Erlendir miðlar fjalla um hýsingu haturssíðu á Íslandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júlí 2022 06:23 Skjáskot af síðunni. Miðlar í Bandaríkjunum og Ísrael fjölluðu í gær um beiðni sem samtökin Anti-Defamation League sendu stjórnvöldum á Íslandi á miðvikudag en þar eru þau hvött til að beita sér fyrir því að vefsíðu sem beinist gegn gyðingum og hýst er á Íslandi verði lokað. Um er að ræða vefsíðuna The Mapping Project, þar sem finna má gagnvirkt kort af Massachusetts þar sem merktar eru inn nærri 500 stofnanir sem eru sakaðar um aðkomu að ýmsum misgjörðum; þjóðernishreinsunum, nýlendustefnu og Zíonisma. Vefsíðan er hýst hjá fyrirtækinu 1984. Í bréfi ADL til utanríkisráðuneytisins segir meðal annars að samtökin hafi komið áhyggjum sínum á framfæri við sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og íslensk lögregluyfirvöld en hafi ekki fengið almennileg svör. Þá segjast samtökin harma áhugaleysi íslenskra embættismann gagnvart þessari ógn gegn gyðingum. Erlendir miðlar hafa eftir Sveini Guðmarssyni, fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðuneytisins, að yfirvöld á Íslandi muni vinna með kollegum sínum í Bandaríkjunum ef þess verður óskað en stjórnvöld hafi ekki heimild til að rannsaka glæpi sem beinast gegn einstaklingum í öðrum ríkjum. Talsmaður Alríkislögreglunnar í Boston, sem hefur áður sagst hafa málið til rannsóknar, vildi ekki tjá sig við bandaríska miðla þegar eftir því var leitað í gær. Þá er vitnað til fyrri ummæla forsvarsmanna 1984 um að fyrirtækið hýsi ekki síður sem hvetja til ofbeldis, hryðjuverka eða haturs. Á umræddri vefsíðu, Mapping Project, segir að tilgangurinn með henni sé að öðlast dýpri skilning á stuðningi stofnana í Massachusett við „nýlenduvæðingu“ Palestínu og þann skaða sem hún hefur valdið. Þá er á síðunni haft í hótunum gegn umræddum stofnunum, undir rós. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ADL koma óánægju sinni á framfæri við yfirvöld á Íslandi en þau mótmæltu meðal annars harðlega frumvarpi sem bannaði umskurð drengja. Bandaríkin Ísrael Kynþáttafordómar Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Um er að ræða vefsíðuna The Mapping Project, þar sem finna má gagnvirkt kort af Massachusetts þar sem merktar eru inn nærri 500 stofnanir sem eru sakaðar um aðkomu að ýmsum misgjörðum; þjóðernishreinsunum, nýlendustefnu og Zíonisma. Vefsíðan er hýst hjá fyrirtækinu 1984. Í bréfi ADL til utanríkisráðuneytisins segir meðal annars að samtökin hafi komið áhyggjum sínum á framfæri við sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og íslensk lögregluyfirvöld en hafi ekki fengið almennileg svör. Þá segjast samtökin harma áhugaleysi íslenskra embættismann gagnvart þessari ógn gegn gyðingum. Erlendir miðlar hafa eftir Sveini Guðmarssyni, fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðuneytisins, að yfirvöld á Íslandi muni vinna með kollegum sínum í Bandaríkjunum ef þess verður óskað en stjórnvöld hafi ekki heimild til að rannsaka glæpi sem beinast gegn einstaklingum í öðrum ríkjum. Talsmaður Alríkislögreglunnar í Boston, sem hefur áður sagst hafa málið til rannsóknar, vildi ekki tjá sig við bandaríska miðla þegar eftir því var leitað í gær. Þá er vitnað til fyrri ummæla forsvarsmanna 1984 um að fyrirtækið hýsi ekki síður sem hvetja til ofbeldis, hryðjuverka eða haturs. Á umræddri vefsíðu, Mapping Project, segir að tilgangurinn með henni sé að öðlast dýpri skilning á stuðningi stofnana í Massachusett við „nýlenduvæðingu“ Palestínu og þann skaða sem hún hefur valdið. Þá er á síðunni haft í hótunum gegn umræddum stofnunum, undir rós. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ADL koma óánægju sinni á framfæri við yfirvöld á Íslandi en þau mótmæltu meðal annars harðlega frumvarpi sem bannaði umskurð drengja.
Bandaríkin Ísrael Kynþáttafordómar Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira