Réttað var yfir al-Shehab þegar hún ferðaðist heim frá Englandi í frí, fyrir sérstökum hryðjuverkadómstól. Hún var upphaflega dæmd í sex ára fangelsi fyrir að nota vefsíðu til að grafa undan þjóðaröryggi en áfrýjunardómstóll þyngdi refsinguna í 34 ár.
Report I #SaudiArabia: 34 years sentence against the women's right activist #SalmaAlShehab
— ESOHR (@ESOHumanRightsE) August 16, 2022
Read here: https://t.co/1S7sMV0gxY pic.twitter.com/ATjTREgxJM
Lítið bendir til þess að stjórnvöldum í Sádi Arabíu hafi staðið mikil ógn af al-Shehab, sem er með um 2.600 fylgjendur á Twitter og 160 á Instagram. Þó er um að ræða þyngsta fangelsisdóminn yfir aðgerðasinna í sögu Sádi Arabíu.
Dómurinn hefur verið harðlega gagnrýndur og kallað er eftir því að Joe Biden Bandaríkjaforseti, sem heimsótti Sádi Arabíu á dögunum, fordæmi hann og beiti sér fyrir því að al-Shehab fái að snúa aftur til fjölskyldu sinnar á Englandi.