Ítalir urðu Evrópumeistarar síðasta sumar eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn Englendingum, aðeins einum degi eftir að Argentínumenn tryggðu sér Suður-Ameríkumeistaratitilinn eftir sigur gegn Brasilíumönnum.
Nú hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, staðfest að Ítalía og Argentína munu mætast þann 1. júní næstkomandi á Wembley í London í leik sem þeir kalla „Finalissima.“
Argentina and Italy will play each other at Wembley on June 1st in The Finalissima 🏆
— GOAL (@goal) March 22, 2022
The champions of South America will face off against the champions of Europe 🇦🇷 🇮🇹 pic.twitter.com/JYsLPBmUeQ
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem leikur af þessu tagi er haldinn, en UEFA og knattspyrnusamband Suður-Ameríku, CONMEBOL, skipulögðu slíka leiki árin 1985 og 1993. Frakkar stóðu uppi sem sigurvegarar árið 1985 og Argentína fagnaði sigri árið 1993.