Faðir Helstirnisins og X-vængjunnar látinn Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2022 11:20 Stjörnustríðsaðdáandi þurrkar af eftirlíkingu af X-vængju fyrir ráðstefnu í Þýskalandi. Vísir/Getty Colin Cantwell, listamaðurinn sem hannaði mörg þekktustu geimför Stjörnustríðsheimsins eins og Helstirnið og X-vængjuna, er látinn, níræður að aldri. Hann vann einnig við opnunaratriði 2001: Geimævintýraferðar Stanleys Kubrick. Það var George Lucas, skapari Stjörnustríðs, sem fékk Cantwell til að hann og smíða frumgerðir að Helstirninu, X-vængjunni, TIE-orrustuflaugunum og stjörnuspillum keisaraveldisins fyrir fyrstu Stjörnustríðsmyndina sem kom út árið 1977. Cantwell hannaði einnig fyrstu útgáfuna af Þúsaldarfálkanum, fráasta geimfarsins í Stjörnustríðsheiminum. Cantwell var menntaður í teiknimyndagerð en lærði einnig arkítektúr. Hann starfaði meðal annars hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA og Þrýstihreyfilstilraunastofuna (JPL) þar sem hann tók þátt í að fræða almenning um geimferðir í kapphlaupi Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á 7. áratug síðustu aldar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Colin Cantwell was the concept artist who's most famously known for his iconic designs of various Star Wars ships including the X-Wing, TIE fighter, and Death Star, passed away on Saturday, May 21st. He was 90 years old. pic.twitter.com/yhTOwPdCWV— IGN (@IGN) May 22, 2022 Þegar Bandaríkjamenn sendu menn til tunglsins í fyrsta skipti árið 1969 vann Cantwell með Walter Conkite, goðsagnarkennda sjónvarpsfréttamanninum og tengdi hann við tunglfarana. Hæfileikar Cantwell nýttust vel í Hollywood. Fyrsta kvikmyndin sem hann kom nálægt var 2001 Kubrick árið 1968 og vann hann meðal annars við tæknibrellur fyrir frægt opnunaratriði í geimnum. Síðar vann Cantwell með Steven Spielberg að Nánum kynnum við þriðju tegundina og skrifaði tvær vísindaskáldsögur. Bíó og sjónvarp Bandaríkin Star Wars Andlát Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira
Það var George Lucas, skapari Stjörnustríðs, sem fékk Cantwell til að hann og smíða frumgerðir að Helstirninu, X-vængjunni, TIE-orrustuflaugunum og stjörnuspillum keisaraveldisins fyrir fyrstu Stjörnustríðsmyndina sem kom út árið 1977. Cantwell hannaði einnig fyrstu útgáfuna af Þúsaldarfálkanum, fráasta geimfarsins í Stjörnustríðsheiminum. Cantwell var menntaður í teiknimyndagerð en lærði einnig arkítektúr. Hann starfaði meðal annars hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA og Þrýstihreyfilstilraunastofuna (JPL) þar sem hann tók þátt í að fræða almenning um geimferðir í kapphlaupi Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á 7. áratug síðustu aldar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Colin Cantwell was the concept artist who's most famously known for his iconic designs of various Star Wars ships including the X-Wing, TIE fighter, and Death Star, passed away on Saturday, May 21st. He was 90 years old. pic.twitter.com/yhTOwPdCWV— IGN (@IGN) May 22, 2022 Þegar Bandaríkjamenn sendu menn til tunglsins í fyrsta skipti árið 1969 vann Cantwell með Walter Conkite, goðsagnarkennda sjónvarpsfréttamanninum og tengdi hann við tunglfarana. Hæfileikar Cantwell nýttust vel í Hollywood. Fyrsta kvikmyndin sem hann kom nálægt var 2001 Kubrick árið 1968 og vann hann meðal annars við tæknibrellur fyrir frægt opnunaratriði í geimnum. Síðar vann Cantwell með Steven Spielberg að Nánum kynnum við þriðju tegundina og skrifaði tvær vísindaskáldsögur.
Bíó og sjónvarp Bandaríkin Star Wars Andlát Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira