Erlent

Skjálfti af stærðinni 7,3 og flóð­bylgju­við­vörun gefin út

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Fukushima Daiichi kjarnorkuverið varð fyrir töluverðum skemmdum eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna sem fylgdi árið 2011.
Fukushima Daiichi kjarnorkuverið varð fyrir töluverðum skemmdum eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna sem fylgdi árið 2011. AP/Hiro Komae

Skjálfti af stærðinni 7,3 varð við strönd Japans í dag og hefur flóðbylgjuviðvörun verið gefin út vegna skjálftans. 

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Japans átti skjálftinn upptök sín í um 60 kílómetra dýpi í sjónum skammt frá Fukushima. 

Um er að ræða sama svæði og skjálfti af stærðinni 9,0 varð árið 2011 sem olli mannskæðri flóðbylgju. 

Að því er kemur fram í frétt AP um málið hefur ekki verið tilkynnt um skemmdir eða dauðsföll af völdum skjálftans enn sem komið er. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×