Ísak frétti rétt fyrir leik af hjartaáfalli blóðpabba síns og brá þegar hann fann sjálfur verk Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2022 14:46 Ísak Snær Þorvaldsson var mættur til æfinga í Víkinni í hádeginu. vísir/arnar Það var gott hljóð í Ísak Snæ Þorvaldssyni, markahæsta leikmanni Bestu deildarinnar í fótbolta, í Víkinni í dag þó að aðeins væru tveir dagar síðan að hann fór þaðan í sjúkrabíl vegna brjóstverkja. Ísak og félagar í U21-landsliðinu undirbúa sig fyrir gríðarlega mikilvægan leik við Kýpur sem fram fer á Víkingsvelli annað kvöld. Þá ræðst hvort þeir komist í umspil um sæti á EM. Ísak kvaðst enn stefna á að spila leikinn en var skiljanlega mjög brugðið þegar hann fékk verk fyrir brjóstið á miðvikudagskvöld. Það er ekki síst vegna þess að blóðfaðir hans fékk hjartaáfall fyrr í sumar en Ísak fékk þær fréttir í aðdraganda leiks með Breiðabliki gegn ÍA sem hann skoraði svo tvö mörk í. „Mér var svolítið brugðið“ „Staðan er bara mjög góð. Ég er búinn að fara í öll test sem ég þarf að fara í til að passa upp á að það gerist ekki neitt aftur. Ég er bara góður í dag, eins og er,“ sagði Ísak í Víkinni í hádeginu. Klippa: Ísak Snær stóðst heilsupróf og mætti á æfingu Hann var skoðaður í bak og fyrir af læknum en hefur ekki fundið fyrir þeim verkjum síðasta sólarhringinn sem hann fann fyrir á miðvikudagskvöld, í 3-1 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi: „Þetta var svolítið óþægilegt. Ég fann fyrir verk í bringunni í byrjun seinni hálfleiks og svo var þetta þannig út kvöldið og aðeins um morguninn eftir. Þetta er farið núna og vonandi kemur þetta ekki aftur svo ég geti spilað leikinn á morgun. Mér var svolítið brugðið, sérstaklega því þetta er nýbúið að gerast í fjölskyldunni. Blóðpabbi minn fékk hjartaáfall og er að „recovera“ núna. Það var eina ástæðan fyrir því að við fórum í öll þessi tékk, til að vera öruggir. En núna er ég bara góður. Ég þarf þó að byrja rólega og sjá hvernig bringan tekur við sér. Við tökum eitt skref í einu,“ segir Ísak. „Það verða læti og við verðum að vera tilbúnir“ Eins og fyrr segir á Ísland fína möguleika á að komast í EM-umspil en til þess þarf liðið að vinna Kýpur og treysta á að Portúgal vinni Grikkland á sama tíma annað kvöld: „Við vonum að Portúgal taki þetta en við einbeitum okkur bara að okkar leik því það er eini leikurinn sem við getum stjórnað. Við förum á fullu í þennan leik og vonandi fer hinn svo eins og við viljum fara. Ég býst við hörkuleik. Ég held að Kýpverjarnir verði grjótharðir og komi af fullum krafti í pressu. Það verða læti og við verðum að vera tilbúnir í það en við munum gefa okkur alla í þetta og vonandi förum við með sigur heim,“ segir Ísak, spenntur fyrir möguleikanum á að komast í lokakeppni EM en það hefur íslenska U21-landsliðið tvívegis í sögunni afrekað: „Ég held að það sé spenna í hópnum. Það er mjög stórt að komast á EM en við tökum bara einn leik í einu og svo kemur „hitt“ vonandi í kjölfarið á því.“ Leikur Íslands og Kýpur fer fram á Víkingsvelli og hefst á laugardagskvöld klukkan 19:15. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala á leikinn er á tix.is. Landslið karla í fótbolta Fótbolti EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira
Ísak og félagar í U21-landsliðinu undirbúa sig fyrir gríðarlega mikilvægan leik við Kýpur sem fram fer á Víkingsvelli annað kvöld. Þá ræðst hvort þeir komist í umspil um sæti á EM. Ísak kvaðst enn stefna á að spila leikinn en var skiljanlega mjög brugðið þegar hann fékk verk fyrir brjóstið á miðvikudagskvöld. Það er ekki síst vegna þess að blóðfaðir hans fékk hjartaáfall fyrr í sumar en Ísak fékk þær fréttir í aðdraganda leiks með Breiðabliki gegn ÍA sem hann skoraði svo tvö mörk í. „Mér var svolítið brugðið“ „Staðan er bara mjög góð. Ég er búinn að fara í öll test sem ég þarf að fara í til að passa upp á að það gerist ekki neitt aftur. Ég er bara góður í dag, eins og er,“ sagði Ísak í Víkinni í hádeginu. Klippa: Ísak Snær stóðst heilsupróf og mætti á æfingu Hann var skoðaður í bak og fyrir af læknum en hefur ekki fundið fyrir þeim verkjum síðasta sólarhringinn sem hann fann fyrir á miðvikudagskvöld, í 3-1 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi: „Þetta var svolítið óþægilegt. Ég fann fyrir verk í bringunni í byrjun seinni hálfleiks og svo var þetta þannig út kvöldið og aðeins um morguninn eftir. Þetta er farið núna og vonandi kemur þetta ekki aftur svo ég geti spilað leikinn á morgun. Mér var svolítið brugðið, sérstaklega því þetta er nýbúið að gerast í fjölskyldunni. Blóðpabbi minn fékk hjartaáfall og er að „recovera“ núna. Það var eina ástæðan fyrir því að við fórum í öll þessi tékk, til að vera öruggir. En núna er ég bara góður. Ég þarf þó að byrja rólega og sjá hvernig bringan tekur við sér. Við tökum eitt skref í einu,“ segir Ísak. „Það verða læti og við verðum að vera tilbúnir“ Eins og fyrr segir á Ísland fína möguleika á að komast í EM-umspil en til þess þarf liðið að vinna Kýpur og treysta á að Portúgal vinni Grikkland á sama tíma annað kvöld: „Við vonum að Portúgal taki þetta en við einbeitum okkur bara að okkar leik því það er eini leikurinn sem við getum stjórnað. Við förum á fullu í þennan leik og vonandi fer hinn svo eins og við viljum fara. Ég býst við hörkuleik. Ég held að Kýpverjarnir verði grjótharðir og komi af fullum krafti í pressu. Það verða læti og við verðum að vera tilbúnir í það en við munum gefa okkur alla í þetta og vonandi förum við með sigur heim,“ segir Ísak, spenntur fyrir möguleikanum á að komast í lokakeppni EM en það hefur íslenska U21-landsliðið tvívegis í sögunni afrekað: „Ég held að það sé spenna í hópnum. Það er mjög stórt að komast á EM en við tökum bara einn leik í einu og svo kemur „hitt“ vonandi í kjölfarið á því.“ Leikur Íslands og Kýpur fer fram á Víkingsvelli og hefst á laugardagskvöld klukkan 19:15. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala á leikinn er á tix.is.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira