Fótbolti

Aron Sig hafði betur í seinni Ís­­lendinga­slag dagsins í dönsku úr­­vals­­deildinni

Atli Arason skrifar
Aron Sigurðarson fer með nýliðum Horsens upp í 2. sæti deildarinnar eftir sigur á meisturum FCK.
Aron Sigurðarson fer með nýliðum Horsens upp í 2. sæti deildarinnar eftir sigur á meisturum FCK. Horsens Folkeblad

Nýliðar Horsens gerðu sér lítið fyrir og unnu dönsku meistarana í FCK á þeirra eigin heimavelli í fyrstu umferð deildarinnar, 0-1.

Aron Sigurðarson var í byrjunarliði Horsens og spilaði fram að 77. mínútu þegar honum var skipt af leikvelli.

Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson voru byrjuðu báðir hjá FCK, Hákon lék allan leikin en Ísak fékk 66. mínútur. Orri Steinn Óskarsson og Galdur Guðmundsson voru ekki í leikmannahóp FCK í dag.

Lubambo Musonda skoraði eina mark leiksins á 61. mínútu.

Næsti leikur Horsens er gegn Frey Alexandersyni og lærisveinum hans í Lyngby mánudaginn 25 júlí. FCK fer degi fyrr í heimsókn til Álaborgar.

Upplýsingar um markaskorara og framþróun leiks koma af vefsíðu Flashscore


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×