Segir Íslendinga hlutfallslega heimsmeistara í steypunotkun Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. júní 2022 22:20 Magnús Rannver segir Íslendinga heimsmeistara í steypunotkun og einhverja mestu umhverfisssóða í Evrópu þegar kemur að mannvirkjagerð. Vísir/Vilhelm Magnús Rannver Rafnsson, verkfræðingur, segir að losun af hálfu mannvirkjagerðar sé gróflega vametin og þar sé efnisnotkun stærsti þátturinn. Hann segir Íslendinga hlutfallslega heimsmeistara í steypunotkun og telur þjóðina einhverja mestu umhverfissóða í Evrópu þegar kemur að mannvirkjagerð. Magnús greindi frá þessu í viðtali á Sprengisandi í dag. Hann segir að losun af hálfu mannvirkjagerðar sé miklu stærra mál en losun af völdum umferðar og að um 40% af gróðurhúslaofttegundum sem skapa hnattræna hlýnun komi úr mannvirkjagerð. „Ég hef einfaldað það með því að tala um steypu, stál og grjót því það er uppistaðan í þessu. Það er mest losun í efnisnotkun, efninu sem fer í mannvirkjun. Það er líka losun í rekstri og flutningi en þetta er stærsti þátturinn,“ segir Magnús. Hann segir að ef við ætlum að bregðast við hlýnun jarðar þá þurfi að fara að hugsa betur hvaða efni og aðferðir við notum af því að: „Það er ekkert langt síðan að þýskir vísindamenn bentu á að ef við höldum svona áfram í mannvirkjagerð þá erum við ekkert að horfa á 1,5 gráðu hlýnun heldur meira svona 7 til 8 gráðu hlýnun.“ Heimsmeistarar í steypunotkun og umhverfissóðar Jafnframt heldur hann því fram að Íslendingar séu einhverjir mestu umhverfissóðar í Evrópu þegar kemur að mannvirkjagerð. „Það eru ekki til neinar nýjar rannsóknir á þessu en það eru þó til gamlar rannsóknir frá Háskóla Íslands sem sýna að efnisnotkun í íslenskum mannvirkjum er langt yfir Evrópu-meðaltölum,“ segir hann. Það helgist af því hvað Íslendingar noti mikið af steypu, miklu meira en flestar aðrar Evrópuþjóðir í húsbyggingar og í þokkabót noti þeir steypu á annan hátt en aðrar þjóðir gera. „Aðrar þjóðir forsteypa sín mannvirki meira og minna í hagnýtum verksmiðju þar sem er hægt að ná fram hagkvæmni, gæðum og hraða en við notum lítið af byggingaeiningum og staðsteypum mikið. Og erum alveg pikkföst í því að staðsteypa allt mögulegt og ómögulegt,“ bætir hann við. Þess vegna séum við tilneydd til að nota steypu hlutfallslega meira heldur en ella. „Með þessum rökum er hægt að sjá, að við erum sennilega heimsmeistarar í þessu, hlutfallslega, eins og við erum oft. Við erum líka oft best hlutfallslega, en ekki þarna,“ segir hann. Eftirbátar annarra þjóða Magnús segir að við séum langt á eftir öðrum Norðurlöndum á ýmsum sviðum, það tengist vinnulagi að einhverju leyti. Við gefum okkur of lítinn tíma í hönnun og nýsköpun, við séum of föst í því gamla. Sömuleiðis notum við mikið meiri steypu en aðrar Norðurlandaþjóðir en minna af timbri. Þá segir hann að það sé mikið talað um sjálfbærar byggingar og vottanir en það sem komi af færibandinu sé mest megnis nákvæmlega það sama og við höfum verið að gera undanfarin 30 ár. Það hafi því lítið breyst. Hann segir að ef við ætlum að reyna að eiga við loftslagsvánna þá verðum við að reyna að breyta þeim aðferðum og efnivið sem við notum. Það séu ýmsir möguleikar í boði en þeir krefjist þróunar, nýsköpunar og að menn gefi hönnunarvinnu og undirbúningi meiri gaum. Byggingariðnaður Loftslagsmál Tengdar fréttir Útblástur, rammaáætlun og Logi Einars til umræðu í Sprengisandi Útblástur mannvirkjagerðar, rammaáætlun, brotthvarf Loga Einarssonar úr formannsstól Samfylkingarinnar og samkeppnismál verða til umræðu í Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst klukkan 10. 19. júní 2022 10:00 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Magnús greindi frá þessu í viðtali á Sprengisandi í dag. Hann segir að losun af hálfu mannvirkjagerðar sé miklu stærra mál en losun af völdum umferðar og að um 40% af gróðurhúslaofttegundum sem skapa hnattræna hlýnun komi úr mannvirkjagerð. „Ég hef einfaldað það með því að tala um steypu, stál og grjót því það er uppistaðan í þessu. Það er mest losun í efnisnotkun, efninu sem fer í mannvirkjun. Það er líka losun í rekstri og flutningi en þetta er stærsti þátturinn,“ segir Magnús. Hann segir að ef við ætlum að bregðast við hlýnun jarðar þá þurfi að fara að hugsa betur hvaða efni og aðferðir við notum af því að: „Það er ekkert langt síðan að þýskir vísindamenn bentu á að ef við höldum svona áfram í mannvirkjagerð þá erum við ekkert að horfa á 1,5 gráðu hlýnun heldur meira svona 7 til 8 gráðu hlýnun.“ Heimsmeistarar í steypunotkun og umhverfissóðar Jafnframt heldur hann því fram að Íslendingar séu einhverjir mestu umhverfissóðar í Evrópu þegar kemur að mannvirkjagerð. „Það eru ekki til neinar nýjar rannsóknir á þessu en það eru þó til gamlar rannsóknir frá Háskóla Íslands sem sýna að efnisnotkun í íslenskum mannvirkjum er langt yfir Evrópu-meðaltölum,“ segir hann. Það helgist af því hvað Íslendingar noti mikið af steypu, miklu meira en flestar aðrar Evrópuþjóðir í húsbyggingar og í þokkabót noti þeir steypu á annan hátt en aðrar þjóðir gera. „Aðrar þjóðir forsteypa sín mannvirki meira og minna í hagnýtum verksmiðju þar sem er hægt að ná fram hagkvæmni, gæðum og hraða en við notum lítið af byggingaeiningum og staðsteypum mikið. Og erum alveg pikkföst í því að staðsteypa allt mögulegt og ómögulegt,“ bætir hann við. Þess vegna séum við tilneydd til að nota steypu hlutfallslega meira heldur en ella. „Með þessum rökum er hægt að sjá, að við erum sennilega heimsmeistarar í þessu, hlutfallslega, eins og við erum oft. Við erum líka oft best hlutfallslega, en ekki þarna,“ segir hann. Eftirbátar annarra þjóða Magnús segir að við séum langt á eftir öðrum Norðurlöndum á ýmsum sviðum, það tengist vinnulagi að einhverju leyti. Við gefum okkur of lítinn tíma í hönnun og nýsköpun, við séum of föst í því gamla. Sömuleiðis notum við mikið meiri steypu en aðrar Norðurlandaþjóðir en minna af timbri. Þá segir hann að það sé mikið talað um sjálfbærar byggingar og vottanir en það sem komi af færibandinu sé mest megnis nákvæmlega það sama og við höfum verið að gera undanfarin 30 ár. Það hafi því lítið breyst. Hann segir að ef við ætlum að reyna að eiga við loftslagsvánna þá verðum við að reyna að breyta þeim aðferðum og efnivið sem við notum. Það séu ýmsir möguleikar í boði en þeir krefjist þróunar, nýsköpunar og að menn gefi hönnunarvinnu og undirbúningi meiri gaum.
Byggingariðnaður Loftslagsmál Tengdar fréttir Útblástur, rammaáætlun og Logi Einars til umræðu í Sprengisandi Útblástur mannvirkjagerðar, rammaáætlun, brotthvarf Loga Einarssonar úr formannsstól Samfylkingarinnar og samkeppnismál verða til umræðu í Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst klukkan 10. 19. júní 2022 10:00 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Útblástur, rammaáætlun og Logi Einars til umræðu í Sprengisandi Útblástur mannvirkjagerðar, rammaáætlun, brotthvarf Loga Einarssonar úr formannsstól Samfylkingarinnar og samkeppnismál verða til umræðu í Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst klukkan 10. 19. júní 2022 10:00
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent