Biden hyggist tilnefnda Ketanji Brown Jackson í hæstarétt Eiður Þór Árnason skrifar 25. febrúar 2022 14:30 Ketanji Brown Jackson starfar nú við áfrýjunardómstól í Washington D.C. Getty/Tom Williams Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst tilnefna alríkisdómarann Ketanji Brown Jackson til að taka sæti í Hæstarétti Bandaríkjanna. The New York Times greinir frá þessu og hefur eftir ónefndum heimildarmönnum sem eru sagðir þekkja til málsins. Ef tilnefningin verður staðfest í öldungadeild Bandaríkjaþings verður hin 51 árs Ketanji Brown Jackson fyrsta svarta konan til að verða skipuð í hæstarétt þar í landi. Hún myndi þá taka sæti frjálslynda hæstaréttardómarans Stephen G. Breyer sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hygðist fara á eftirlaun við lok núverandi tímabils Hæstaréttar sem lýkur í sumar. Að sögn New York Times naut Jackson nokkurs stuðnings Repúblikana þegar Biden tilnefndi hana seinasta sumar sem alríkisdómara við hinn áhrifamikla áfrýjunardómstól í Washington D.C. Skipun hennar myndi ekki hafa áhrif á hugmyndafræðilega stöðu Hæstaréttar þar sem þrír frjálslyndir hæstaréttardómarar sitja nú við hlið sex dómara sem skipaðir voru af Repúblikönum. Það yrði þó í fyrsta sinn sem allir sitjandi hæstaréttardómarar skipaðir af Demókrötum yrðu konur. Aðstoðaði Breyer Jackson fæddist í Washington, D.C., ólst upp í Miami í Flórída og útskrifaðist frá lagadeild Harvard-háskóla, þaðan sem Breyer útskrifaðist sömuleiðis. Hún aðstoðaði dómarann jafnframt á árunum 1999 til 2000. Tilnefning Jackson hefur tvisvar áður verið staðfest í öldungadeildinni. Á seinasta ári kusu þrír Repúblikanar með tilnefningu hennar í áfrýjunardómstólinn í Washington D.C. Það voru öldungadeildarþingmennirnir Susan Collins frá Maine, Lindsey Graham frá Suður-Karólínu og Lisa Murkowski frá Alaska. Bandaríkin Joe Biden Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Sánan í Vesturbæ rifin Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Ef tilnefningin verður staðfest í öldungadeild Bandaríkjaþings verður hin 51 árs Ketanji Brown Jackson fyrsta svarta konan til að verða skipuð í hæstarétt þar í landi. Hún myndi þá taka sæti frjálslynda hæstaréttardómarans Stephen G. Breyer sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hygðist fara á eftirlaun við lok núverandi tímabils Hæstaréttar sem lýkur í sumar. Að sögn New York Times naut Jackson nokkurs stuðnings Repúblikana þegar Biden tilnefndi hana seinasta sumar sem alríkisdómara við hinn áhrifamikla áfrýjunardómstól í Washington D.C. Skipun hennar myndi ekki hafa áhrif á hugmyndafræðilega stöðu Hæstaréttar þar sem þrír frjálslyndir hæstaréttardómarar sitja nú við hlið sex dómara sem skipaðir voru af Repúblikönum. Það yrði þó í fyrsta sinn sem allir sitjandi hæstaréttardómarar skipaðir af Demókrötum yrðu konur. Aðstoðaði Breyer Jackson fæddist í Washington, D.C., ólst upp í Miami í Flórída og útskrifaðist frá lagadeild Harvard-háskóla, þaðan sem Breyer útskrifaðist sömuleiðis. Hún aðstoðaði dómarann jafnframt á árunum 1999 til 2000. Tilnefning Jackson hefur tvisvar áður verið staðfest í öldungadeildinni. Á seinasta ári kusu þrír Repúblikanar með tilnefningu hennar í áfrýjunardómstólinn í Washington D.C. Það voru öldungadeildarþingmennirnir Susan Collins frá Maine, Lindsey Graham frá Suður-Karólínu og Lisa Murkowski frá Alaska.
Bandaríkin Joe Biden Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Sánan í Vesturbæ rifin Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira