Í grein The Mail on Sunday sagði að Harry og eiginkona hans Meghan Markle hafi reynt að halda deilum sínum við bresku konungsfjölskylduna vegna öryggisgæslumála þeirra hjóna leyndum.
Hertoginn Harry og eiginkona hans, Meghan Markle hertogynjan af Sussex, hafa átt í deilum vegna öryggismála í tengslum við fyrirhugaðar heimsóknir til Bretlandseyja. Þau vilja sjálf greiða fyrir gæslu fjölskyldunnar þegar þau eru í Bretlandi í stað þess að skattgreiðendur þurfi að borga brúsann.
Lögfræðingar Harry hafa sagt að ómögulegt sé fyrir hertogann og fjölskyldu hans að koma heim til Bretlands því það sé of hættulegt. Fjölskyldan hefur átt í deilum við stjórnvöld vegna þessa.
Í frétt The Mirror um málið segir að greinin hafi verið villandi og gefið í skyn að Harry hefði reynt að fegra afstöðu sína í málinu með því að hylma yfir það.