliði Senegal, neitar því að Senegal hafi tekið áhættu með heilsu Mane með því að leyfa honum að spila áfram. „Það var engin áhætta tekin. Það var hann sem skoraði markið eftir allt þetta,“ sagði Kalidou Koulibaly. „Þegar við sáum að hann var eitthvað áttavilltur eftir markið þá töldum við það rétta að taka hann af velli. Ég spurði hann hvort hann vildi fara af velli og hann sagði nei. Við ákváðum samt að taka hann út til að forðast það að taka einhverja áhættu,“ sagði Koulibaly. #Senegal have been criticised after Sadio #Mane continued playing despite suffering suspected concussion in a "sickening collision" with #CapeVerde goalkeeper #Vozinhahttps://t.co/sDZxjnNi4V— Stad Doha (@StadDoha_en) January 26, 2022 Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Fleiri fréttir Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Sjá meira
Mane fékk mikið höfuðhögg í leiknum en var ekki tekinn af velli. Hann fór ekki af velli fyrr en sextán mínútum síðar en hafði þá skorað fyrsta mark Senegal í leiknum. Liverpool-stjärnan Sadio Mané i otäck krock i afrikanska mästerskapen https://t.co/uTvdy0X9tn— Sportbladet (@sportbladet) January 25, 2022 Samstuð Mane og markvarðarins Vozinha hjá Grænhöfðaeyjum leit mjög illa út og það er margsannað hversu slæmar langtímaafleiðingar það getur haft fyrir íþróttafólk að halda áfram að spila með heilahristing. Mane ber sig samt vel og segist vera í lagi. „Það sem drepur þig ekki gerir þig sterkari,“ skrifaði hann á Teitter. Afríska knattspyrnusambandið segir að læknalið Senegal beri alla ábyrgð á því að Mane spilaði áfram en ekki sambandið. Sambandið gaf það líka út að þeir Mane og Vozinha hafi verið skoðaðir og niðurstaða þess hafi verið allt liti eðlilega út hjá þeim. Vozinha fékk rautt spjald fyrir samstuðið en það þurfti líka að aðstoða hann af velli. Mane spilaði áfram þrátt fyrir að líta út fyrir að missa meðvitund við samstuðið. Sadio Mane was allowed to play on despite suspected concussion after a "sickening collision" with an opponent.More #bbcafcon #AFCON2021— BBC Sport (@BBCSport) January 26, 2022 Liðslæknir Senegal, Abdourahmane Fedior, sagði að Mane hafi verið tekinn af velli af því að honum hefði svimað eftir að hann skoraði markið. „Eftir það fannst okkur öruggara að fara með hann í myndatöku á sjúkrahúsi en sú myndataka sýndi engan heilaáverka eða beinskemmdir. Við yfirgáfum sjúkrahúsið stuttu síðar og fórum upp á hótel. Honum líður vel,“ sagði Abdourahmane Fediorí yfirlýsingu. „Öll einkennin sem hann var með inn á vellinum hurfu. Við þurfum samt að fylgjast vel með honum og munum sjá betur hvernig honum líður eftir tvo daga. Hann þarf að hvíla sig og koma aftur á æfingar rólega,“ sagði enn fremur í þessari yfirlýsingu. Senegal are labelled a 'disgrace' for their 'disgusting' decision to allow star man Sadio Mane to play on after he is KNOCKED OUT following a clash of heads https://t.co/5ciA8Akwng— MailOnline Sport (@MailSport) January 25, 2022 Læknalið Liverpool mun ræða við kollega sína hjá senegalska landsliðinu en það er líka venjan þegar leikmenn meiðast í landsliðsverkefnum. Það þarf ekkert að koma neinum á óvart að Liverpool hefur miklar áhyggjur af höfuðhöggi Mane enda algjör lykilmaður hjá liðinu. Kalidou Koulibaly, fyrirliði Senegal, neitar því að Senegal hafi tekið áhættu með heilsu Mane með því að leyfa honum að spila áfram. „Það var engin áhætta tekin. Það var hann sem skoraði markið eftir allt þetta,“ sagði Kalidou Koulibaly. „Þegar við sáum að hann var eitthvað áttavilltur eftir markið þá töldum við það rétta að taka hann af velli. Ég spurði hann hvort hann vildi fara af velli og hann sagði nei. Við ákváðum samt að taka hann út til að forðast það að taka einhverja áhættu,“ sagði Koulibaly. #Senegal have been criticised after Sadio #Mane continued playing despite suffering suspected concussion in a "sickening collision" with #CapeVerde goalkeeper #Vozinhahttps://t.co/sDZxjnNi4V— Stad Doha (@StadDoha_en) January 26, 2022
Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Fleiri fréttir Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Sjá meira