Utan vallar: Fullkomnunarárátta Pep kemur í veg fyrir að City taki síðasta skrefið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. maí 2022 08:02 Pep Guardiola hefur lítinn tíma til að hugsa um tapið í Madríd en lokamínúta leiksins mun eflaust hringla um í höfðinu á honum í allt sumar. Alvaro Medranda/Getty Images Leit Manchester City að hinum heilaga kaleik heldur áfram. Liðið virtist vera á leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu annað árið í röð þegar hinn fullkomni stormur lenti á liðinu og liðið féll úr leik í Madríd gegn liði – og þjálfara – sem virðist andstæðan við Man City undir stjórn Pep. Guardiola er með fullkomnunaráráttu á háu stigi. Það er ekki endilega slæmt en þegar þú ert búinn að finna hina fullkomnu formúlu þá er erfitt að kyngja stoltinu þegar sú formúla gengur ekki upp. Hinn 51 árs gamli Spánverji hefur oftar en ekki verið sinn versti óvinur þegar kemur að stóru leikjunum í Meistaradeildinni. Hann hefur tekið ákvarðanir sem fæst okkar skilja og fengið gagnrýni fyrir að reyna vera of sniðugur, það var þó ekki raunin í Madríd. Guardiola stillti upp að mörgu leyti sínu besta liði og eins ótrúlegt og það hljómar þá var hann með framherja í byrjunarliðinu – Gabriel Jesus hóf leikinn á kostnað İlkay Gündoğan. Þó Jesus sé fínn að mörgu leyti þá er hann ekki þessi stjörnuframherji sem Manchester City ætti í raun að hafa innan sinna raða þegar farið yfir hversu góða leikmenn liðið hefur í öllum öðrum stöðum vallarins. Að því sögðu þá gekk skipulag Guardiola og leikplan upp nær allan leikinn. Lið hans stýrði leiknum og heimamenn ógnuðu lítið. Fullkomnunarárátta Guardiola og þráhyggja varðandi öryggi ofar öllu virtist loks ætla að borga sig. Í raun hefði Man City átt að vera búið að ganga frá leiknum miðað við færin sem liðið fékk. Það er hins vegar enginn heimsklassa framherji í liðinu og þó það sé líklega ástæðan fyrir því að liðið spilar jafn unaðslegan fótbolta og raun ber vitni þá er það mögulega líka ástæðan fyrir að Man City klárar ekki leiki eins og gegn Real Madríd. Rodrygo skorar markið sem kom Real Madríd í framlengingu.EPA-EFE/Sergio Perez Það var svo undir lok venjulegs leiktíma þegar ringulreiðin og glundroðinn sem átti eftir að steypa öllu um koll lét sjá sig. Gestirnir voru með svör við öllum þeim spurningum sem Karim Benzema, Vinícius Júnior og aðrir byrjunarliðsmenn Real spurðu að. En þegar kom að hinum 21 árs gamla Rodrygo áttu leikmenn Guardiola engin svör. Þegar flautað var til leiksloka var staðan í einvíginu jöfn 5-5 þrátt fyrir að Man City hafi leitt einvígið frá 2. mínútu fyrri leiksins og allt fram á lokamínútu þess síðari. Segja má að spilaborg Guardiola hafi svo endanlega hrunið í framlengingu þar sem heimamenn fengu vítaspyrnu sem Benzema skoraði örugglega úr. Það skipti engu hvað Guardiola reyndi, hversu margar skipanir hann gaf eða hversu mikið hann reyndi að hvetja menn sína áfram - þeir áttu engin svör. Þegar öllu var á botninn hvolft virðist sem fullkomnunaráráttan – kerfið sem leikmenn City þekkja inn og út – komi í veg fyrir að liðið nái að stíga þetta síðasta skref. Vissulega blómstra ákveðnir leikmenn innan kerfisins en kerfið er þó alltaf ofar öllu. Í hinu varamannaskýlinu á Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd á miðvikudagskvöld var maður sem ákvað fyrir löngu að pæla ekki of mikið í kerfum. Þá verður seint sagt að Carlo Ancelotti sé með fullkomnunaráráttu, hann er of afslappaður til þess. Carlo Ancelotti explains to Movistar: No, I don't smoke cigars! It was only a photo with my friends. Yes, these players are my friends . #UCL pic.twitter.com/rKq30KTHQK— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 4, 2022 Það er svo hægt að finna aðila sem eru tilbúnir að rökræða hvort Ancelotti sé yfirhöfuð einn besti þjálfari síðari ára þar sem hann hefur ekki unnið nægilega marga deildartitla. Eitthvað sem Pep hefur sérhæft sig í. Ancelotti er hins vegar með meistaragráðu er kemur að Meistaradeildinni. Úrslitaleikur Real og Liverpool verður fimmti úrslitaleikur Ancelotti í keppninni, eitthvað sem enginn hefur afrekað áður. Mögulega er það því hann er ekki með kerfi sem er meitlað í stein. Mögulega er það vegna þess að Ancelotti er ekki tjóðraður niður af fullkomnunaráráttu sinni. Mögulega er það einfaldlega því hann er venjulega með framherja sem sérhæfir sig í að koma boltanum í netið. Karim Benzema og Carlo Ancelotti.Gonzalo Arroyo Moreno/Getty Images Sama hver ástæðan er þá virðist það virka. Hver veit nema Pep hringi í Ancelotti og fái einhver ráð fyrir næsta tímabil því þó Manchester City sé alltaf líklegt til að vinna ensku úrvalsdeildina virðist sigur í Meistaradeild Evrópu vera fjarlægur draumur. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Utan vallar Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Guardiola er með fullkomnunaráráttu á háu stigi. Það er ekki endilega slæmt en þegar þú ert búinn að finna hina fullkomnu formúlu þá er erfitt að kyngja stoltinu þegar sú formúla gengur ekki upp. Hinn 51 árs gamli Spánverji hefur oftar en ekki verið sinn versti óvinur þegar kemur að stóru leikjunum í Meistaradeildinni. Hann hefur tekið ákvarðanir sem fæst okkar skilja og fengið gagnrýni fyrir að reyna vera of sniðugur, það var þó ekki raunin í Madríd. Guardiola stillti upp að mörgu leyti sínu besta liði og eins ótrúlegt og það hljómar þá var hann með framherja í byrjunarliðinu – Gabriel Jesus hóf leikinn á kostnað İlkay Gündoğan. Þó Jesus sé fínn að mörgu leyti þá er hann ekki þessi stjörnuframherji sem Manchester City ætti í raun að hafa innan sinna raða þegar farið yfir hversu góða leikmenn liðið hefur í öllum öðrum stöðum vallarins. Að því sögðu þá gekk skipulag Guardiola og leikplan upp nær allan leikinn. Lið hans stýrði leiknum og heimamenn ógnuðu lítið. Fullkomnunarárátta Guardiola og þráhyggja varðandi öryggi ofar öllu virtist loks ætla að borga sig. Í raun hefði Man City átt að vera búið að ganga frá leiknum miðað við færin sem liðið fékk. Það er hins vegar enginn heimsklassa framherji í liðinu og þó það sé líklega ástæðan fyrir því að liðið spilar jafn unaðslegan fótbolta og raun ber vitni þá er það mögulega líka ástæðan fyrir að Man City klárar ekki leiki eins og gegn Real Madríd. Rodrygo skorar markið sem kom Real Madríd í framlengingu.EPA-EFE/Sergio Perez Það var svo undir lok venjulegs leiktíma þegar ringulreiðin og glundroðinn sem átti eftir að steypa öllu um koll lét sjá sig. Gestirnir voru með svör við öllum þeim spurningum sem Karim Benzema, Vinícius Júnior og aðrir byrjunarliðsmenn Real spurðu að. En þegar kom að hinum 21 árs gamla Rodrygo áttu leikmenn Guardiola engin svör. Þegar flautað var til leiksloka var staðan í einvíginu jöfn 5-5 þrátt fyrir að Man City hafi leitt einvígið frá 2. mínútu fyrri leiksins og allt fram á lokamínútu þess síðari. Segja má að spilaborg Guardiola hafi svo endanlega hrunið í framlengingu þar sem heimamenn fengu vítaspyrnu sem Benzema skoraði örugglega úr. Það skipti engu hvað Guardiola reyndi, hversu margar skipanir hann gaf eða hversu mikið hann reyndi að hvetja menn sína áfram - þeir áttu engin svör. Þegar öllu var á botninn hvolft virðist sem fullkomnunaráráttan – kerfið sem leikmenn City þekkja inn og út – komi í veg fyrir að liðið nái að stíga þetta síðasta skref. Vissulega blómstra ákveðnir leikmenn innan kerfisins en kerfið er þó alltaf ofar öllu. Í hinu varamannaskýlinu á Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd á miðvikudagskvöld var maður sem ákvað fyrir löngu að pæla ekki of mikið í kerfum. Þá verður seint sagt að Carlo Ancelotti sé með fullkomnunaráráttu, hann er of afslappaður til þess. Carlo Ancelotti explains to Movistar: No, I don't smoke cigars! It was only a photo with my friends. Yes, these players are my friends . #UCL pic.twitter.com/rKq30KTHQK— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 4, 2022 Það er svo hægt að finna aðila sem eru tilbúnir að rökræða hvort Ancelotti sé yfirhöfuð einn besti þjálfari síðari ára þar sem hann hefur ekki unnið nægilega marga deildartitla. Eitthvað sem Pep hefur sérhæft sig í. Ancelotti er hins vegar með meistaragráðu er kemur að Meistaradeildinni. Úrslitaleikur Real og Liverpool verður fimmti úrslitaleikur Ancelotti í keppninni, eitthvað sem enginn hefur afrekað áður. Mögulega er það því hann er ekki með kerfi sem er meitlað í stein. Mögulega er það vegna þess að Ancelotti er ekki tjóðraður niður af fullkomnunaráráttu sinni. Mögulega er það einfaldlega því hann er venjulega með framherja sem sérhæfir sig í að koma boltanum í netið. Karim Benzema og Carlo Ancelotti.Gonzalo Arroyo Moreno/Getty Images Sama hver ástæðan er þá virðist það virka. Hver veit nema Pep hringi í Ancelotti og fái einhver ráð fyrir næsta tímabil því þó Manchester City sé alltaf líklegt til að vinna ensku úrvalsdeildina virðist sigur í Meistaradeild Evrópu vera fjarlægur draumur.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Utan vallar Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira