Sakar Niemann um enn meira svindl Bjarki Sigurðsson skrifar 26. september 2022 20:24 Magnus Carlsen hætti á Sinquefield-skákmótinu eftir að hafa teflt við Hans Niemann. Getty/Dean Mouhtaropoulos Magnus Carlsen sendi fyrr í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna viðureignar hans við Hans Niemann á Sinquefield-skákmótinu fyrr í mánuðinum. Hann segist vera pirraður og sakar Niemann um enn meira svindl. Það vakti mikla athygli þegar norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hætti keppni á Sinquefield-skákmótinu eftir að hafa tapað gegn ungstirninu Hans Niemann. Með sigri Niemann batt hann enda á 53 viðureigna sigurgöngu Carlsen. Stuttu eftir að Carlsen hætti á mótinu birti hann færslu á Twitter þar sem hann gaf í skyn að Niemann hafi svindlað. Hann gæti þó ekki tjáð sig um það því þá væri hann að koma sér í vandræði. Málið hefur verið á allra vörum síðustu vikur og sökuðu einhverjir Niemann um að hafa nýtt sér hjálpartæki ástarlífsins til að svindla. Í kvöld birti Carlsen svo yfirlýsingu á Twitter þar sem hann ræðir hvers vegna hann hætti á mótinu. Hann segir að svindl í skák sé stórmál og mikil ógn við skákheiminn. Hann segir að um leið og Niemann hafi verið boðið að tefla á mótinu hafi hann íhugað að hætta enda á Niemann sér svindlsögu. „Ég tel að Niemann hafi svindlað meira, og fyrir skemmri tíma, en hann hefur viðurkennt opinberlega. Framfarir hans við borðið hafa verið óvenjulegar og á meðan við tefldum leið mér eins og hann væri ekki stressaður eða að einbeita sér að leiknum á mikilvægum stöðum,“ segir Carlsen. Hann segir að það geti örfáir í heiminum spilað betur en hann sjálfur þegar þeir eru með svart og leikur þeirra hafi einungis ýtt undir efa sinn um Niemann. „Við verðum að gera eitthvað út af svindli, og að mínu mati héðan í frá, þá vil ég ekki tefla gegn fólki sem hefur ítrekað svindlað áður, því ég veit ekki hvað það gæti gert í framtíðinni,“ segir Carlsen. My statement regarding the last few weeks. pic.twitter.com/KY34DbcjLo— Magnus Carlsen (@MagnusCarlsen) September 26, 2022 Hann segist ekki geta tjáð sig meira þar til Niemann leyfir honum að segja allt sem hann vill segja. Hingað til hafi hann einungis getað tjáð sig með gjörðum og að þær gjörðir sýni að hann vilji alls ekki tefla gegn Niemann. „Ég vona að sannleikurinn komi í ljós, hver sem hann er,“ segir Carlsen að lokum. Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Fleiri fréttir QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Sjá meira
Það vakti mikla athygli þegar norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hætti keppni á Sinquefield-skákmótinu eftir að hafa tapað gegn ungstirninu Hans Niemann. Með sigri Niemann batt hann enda á 53 viðureigna sigurgöngu Carlsen. Stuttu eftir að Carlsen hætti á mótinu birti hann færslu á Twitter þar sem hann gaf í skyn að Niemann hafi svindlað. Hann gæti þó ekki tjáð sig um það því þá væri hann að koma sér í vandræði. Málið hefur verið á allra vörum síðustu vikur og sökuðu einhverjir Niemann um að hafa nýtt sér hjálpartæki ástarlífsins til að svindla. Í kvöld birti Carlsen svo yfirlýsingu á Twitter þar sem hann ræðir hvers vegna hann hætti á mótinu. Hann segir að svindl í skák sé stórmál og mikil ógn við skákheiminn. Hann segir að um leið og Niemann hafi verið boðið að tefla á mótinu hafi hann íhugað að hætta enda á Niemann sér svindlsögu. „Ég tel að Niemann hafi svindlað meira, og fyrir skemmri tíma, en hann hefur viðurkennt opinberlega. Framfarir hans við borðið hafa verið óvenjulegar og á meðan við tefldum leið mér eins og hann væri ekki stressaður eða að einbeita sér að leiknum á mikilvægum stöðum,“ segir Carlsen. Hann segir að það geti örfáir í heiminum spilað betur en hann sjálfur þegar þeir eru með svart og leikur þeirra hafi einungis ýtt undir efa sinn um Niemann. „Við verðum að gera eitthvað út af svindli, og að mínu mati héðan í frá, þá vil ég ekki tefla gegn fólki sem hefur ítrekað svindlað áður, því ég veit ekki hvað það gæti gert í framtíðinni,“ segir Carlsen. My statement regarding the last few weeks. pic.twitter.com/KY34DbcjLo— Magnus Carlsen (@MagnusCarlsen) September 26, 2022 Hann segist ekki geta tjáð sig meira þar til Niemann leyfir honum að segja allt sem hann vill segja. Hingað til hafi hann einungis getað tjáð sig með gjörðum og að þær gjörðir sýni að hann vilji alls ekki tefla gegn Niemann. „Ég vona að sannleikurinn komi í ljós, hver sem hann er,“ segir Carlsen að lokum.
Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Fleiri fréttir QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Sjá meira