Öfgakenndum gróðureldum fjölgi um 50 prósent fyrir aldarlok Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. febrúar 2022 11:49 Gróðureldum mun fjölga fyrir aldarlok ef ekkert breytist. Getty/Helen H. Richardson Öfgakenndir gróðureldar verða tíðari og þeim mun fjölga um 50 prósent fyrir lok þessarar aldar. Þetta kemur fram í nýrri skýrsu Sameinuðu þjóðanna. Þar segir að hætta muni aukast á að gróðureldar geisi á norðurslóðum. Vísindamenn Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem eru á bak við skýrsluna, skilgreina öfgakennda gróðurelda sem stórbrotna elda sem hingað til hafi aðeins brunnið einu sinni á öld. Þeir segja þó að hækkandi hitastig jarðar og breytt landnotkun muni auka tíðni slíkra elda. Í skýrslunni kalla þeir eftir því að í stað þess að verja miklum fjármunum í að berjast við gróðurelda verði fjármunum varið í að koma í veg fyrir gróðurelda. Í skýrslunni segir að stórir gróðureldar, sem brenni í margar vikur samfleytt, séu að verða heitari og brenni lengur en áður á þeim stöðum þar sem þeir hafa kviknað í gegn um aldirnar. Nú séu gróðureldar hins vegar farnir að kvikna á norðurslóðum, á þornandi mómýrum og þiðnandi sífrerasvæðum. Öfgakenndum gróðureldum muni fjölga um 14 prósent fyrir árið 2030, miðað við tölur frá árunum 2010-2020. Aukningin geti numið 30 prósent árið 2050 og 50 prósent fyrir lok aldarinnar. Þrátt fyrir að skýrslan fjalli að mestu um öfgakennda elda telja höfundarnir að minni gróðureldum, sem ekki eru flokkaðir sem öfgakenndir, muni líka fjölga á meðan landnotkun breytist og fólki fjölgar. Það geti haft veruleg áhrif á loftslagsvána þar sem brunarnir muni auka magn kolefnis í andrúmsloftinu. Loftslagsmál Umhverfismál Náttúruhamfarir Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Sjá meira
Vísindamenn Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem eru á bak við skýrsluna, skilgreina öfgakennda gróðurelda sem stórbrotna elda sem hingað til hafi aðeins brunnið einu sinni á öld. Þeir segja þó að hækkandi hitastig jarðar og breytt landnotkun muni auka tíðni slíkra elda. Í skýrslunni kalla þeir eftir því að í stað þess að verja miklum fjármunum í að berjast við gróðurelda verði fjármunum varið í að koma í veg fyrir gróðurelda. Í skýrslunni segir að stórir gróðureldar, sem brenni í margar vikur samfleytt, séu að verða heitari og brenni lengur en áður á þeim stöðum þar sem þeir hafa kviknað í gegn um aldirnar. Nú séu gróðureldar hins vegar farnir að kvikna á norðurslóðum, á þornandi mómýrum og þiðnandi sífrerasvæðum. Öfgakenndum gróðureldum muni fjölga um 14 prósent fyrir árið 2030, miðað við tölur frá árunum 2010-2020. Aukningin geti numið 30 prósent árið 2050 og 50 prósent fyrir lok aldarinnar. Þrátt fyrir að skýrslan fjalli að mestu um öfgakennda elda telja höfundarnir að minni gróðureldum, sem ekki eru flokkaðir sem öfgakenndir, muni líka fjölga á meðan landnotkun breytist og fólki fjölgar. Það geti haft veruleg áhrif á loftslagsvána þar sem brunarnir muni auka magn kolefnis í andrúmsloftinu.
Loftslagsmál Umhverfismál Náttúruhamfarir Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Sjá meira