Sport

Dag­skráin í dag: Stór­leikur í Bestu, Ítalía, Sví­þjóð, Gametí­ví og Stúkan

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Topplið Breiðabliks mætir Íslands- og bikarmeisturum Víkings.
Topplið Breiðabliks mætir Íslands- og bikarmeisturum Víkings. Vísir/Hulda Margrét

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Alls eru 9 beinar útsendingar á dagskrá.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.00 er komið að STÓRLEIK Íslandsmeistara Víkings og Breiðabliks í Bestu deild karla. Eftir leik eða klukkan 21.15 er komið að Stúkunni en þar verður farið yfir öll helstu tilþrif kvöldsins.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 16.20 hefst útsending frá leik Sampdoria og Fiorentina í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Klukkan 18.35 er stórleikur Juventus og Lazio í sömu deild á dagskrá.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 16.55 er leikur Hammarby og Íslendingaliðs Kristianstad í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta á dagskrá. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar Kristianstad. Þá leika þær Amanda Andradóttir og Emelía Óskarsdóttir með liðinu.

Klukkan 19.40 er úrslitaleikur Breiðabliks og Stjörnunnar í unglingaflokki karla á Íslandsmóti yngri flokka í körfubolta á dagskrá.

Besta deildin

Klukkan 19.05 er leikur KR og Keflavíkur í Bestu deild karla á dagskrá. Rás Bestu deildarinnar má finna á Stöð2.is eða á Stöð 2 appinu.

Besta deildin 2

Klukkan 19.10 er leikur Leiknis Reykjavíkur og Fram í Bestu deild karla á dagskrá. Rás Bestu deildarinnar má finna á Stöð2.is eða á Stöð 2 appinu.

Stöð 2 E-Sport

Klukkan 20.00 er Gametíví á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×