Er með tvo af eigendum liðsins í leikmannahópnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. október 2022 07:01 Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni. Eignarhaldið þar er ekki eins og hjá flestum öðrum fótboltafélögum. Lars Ronbog/Getty Images Freyr Alexandersson, þjálfari danska fótboltafélagsins Lyngby, var gestur í hlaðvarpinu Chess After Dark á dögunum. Fór Freyr yfir víðan völl, og nefndi meðal annars þá staðreynd að þegar hann stýrði Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð voru tveir af eigendum liðsins í leikmannahópi félagsins. Eru þeir þar enn þó annar sé meiddur sem stendur. Freyr stýrði Lyngby upp í úrvalsdeildina í fyrstu tilraun en það virðist ekki eiga mikla möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Eftir 13 umferðir er liðið með aðeins fimm stig og á enn eftir að vinna leik. Í gærkvöld, föstudag, tapaði Lyngby 0-2 á heimavelli gegn Álaborg. Það kemur ef til vill ekki á óvart að Lyngby sitji á botninum þar sem liðið er langt á eftir öðrum liðum deildarinnar þegar kemur að fjármagni. Raunar er það þannig að nokkur lið í B-deildinni eru með meira á milli handanna en Freyr og félagar. Ástæðan er sú að fyrir fjórum árum þá fór Lyngby á hausinn. Til að bjarga félaginu þá keyptu fjársterkir aðilar það og settu allskyns fjárhagsreglur svo sagan gæti ekki endurtekið sig. Þar af voru tveir menn sem voru enn að spila fótbolta. Í hlaðvarpinu fer Freyr yfir sitt fyrsta tímabil með félagið þar sem fram kemur að hann hafi eytt litlu sem engu i leikmenn og þá staðreynd að tveir af leikmönnum liðsins hafi verið í leikmannahópi þess. Breiðhyltingarnir í liði Lyngby.Lyngby „Við kaupum Sævar Atla [Magnússon] á mjög sanngjarnt verð fyrir klúbbinn. Leiknir Reykjavík fékk ekki háa fjárhæð fyrir hann en vonandi eitthvað ef við seljum hann lengra. Annars kaupi ég ekkert í byrjun en leigi svo Andreas Bjelland frá FC Kaupmannahöfn, hann var kominn í kælinn þar. Er uppalinn í Lyngby, 33 ára og geggjaður leikmaður.“ „Það var himnasending fyrir mig, að fá hann. Hann er einn af eigendum klúbbsins, þannig ég er með einn af eigendunum í leikmannahópnum. Svo var ég með annan, Brian Hämäläinen, sem er búinn að vera á bekknum síðustu fimm leiki. Hann er líka í eignarhaldinu, 33 ára gamall. Það er ekkert vesen, hann er svo flottur. Hann sættir sig við hlutverk og gerir það upp á tíu.“ „Það er ýmislegt svona, ég er bara þjálfari liðsins og geri það sem er best fyrir liðið,“ sagði Freyr að endingu um þessa skemmtilegu staðreynd. Hlaðvarpið í heild sinni má hlusta á hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Freyr stýrði Lyngby upp í úrvalsdeildina í fyrstu tilraun en það virðist ekki eiga mikla möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Eftir 13 umferðir er liðið með aðeins fimm stig og á enn eftir að vinna leik. Í gærkvöld, föstudag, tapaði Lyngby 0-2 á heimavelli gegn Álaborg. Það kemur ef til vill ekki á óvart að Lyngby sitji á botninum þar sem liðið er langt á eftir öðrum liðum deildarinnar þegar kemur að fjármagni. Raunar er það þannig að nokkur lið í B-deildinni eru með meira á milli handanna en Freyr og félagar. Ástæðan er sú að fyrir fjórum árum þá fór Lyngby á hausinn. Til að bjarga félaginu þá keyptu fjársterkir aðilar það og settu allskyns fjárhagsreglur svo sagan gæti ekki endurtekið sig. Þar af voru tveir menn sem voru enn að spila fótbolta. Í hlaðvarpinu fer Freyr yfir sitt fyrsta tímabil með félagið þar sem fram kemur að hann hafi eytt litlu sem engu i leikmenn og þá staðreynd að tveir af leikmönnum liðsins hafi verið í leikmannahópi þess. Breiðhyltingarnir í liði Lyngby.Lyngby „Við kaupum Sævar Atla [Magnússon] á mjög sanngjarnt verð fyrir klúbbinn. Leiknir Reykjavík fékk ekki háa fjárhæð fyrir hann en vonandi eitthvað ef við seljum hann lengra. Annars kaupi ég ekkert í byrjun en leigi svo Andreas Bjelland frá FC Kaupmannahöfn, hann var kominn í kælinn þar. Er uppalinn í Lyngby, 33 ára og geggjaður leikmaður.“ „Það var himnasending fyrir mig, að fá hann. Hann er einn af eigendum klúbbsins, þannig ég er með einn af eigendunum í leikmannahópnum. Svo var ég með annan, Brian Hämäläinen, sem er búinn að vera á bekknum síðustu fimm leiki. Hann er líka í eignarhaldinu, 33 ára gamall. Það er ekkert vesen, hann er svo flottur. Hann sættir sig við hlutverk og gerir það upp á tíu.“ „Það er ýmislegt svona, ég er bara þjálfari liðsins og geri það sem er best fyrir liðið,“ sagði Freyr að endingu um þessa skemmtilegu staðreynd. Hlaðvarpið í heild sinni má hlusta á hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira