„Ólík sjónarmið“ á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2022 12:08 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra gagnrýndi framgöngu Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í brottvísunarmálum í tíufréttum RÚV í gærkvöldi. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ólík sjónarmið hafa komið fram á ríkisstjórnarfundi í gær um yfirvofandi brottvísanir fólks sem sótt hefur um vernd hér á landi. Hún svarar því ekki beint hvort hún taki undir óánægju félagsmálaráðherra með framgöngu dómsmálaráðherra - en segist taka undir ákveðin sjónarmið þess fyrrnefnda. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, sagði í gær að óeining ríkti um brottvísanamálin innan ríkisstjórnarinnar. Þá lýsti hann yfir óánægju með meðferð dómsmálaráðherra á málunum. Tekurðu undir með honum? „Eins og fram kom hjá mér í gær þá voru brottvísunarmálin til umræðu á ríkisstjórnarfundi í gær. Þar komu fram ýmis sjónarmið. Og ég hef lagt á það áherslu að það verði farið sérstaklega yfir þennan hóp og skoðaðar verði ólíkar aðstæður þeirra sem tilheyra þessum hópi og unnt verði að taka tillit til þeirra í einhverjum tilvikum. Eftir því sem ég kemst næst þá stendur sú vinna yfir og þetta var auðvitað rætt ítarlega í ríkisstjórn í gær og ýmis sjónarmið sem komu fram um það,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. En ertu óánægð eins og Guðmundur Ingi? „Þetta eru þau sjónarmið sem ég hef lagt áherslu á og ég held að við Guðmundur Ingi séum algjörlega sammála um það að það þarf auðvitað að taka tillit til aðstæðna einstakling í þessum stóra hópi, sem eru mismunandi.“ Vön því að leysa úr málum Hann [Guðmundur Ingi Guðbrandsson] talar sjálfur um að hann hafi gert alvarlegar athugasemdir, myndirðu segja að þú hafir líka gert alvarlegar athugasemdir við þetta á fundinum í gær? „Þessi sjónarmið sem ég er að lýsa sem meðal annars varða til að mynda endursendingar til Grikklands. Sérstöðu fjölskyldufólks, aðstæður þeirra sem hafa verið hér heldur lengur. Þetta eru sjónarmið sem ég fór yfir á fundinum í gær.“ Guðmundur Ingi sagði í gær að fleiri ráðherrar hefðu gert athugasemdir við málið. Innt eftir því hvort ráðherrar Vinstri grænna hefðu haft sig þar mest í frammi segir Katrín ekki hefð fyrir því að vitnað sé í umræður á ríkisstjórnarfundum. „En ég get bara staðfest það að það voru ólík sjónarmið uppi við borðið.“ Stendur ríkisstjórnarsamstarfið í hættu út af þessu? „Ja, ég meina við erum vön því að leysa úr málum. Og þetta er ekki í fyrsta sinn sem eru ólík sjónarmið við ríkisstjórnarborðið. Þetta eru þrír flokkar sem hafa ólíka stefnu um margt í þessum efnum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hætt við að senda barnshafandi konu úr landi Barnshafandi konu sem var í þeim hópi hælisleitenda sem til stendur að senda úr landi á næstunni hefur nú verið forðað frá brottvísun. 25. maí 2022 07:35 Guðmundur Ingi óánægður með Jón Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segist ekki vera ánægður með hvernig Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur haldið á og rætt um mál þeirra hælisleitenda sem stendur til að vísa úr landi á næstunni eftir langa dvöl hér á landi. Guðmundur Ingi segist hafa gert alvarlegar athugasemdir við málsmeðferð málsins á ríkisstjórnarfundi í dag. 24. maí 2022 22:48 Forsætisráðherra segir fordæmi fyrir inngripi Forsætisráðherra segir til athugunar að endurskoða það að vísa fólki úr landi til Grikklands. Heldur hefur fækkað í hópi þeirra sem vísa á úr landi á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. 24. maí 2022 21:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, sagði í gær að óeining ríkti um brottvísanamálin innan ríkisstjórnarinnar. Þá lýsti hann yfir óánægju með meðferð dómsmálaráðherra á málunum. Tekurðu undir með honum? „Eins og fram kom hjá mér í gær þá voru brottvísunarmálin til umræðu á ríkisstjórnarfundi í gær. Þar komu fram ýmis sjónarmið. Og ég hef lagt á það áherslu að það verði farið sérstaklega yfir þennan hóp og skoðaðar verði ólíkar aðstæður þeirra sem tilheyra þessum hópi og unnt verði að taka tillit til þeirra í einhverjum tilvikum. Eftir því sem ég kemst næst þá stendur sú vinna yfir og þetta var auðvitað rætt ítarlega í ríkisstjórn í gær og ýmis sjónarmið sem komu fram um það,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. En ertu óánægð eins og Guðmundur Ingi? „Þetta eru þau sjónarmið sem ég hef lagt áherslu á og ég held að við Guðmundur Ingi séum algjörlega sammála um það að það þarf auðvitað að taka tillit til aðstæðna einstakling í þessum stóra hópi, sem eru mismunandi.“ Vön því að leysa úr málum Hann [Guðmundur Ingi Guðbrandsson] talar sjálfur um að hann hafi gert alvarlegar athugasemdir, myndirðu segja að þú hafir líka gert alvarlegar athugasemdir við þetta á fundinum í gær? „Þessi sjónarmið sem ég er að lýsa sem meðal annars varða til að mynda endursendingar til Grikklands. Sérstöðu fjölskyldufólks, aðstæður þeirra sem hafa verið hér heldur lengur. Þetta eru sjónarmið sem ég fór yfir á fundinum í gær.“ Guðmundur Ingi sagði í gær að fleiri ráðherrar hefðu gert athugasemdir við málið. Innt eftir því hvort ráðherrar Vinstri grænna hefðu haft sig þar mest í frammi segir Katrín ekki hefð fyrir því að vitnað sé í umræður á ríkisstjórnarfundum. „En ég get bara staðfest það að það voru ólík sjónarmið uppi við borðið.“ Stendur ríkisstjórnarsamstarfið í hættu út af þessu? „Ja, ég meina við erum vön því að leysa úr málum. Og þetta er ekki í fyrsta sinn sem eru ólík sjónarmið við ríkisstjórnarborðið. Þetta eru þrír flokkar sem hafa ólíka stefnu um margt í þessum efnum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hætt við að senda barnshafandi konu úr landi Barnshafandi konu sem var í þeim hópi hælisleitenda sem til stendur að senda úr landi á næstunni hefur nú verið forðað frá brottvísun. 25. maí 2022 07:35 Guðmundur Ingi óánægður með Jón Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segist ekki vera ánægður með hvernig Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur haldið á og rætt um mál þeirra hælisleitenda sem stendur til að vísa úr landi á næstunni eftir langa dvöl hér á landi. Guðmundur Ingi segist hafa gert alvarlegar athugasemdir við málsmeðferð málsins á ríkisstjórnarfundi í dag. 24. maí 2022 22:48 Forsætisráðherra segir fordæmi fyrir inngripi Forsætisráðherra segir til athugunar að endurskoða það að vísa fólki úr landi til Grikklands. Heldur hefur fækkað í hópi þeirra sem vísa á úr landi á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. 24. maí 2022 21:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Hætt við að senda barnshafandi konu úr landi Barnshafandi konu sem var í þeim hópi hælisleitenda sem til stendur að senda úr landi á næstunni hefur nú verið forðað frá brottvísun. 25. maí 2022 07:35
Guðmundur Ingi óánægður með Jón Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segist ekki vera ánægður með hvernig Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur haldið á og rætt um mál þeirra hælisleitenda sem stendur til að vísa úr landi á næstunni eftir langa dvöl hér á landi. Guðmundur Ingi segist hafa gert alvarlegar athugasemdir við málsmeðferð málsins á ríkisstjórnarfundi í dag. 24. maí 2022 22:48
Forsætisráðherra segir fordæmi fyrir inngripi Forsætisráðherra segir til athugunar að endurskoða það að vísa fólki úr landi til Grikklands. Heldur hefur fækkað í hópi þeirra sem vísa á úr landi á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. 24. maí 2022 21:00