Utanríkisráðherrarnir hittast í Tyrklandi til að ræða varanlegt vopnahlé Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. mars 2022 06:36 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, munu funda í borginni Antalya í Tyrklandi í dag. epa Utanríkisráðherrar Rússlands og Úkraínu munu funda í Tyrklandi í dag en Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segist vonast til að á fundinum verði „dyrnar opnar“ fyrir varanlegu vopnahléi. Ef marka má erlenda miðla virðast báðir aðilar hafa gefið nokku eftir í afstöðu sinni, sem hefur vakið vonir um að viðræðurnar í dag muni mögulega skila einhverjum árangri. Hingað til hafa ráðamenn í bæði Rússlandi og Úkraínu verið mjög harðorðir og einarðir í kröfum sínum. Stjórnvöld í Moskvu virtust í gær hafa ákveðið að einblína á að tryggja hlutleysi Úkraínu og stöðu Donbas-héraðanna, sem Vladimir Pútín viðurkenndi sem sjálfstæð í aðdraganda innrásarinnar. Forsetinn virðist hafa fallið frá áformum um stjórnarskipti í Kænugarði. Hugarfarsbreytingu forsetans má eflaust að einhverju leyti rekja til afdráttarlausra viðskiptaþvingana og annarra refsiaðgerða sem eru farnar að bitna verulega á rússneska hagkerfinu og þjóðinni en einnig þeirri staðreynd að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er nú álitin þjóðhetja um allan heim og á í reglulegu sambandi við leiðtoga annarra ríkja. Selenskí hefur fyrir sitt leyti gefið til kynna að hann kunni að vera reiðubúinn til að falla frá umleitunum um inngöngu í Atlantshafsbandalagið og jafnvel til að komast að málamiðlun um Donbas-héruðin. Hann sagði í gær að hann gerði ráð fyrir að Pútín myndi að lokum ákveða að hætta hernaðaraðgerðum sínum í Úkraínu og ganga til viðræðna, þar sem ekkert lát væri á harðri mótspyrnu Úkraínumanna. Bandaríkjamenn segja 5 til 6 þúsund rússneska hermenn hafa fallið í innrásinni. Sérfræðingar vara við að enn sé langt á milli aðilar, til að mynda sé ólíklegt að Selenskí sé reiðubúinn að gefa eftir Krímskaga sem hluta af Rússlandi og viðurkenna sjálfstæði Donetsk og Luhansk. Þá á Pútín mikið undir að koma vel út úr stríðsrekstrinum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tyrkland Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Sjá meira
Ef marka má erlenda miðla virðast báðir aðilar hafa gefið nokku eftir í afstöðu sinni, sem hefur vakið vonir um að viðræðurnar í dag muni mögulega skila einhverjum árangri. Hingað til hafa ráðamenn í bæði Rússlandi og Úkraínu verið mjög harðorðir og einarðir í kröfum sínum. Stjórnvöld í Moskvu virtust í gær hafa ákveðið að einblína á að tryggja hlutleysi Úkraínu og stöðu Donbas-héraðanna, sem Vladimir Pútín viðurkenndi sem sjálfstæð í aðdraganda innrásarinnar. Forsetinn virðist hafa fallið frá áformum um stjórnarskipti í Kænugarði. Hugarfarsbreytingu forsetans má eflaust að einhverju leyti rekja til afdráttarlausra viðskiptaþvingana og annarra refsiaðgerða sem eru farnar að bitna verulega á rússneska hagkerfinu og þjóðinni en einnig þeirri staðreynd að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er nú álitin þjóðhetja um allan heim og á í reglulegu sambandi við leiðtoga annarra ríkja. Selenskí hefur fyrir sitt leyti gefið til kynna að hann kunni að vera reiðubúinn til að falla frá umleitunum um inngöngu í Atlantshafsbandalagið og jafnvel til að komast að málamiðlun um Donbas-héruðin. Hann sagði í gær að hann gerði ráð fyrir að Pútín myndi að lokum ákveða að hætta hernaðaraðgerðum sínum í Úkraínu og ganga til viðræðna, þar sem ekkert lát væri á harðri mótspyrnu Úkraínumanna. Bandaríkjamenn segja 5 til 6 þúsund rússneska hermenn hafa fallið í innrásinni. Sérfræðingar vara við að enn sé langt á milli aðilar, til að mynda sé ólíklegt að Selenskí sé reiðubúinn að gefa eftir Krímskaga sem hluta af Rússlandi og viðurkenna sjálfstæði Donetsk og Luhansk. Þá á Pútín mikið undir að koma vel út úr stríðsrekstrinum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tyrkland Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Sjá meira