Símamótið farið vel fram í alls konar veðráttu Árni Sæberg skrifar 10. júlí 2022 11:22 Nokkur væta hefur verið íþróttasvæði Breiðabliks í Kópavogi um helgina. Svo var líka árið 2019, þegar þessi mynd var tekin á mótinu. Vísir/Vilhelm Stærsta knattspyrnumót landsins, Símamótið í Kópavogi, klárast í dag. Mikil stemning hefur ríkt á svæðinu um helgina þar sem upprennandi knattspyrnustjörnur hafa leikið listir sínar. Að sögn Jóhanns Þórs Jóhannssonar, formanns barna- og unglingaráðs hjá Breiðabliki, hefur mótið farið vel fram þótt veðurguðirnir hafi ekki verið með keppendum í liði um helgina. „Við fengum allar útgáfur, við fengum rok og rigningu, við fengum sól og hita. En fyrst og fremst hefur verið sól í hjarta hjá öllum okkar leikmönnum,“ segir hann. Símamótið var sett á fimmtudaginn þegar Jón Jónsson skemmti stelpnahafi sem lét rigningu ekkert á sig fá og skemmti sér konunglega. Jóhann Þór segir að nokkru færri hafi sótt mótið í ár en í fyrra. Það eigi sér þó eðlilegar skýringar. „Það eru greinilega margir í útlöndum eftir að Covid létt en á mótinu í fyrra sáum við algjöran metþátttökufjölda, bæði hjá iðkendum og aðstandendum sem mættu og sáu stelpurnar leika. Það er greinilega einhver ferðahugur í fólki þannig það eru aðeins færri á svæðinu núna. Landsliðskonur hvetja framtíðararftaka sína áfram Jóhann Þór segir EM kvenna í knattspyrnu setja svip sinn á mótið. „Það er mikil EM-stemning á svæðinu. Við erum með hvatningu frá landsliðinu, „Komdu með stuðninginn“ stendur hér á fánum og plakötum. Það er mikill hugur í stelpunum að fylgjast með,“ segir hann Landsliðskonur hafi reglulega sent stelpunum hvatningarskilaboð frá Englandi til þess að hvetja stelpurnar áfram. „Það er algjörlega frábært hvernig landsliðsstelpurnar eru með hugann líka við Símamótið, þar sem þær margar hverjar stigu sín fyrstu skref,“ segir Jóhann Þór. Langstærsta knattspyrnumót landsins Jóhann Þór segir að Símamótið sé stærsti einstaki íþróttaviðburður landsins. „Í ár eru 2.862 stelpur að keppa, þær spila 1.684 leiki og það eru 432 lið frá 39 félagsliðum,“ segir hann. Svo stórt mót væri ekki hægt að halda ef ekki væri fyrir gott bakland sem Breiðablik á í sjálfboðaliðum. „Við erum að manna hér 430 vaktir sjálfboðaliða. Auk þess eru um tvö hundruð dómarar að dæma leiki alla helgina,“ segir Jóhann. Að lokum nefnir hann að Breiðablik sé þakklátt fyrir góðan stuðning styrktaraðila og Kópavogsbæjar. Án hans væri ekki hægt að halda mótið. Íþróttir barna Börn og uppeldi Kópavogur Veður Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Sjá meira
Að sögn Jóhanns Þórs Jóhannssonar, formanns barna- og unglingaráðs hjá Breiðabliki, hefur mótið farið vel fram þótt veðurguðirnir hafi ekki verið með keppendum í liði um helgina. „Við fengum allar útgáfur, við fengum rok og rigningu, við fengum sól og hita. En fyrst og fremst hefur verið sól í hjarta hjá öllum okkar leikmönnum,“ segir hann. Símamótið var sett á fimmtudaginn þegar Jón Jónsson skemmti stelpnahafi sem lét rigningu ekkert á sig fá og skemmti sér konunglega. Jóhann Þór segir að nokkru færri hafi sótt mótið í ár en í fyrra. Það eigi sér þó eðlilegar skýringar. „Það eru greinilega margir í útlöndum eftir að Covid létt en á mótinu í fyrra sáum við algjöran metþátttökufjölda, bæði hjá iðkendum og aðstandendum sem mættu og sáu stelpurnar leika. Það er greinilega einhver ferðahugur í fólki þannig það eru aðeins færri á svæðinu núna. Landsliðskonur hvetja framtíðararftaka sína áfram Jóhann Þór segir EM kvenna í knattspyrnu setja svip sinn á mótið. „Það er mikil EM-stemning á svæðinu. Við erum með hvatningu frá landsliðinu, „Komdu með stuðninginn“ stendur hér á fánum og plakötum. Það er mikill hugur í stelpunum að fylgjast með,“ segir hann Landsliðskonur hafi reglulega sent stelpunum hvatningarskilaboð frá Englandi til þess að hvetja stelpurnar áfram. „Það er algjörlega frábært hvernig landsliðsstelpurnar eru með hugann líka við Símamótið, þar sem þær margar hverjar stigu sín fyrstu skref,“ segir Jóhann Þór. Langstærsta knattspyrnumót landsins Jóhann Þór segir að Símamótið sé stærsti einstaki íþróttaviðburður landsins. „Í ár eru 2.862 stelpur að keppa, þær spila 1.684 leiki og það eru 432 lið frá 39 félagsliðum,“ segir hann. Svo stórt mót væri ekki hægt að halda ef ekki væri fyrir gott bakland sem Breiðablik á í sjálfboðaliðum. „Við erum að manna hér 430 vaktir sjálfboðaliða. Auk þess eru um tvö hundruð dómarar að dæma leiki alla helgina,“ segir Jóhann. Að lokum nefnir hann að Breiðablik sé þakklátt fyrir góðan stuðning styrktaraðila og Kópavogsbæjar. Án hans væri ekki hægt að halda mótið.
Íþróttir barna Börn og uppeldi Kópavogur Veður Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Sjá meira