Innlent

Gaf upp kenni­tölu systur sinnar

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði ítrekuð afskipti af konu í annarlegu ástandi í Hafnarfirði í nótt.

Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglu. Þar segir að konan hafi gefið lögreglu upp rangar persónuupplýsingar í samskiptum við lögreglu með því að gefa upp kennitölu systur sinnar. Við seinni afskipti lögreglu „kom [þó] rétt kennitala í ljós.“ 

Í tilkynningunni segir að um 23:30 hafi verið tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 201 í Kópavogi. Þar var kona stöðvuð með snyrtivörur sem hún hafði ekki greitt fyrir. Hún viðurkenndi brotið og var vettvangsskýrsla rituð af lögreglu. 

 Um 22:20 voru svo afskipti höfð af ökumönnum tveggja bíla í hverfi 111 í Reykjavík, þar sem annar var að draga hinn. „Ökumaður fremri bifreiðarinnar reyndist vera sviptur ökuréttindum og ökumaður seinni bifreiðarinnar er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×