Förum í raunveruleg orkuskipti Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 29. apríl 2022 08:31 Í liðinni viku ræddum við þingmenn úttekt á stöðu og áskorunum í orkumálum, svokallaða Grænbók, á Alþingi. Niðurstöður úttektarinnar eru í raun sláandi. Íslendingar hafa sett sér háleit markmið í loftslagsmálum en fjárfestingar í orkuframkvæmdum hafa hingað til ekki fylgt þeim markmiðum eftir. Það er til lítils að setja sér markmið ef við ætlum ekki að framkvæma þau. Við gætum þá í raun stefnt að hvaða samdrætti sem er í losun gróðurhúsalofttegunda – þess vegna 100%. Við gætum einnig lýst yfir markmiði um að ná kolefnishlutleysi eftir helgi, og að Ísland verði orðið jarðefnaeldsneytislaust núna í sumar. Ef þetta eru bara orðin tóm, ef þetta eru bara tölur á blaði skipta þessi markmið engu máli. Það getur hver sem er skrifað upp metnaðarfull markmið, það getur hver sem er byggt skýjaborgir. En til þess að fylgja markmiðunum eftir, til þess að fylgja eftir samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda, til þess að framkvæma hér raunveruleg orkuskipti - til þess að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrst allra landa. Til þess þarf drifkraft og þor, til þess þarf framsýni og áræðni. Það er vonandi að íslensk stjórnvöld hafi það sem til þarf að framfylgja þessum markmiðum. Endamark okkar er skýrt en það er verkefnalistinn líka. Það þarf að auka raforkuframleiðslu og efla flutnings- og dreifikerfi landsins. Ákall um meiri orku og orkuöryggi kemur enda úr öllum landshlutum. Það þarf að nýta orkuna betur og auka orkusparnað. Það þarf að einfalda og betrumbæta stjórnsýslu við leyfisveitingar. Og allt þetta þarf að gera í sem mestri sátt við samfélagið og náttúruna. Þótt verkefnið sé skýrt er ekki þar með sagt að það sé einfalt. Til þess að framkvæma markmið íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum, að framfylgja raunverulegum orkuskiptum á Íslandi, þarf öll þjóðin að leggjast á eitt. Aðeins þannig náum við settum markmiðum og uppskerum afraksturinn og sátt um orkumálin á Íslandi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Umhverfismál Orkumál Orkuskipti Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Í liðinni viku ræddum við þingmenn úttekt á stöðu og áskorunum í orkumálum, svokallaða Grænbók, á Alþingi. Niðurstöður úttektarinnar eru í raun sláandi. Íslendingar hafa sett sér háleit markmið í loftslagsmálum en fjárfestingar í orkuframkvæmdum hafa hingað til ekki fylgt þeim markmiðum eftir. Það er til lítils að setja sér markmið ef við ætlum ekki að framkvæma þau. Við gætum þá í raun stefnt að hvaða samdrætti sem er í losun gróðurhúsalofttegunda – þess vegna 100%. Við gætum einnig lýst yfir markmiði um að ná kolefnishlutleysi eftir helgi, og að Ísland verði orðið jarðefnaeldsneytislaust núna í sumar. Ef þetta eru bara orðin tóm, ef þetta eru bara tölur á blaði skipta þessi markmið engu máli. Það getur hver sem er skrifað upp metnaðarfull markmið, það getur hver sem er byggt skýjaborgir. En til þess að fylgja markmiðunum eftir, til þess að fylgja eftir samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda, til þess að framkvæma hér raunveruleg orkuskipti - til þess að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrst allra landa. Til þess þarf drifkraft og þor, til þess þarf framsýni og áræðni. Það er vonandi að íslensk stjórnvöld hafi það sem til þarf að framfylgja þessum markmiðum. Endamark okkar er skýrt en það er verkefnalistinn líka. Það þarf að auka raforkuframleiðslu og efla flutnings- og dreifikerfi landsins. Ákall um meiri orku og orkuöryggi kemur enda úr öllum landshlutum. Það þarf að nýta orkuna betur og auka orkusparnað. Það þarf að einfalda og betrumbæta stjórnsýslu við leyfisveitingar. Og allt þetta þarf að gera í sem mestri sátt við samfélagið og náttúruna. Þótt verkefnið sé skýrt er ekki þar með sagt að það sé einfalt. Til þess að framkvæma markmið íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum, að framfylgja raunverulegum orkuskiptum á Íslandi, þarf öll þjóðin að leggjast á eitt. Aðeins þannig náum við settum markmiðum og uppskerum afraksturinn og sátt um orkumálin á Íslandi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun