Segir að Aron falli enn undir ákvörðun stjórnar KSÍ Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2022 13:40 Aron Einar Gunnarsson var landsliðsfyrirliði í áratug en hefur ekki spilað með landsliðinu síðan í júní í fyrra. vísir/daníel Arnar Þór Viðarsson segir að vegna nýsamþykktrar viðbragðsáætlunar stjórnar KSÍ hafi ekki komið til greina að velja Aron Einar Gunnarsson í nýjasta landsliðshópinn í fótbolta. Tillagan sem stjórn KSÍ samþykkti á mánudaginn er svohljóðandi: „Stjórn KSÍ samþykkti að haft sé að leiðarljósi það meginviðmið, þegar mál einstaklinga eru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa, vegna meintra alvarlegra brota, að þá skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Það gildir jafnt um dómara, þjálfara, leikmenn, forystumenn, starfsmenn og aðra þá sem eru innan KSÍ.“ Aron Einar hefur ekki leikið með landsliðinu síðastliðið ár eftir ásakanir og síðar kæru fyrir meint kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010. Héraðssaksóknari vísaði fyrr í þessum mánuði málinu frá en Arnar landsliðsþjálfari segir að mál Arons falli engu að síður enn undir nýjan ramma KSÍ. Fleiri leikmenn falli hins vegar ekki undir þennan nýja ramma og hafi því allir aðrir komið til greina í landsliðshópinn sem valinn var í dag, hvað þessi mál snerti. „Ég er að sjálfsögðu búinn að tala við marga af þeim leikmönnum sem eru ekki í hópnum. KSÍ gaf út fréttatilkynningu fyrr í dag með ákvörðun stjórnar. Fyrir mér er það þannig lagað léttir. Ég hef kallað eftir ramma frá því í byrjun september. Það hefur ekki verið auðvelt né skemmtilegt að þurfa að sigla framhjá ákveðnum hlutum lengi. Núna er þessi rammi nánast kominn. Aron Einar fellur enn undir þessa ákvörðun stjórnar og ég sem þjálfari vinn eftir þeim vinnureglum sem mér eru gefnar. Ég er mjög feginn að þetta sé að komast í fastar skorður,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag þar sem hann tilkynnti hópinn sem leikur gegn Albaníu, Ísrael og San Marínó í júní. Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Sjá meira
Tillagan sem stjórn KSÍ samþykkti á mánudaginn er svohljóðandi: „Stjórn KSÍ samþykkti að haft sé að leiðarljósi það meginviðmið, þegar mál einstaklinga eru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa, vegna meintra alvarlegra brota, að þá skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Það gildir jafnt um dómara, þjálfara, leikmenn, forystumenn, starfsmenn og aðra þá sem eru innan KSÍ.“ Aron Einar hefur ekki leikið með landsliðinu síðastliðið ár eftir ásakanir og síðar kæru fyrir meint kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010. Héraðssaksóknari vísaði fyrr í þessum mánuði málinu frá en Arnar landsliðsþjálfari segir að mál Arons falli engu að síður enn undir nýjan ramma KSÍ. Fleiri leikmenn falli hins vegar ekki undir þennan nýja ramma og hafi því allir aðrir komið til greina í landsliðshópinn sem valinn var í dag, hvað þessi mál snerti. „Ég er að sjálfsögðu búinn að tala við marga af þeim leikmönnum sem eru ekki í hópnum. KSÍ gaf út fréttatilkynningu fyrr í dag með ákvörðun stjórnar. Fyrir mér er það þannig lagað léttir. Ég hef kallað eftir ramma frá því í byrjun september. Það hefur ekki verið auðvelt né skemmtilegt að þurfa að sigla framhjá ákveðnum hlutum lengi. Núna er þessi rammi nánast kominn. Aron Einar fellur enn undir þessa ákvörðun stjórnar og ég sem þjálfari vinn eftir þeim vinnureglum sem mér eru gefnar. Ég er mjög feginn að þetta sé að komast í fastar skorður,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag þar sem hann tilkynnti hópinn sem leikur gegn Albaníu, Ísrael og San Marínó í júní.
Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“