Hæstiréttur staðfestir að skjalið sé ófalsað og fyrirskipar rannsókn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. maí 2022 06:37 Efnt var til mótmæla út um allt land í gær og gera má ráð fyrir að málið verði afar fyrirferðamikið í umræðum fyrir næstu kosningar, sama hvernig fer. AP/Ringo H.W. Chiu Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti í gær að drögum að meirihlutaáliti í máli er varðar rétt kvenna til þungunarrofs hefði lekið. Skjalið væri ófalsað en ekki lokaniðurstaða í málinu. John G. Roberts, forseti hæstaréttar, sagði að rannsókn myndi fara fram á lekanum, sem er fordæmalaus í sögu dómstólsins. Skjalinu var dreift til hæstaréttardómaranna í febrúar á þessu ári en svo virðist sem meirihlutaálitið njóti stuðnings að minnsta kosti fimm af níu dómurum, þeirra sem voru skipaðir þegar repúblikani var við völd í Hvíta húsinu. Óvíst er um afstöðu Roberts, sem var skipaður af George W. Bush. Roberts ítrekaði í yfirlýsingu að um vinnuskjal væri að ræða og sagði að lekinn yrði rannsakaður. Umrætt mál sem liggur fyrir réttinum varðar nýja löggjöf í Mississippi, sem kveður á um bann gegn þungunarrofum eftir 15. viku meðgöngu. Lögin voru öðrum þræði samþykkt til höfuðs niðurstöðunni í prófmálinu Roe gegn Wade, þar sem hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að konur ættu stjórnarskrárvarinn rétt til að gangast undir þungunarrof þar til fóstrið gæti lifað sjálfstæðu lífi utan líkama konunnar. Á sínum tíma var það viðmið bundið við 28 vikur en er nú, vegna framfara í læknavísindunum, áætlað í kringum 24 vikur. Ef marka má drögin sem láku í fyrradag, og Politico birti, hyggst meirihluti hæstaréttar víkja frá því fordæmi sem var sett með Roe gegn Wade árið 1973. Í álitinu segir meðal annars að ákvörðunin í Roe hefði verið röng í grundvallaratriðum og það væri tímabært að færa valdið til að ákvarða rétt kvenna til fóstureyðinga aftur til löggjafans í einstaka ríkjum. I believe that a woman s right to choose is fundamental. Roe has been the law of the land for almost fifty years, and basic fairness and the stability of our law demand that it not be overturned.We will be ready when any ruling is issued.— Joe Biden (@JoeBiden) May 3, 2022 Um leið og fregnir bárust af álitsdrögunum var efnt til mótmæla um allt land. Samskiptamiðlar endurspegluðu vel hversu klofin bandaríska þjóðin er í málinu, jafnvel þótt meirihluti sé fylgjandi því að konur eigi að hafa lokaorðið um eigin líkama. Ríkisstjórar og aðrir ráðamenn hétu því að fylgja málinu eftir; demókratar með því að lögfesta Roe gegn Wade en repúblikanar með því að hvíla ekki fyrr en þungunarrof hefðu verið bönnuð á landsvísu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist myndu gera allt í sínu valdi til að tryggja rétt kvenna til þungunarrofs í lögum. Til þess þyrfti þó fleiri vilhalla þingmenn. Þá ítrekaði hann að ef þetta yrði niðurstaða hæstaréttar, yrði það undir kjósendum komið að standa vörð um rétt kvenna. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Mannréttindi Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira
John G. Roberts, forseti hæstaréttar, sagði að rannsókn myndi fara fram á lekanum, sem er fordæmalaus í sögu dómstólsins. Skjalinu var dreift til hæstaréttardómaranna í febrúar á þessu ári en svo virðist sem meirihlutaálitið njóti stuðnings að minnsta kosti fimm af níu dómurum, þeirra sem voru skipaðir þegar repúblikani var við völd í Hvíta húsinu. Óvíst er um afstöðu Roberts, sem var skipaður af George W. Bush. Roberts ítrekaði í yfirlýsingu að um vinnuskjal væri að ræða og sagði að lekinn yrði rannsakaður. Umrætt mál sem liggur fyrir réttinum varðar nýja löggjöf í Mississippi, sem kveður á um bann gegn þungunarrofum eftir 15. viku meðgöngu. Lögin voru öðrum þræði samþykkt til höfuðs niðurstöðunni í prófmálinu Roe gegn Wade, þar sem hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að konur ættu stjórnarskrárvarinn rétt til að gangast undir þungunarrof þar til fóstrið gæti lifað sjálfstæðu lífi utan líkama konunnar. Á sínum tíma var það viðmið bundið við 28 vikur en er nú, vegna framfara í læknavísindunum, áætlað í kringum 24 vikur. Ef marka má drögin sem láku í fyrradag, og Politico birti, hyggst meirihluti hæstaréttar víkja frá því fordæmi sem var sett með Roe gegn Wade árið 1973. Í álitinu segir meðal annars að ákvörðunin í Roe hefði verið röng í grundvallaratriðum og það væri tímabært að færa valdið til að ákvarða rétt kvenna til fóstureyðinga aftur til löggjafans í einstaka ríkjum. I believe that a woman s right to choose is fundamental. Roe has been the law of the land for almost fifty years, and basic fairness and the stability of our law demand that it not be overturned.We will be ready when any ruling is issued.— Joe Biden (@JoeBiden) May 3, 2022 Um leið og fregnir bárust af álitsdrögunum var efnt til mótmæla um allt land. Samskiptamiðlar endurspegluðu vel hversu klofin bandaríska þjóðin er í málinu, jafnvel þótt meirihluti sé fylgjandi því að konur eigi að hafa lokaorðið um eigin líkama. Ríkisstjórar og aðrir ráðamenn hétu því að fylgja málinu eftir; demókratar með því að lögfesta Roe gegn Wade en repúblikanar með því að hvíla ekki fyrr en þungunarrof hefðu verið bönnuð á landsvísu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist myndu gera allt í sínu valdi til að tryggja rétt kvenna til þungunarrofs í lögum. Til þess þyrfti þó fleiri vilhalla þingmenn. Þá ítrekaði hann að ef þetta yrði niðurstaða hæstaréttar, yrði það undir kjósendum komið að standa vörð um rétt kvenna.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Mannréttindi Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira