Engir sénsar teknir: Sjö táningar með tvöfalt ríkisfang í landsliðshópi Argentínu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2022 08:00 Alejandro Garnacho er í landsliðshópi Argentínu. Charlotte Tattersall/Getty Images Knattspyrnusamband Argentínu ætlar sér ekki að taka neina sénsa með nokkra af efnilegri leikmönnum landsins. Margir þeirra eru með tvöfalt ríkisfang og því ætlar Argentína að vera fyrri til og tryggja sér þjónustu þeirra fari svo að þeir springi út og verði stórstjörnur. Argentína mætir Venesúela og Ekvador í undankeppni HM á næstu dögum. Lærisveinar Lionel Scaloni hafa nú þegar tryggt sér sæti á HM í Katar síðar á þessu ári og þurfa því ekki að hafa miklar áhyggjur af þeim þremur leikjum sem eftir eru í undankeppninni. Svo virðist sem knattspyrnusamband Argentínu hafi því tekið þá ákvörðun með Scaloni að ná efnilegum táningum sem eru með tvöfalt ríkisfang áður en Evrópulöndin sem þeir gætu einnig spilað fyrir velja þá í A-landsliðshópa sína. Samkvæmt reglum Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, geta menn ekki spilað fyrir aðra þjóð eftir að þeir leika þrjá A-landsleiki. Alejandro Garnacho is the latest young Red to earn a senior international call-up Hard work reaps rewards in the #MUAcademy #MUFC— Manchester United (@ManUtd) March 19, 2022 Er það eflaust ástæðan fyrir því að Alejandro Garnacho (Manchester United), bræðurnir Franco og Valentin Carboni (Inter Milan). Tiago Geralnik (Villareal), Nicolas Paz (Real Madríd) Luka Romero (Lazio) og Matías Soulé (Juventus) eru allir í landsliðshópi Argentínu en enginn þeirra hefur leikið fyrir aðallið félaganna sem þeir eru hjá. Garnacho, Paz og Romero eru einnig með spænskt ríkisfang en hinir fjórir eru einnig með ítalskt ríkisfang. #SelecciónMayor Lista de convocados por @lioscaloni para los encuentros ante #Venezuela y #Ecuador . pic.twitter.com/WhriE7s3vy— Selección Argentina (@Argentina) March 18, 2022 Ásamt táningunum sjö þá eru nokkur kunnugleg nöfn í leikmannahópi Argentínu. Þar má til að mynda finna markvörðurinn Geronimo Rulli (Villareal), Nicolás Otamendi (Benfica), Lisandro Martinez og Nicolas Tagliafico (báðir hjá Ajax). Rodrigu De Paul (Atlético Madríd), Manuel Lanzini (West Ham United), Lautaro Martinez (Inter Milan), Angela Correa (Atl. Madríd) og að sjálfsögðu Lionel Messi (París Saint-Germain). Lionel Messi er að sjálfsögðu í hópnum.Buda Mendes/Getty Images Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Argentína mætir Venesúela og Ekvador í undankeppni HM á næstu dögum. Lærisveinar Lionel Scaloni hafa nú þegar tryggt sér sæti á HM í Katar síðar á þessu ári og þurfa því ekki að hafa miklar áhyggjur af þeim þremur leikjum sem eftir eru í undankeppninni. Svo virðist sem knattspyrnusamband Argentínu hafi því tekið þá ákvörðun með Scaloni að ná efnilegum táningum sem eru með tvöfalt ríkisfang áður en Evrópulöndin sem þeir gætu einnig spilað fyrir velja þá í A-landsliðshópa sína. Samkvæmt reglum Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, geta menn ekki spilað fyrir aðra þjóð eftir að þeir leika þrjá A-landsleiki. Alejandro Garnacho is the latest young Red to earn a senior international call-up Hard work reaps rewards in the #MUAcademy #MUFC— Manchester United (@ManUtd) March 19, 2022 Er það eflaust ástæðan fyrir því að Alejandro Garnacho (Manchester United), bræðurnir Franco og Valentin Carboni (Inter Milan). Tiago Geralnik (Villareal), Nicolas Paz (Real Madríd) Luka Romero (Lazio) og Matías Soulé (Juventus) eru allir í landsliðshópi Argentínu en enginn þeirra hefur leikið fyrir aðallið félaganna sem þeir eru hjá. Garnacho, Paz og Romero eru einnig með spænskt ríkisfang en hinir fjórir eru einnig með ítalskt ríkisfang. #SelecciónMayor Lista de convocados por @lioscaloni para los encuentros ante #Venezuela y #Ecuador . pic.twitter.com/WhriE7s3vy— Selección Argentina (@Argentina) March 18, 2022 Ásamt táningunum sjö þá eru nokkur kunnugleg nöfn í leikmannahópi Argentínu. Þar má til að mynda finna markvörðurinn Geronimo Rulli (Villareal), Nicolás Otamendi (Benfica), Lisandro Martinez og Nicolas Tagliafico (báðir hjá Ajax). Rodrigu De Paul (Atlético Madríd), Manuel Lanzini (West Ham United), Lautaro Martinez (Inter Milan), Angela Correa (Atl. Madríd) og að sjálfsögðu Lionel Messi (París Saint-Germain). Lionel Messi er að sjálfsögðu í hópnum.Buda Mendes/Getty Images
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira