Svartfjallaland vann góðan fjögurra marka sigur á Þýskalandi í X-riðli, lokatölur 29-25. Đurđina Jauković var markahæst í sigurliðinu með níu mörk á meðan Alina Grijseels og Emily Bölk skoruðu sjö mörk hvor í liði Þýskalands.
Pólland vann Spán með minnsta mun, 22-21. Sigurinn kemur Póllandi á blað D-riðli með einn sigur eftir tvær umferðar á meðan Spánn er án stiga. Svartfjallaland er á toppi riðilsins með fjögur stig en Þýskaland er í þriðja sæti eftir leiki dagsins.
Holland gjörsigraði Norður-Makedóníu með fimmtán marka mun í C-riðli, lokatölur 30-15. Inger Smits var markahæst með sjö mörk í liði Hollands.
Frakkland vann mjög svo þægilegan fjórtán marka sigur á Rúmeníu í sama riðli, lokatölur 35-21. Estelle Nze Mink var markahæst í liði Frakklands með sex mörk.
Staðan í C-riðli er þannig að Frakkland og Holland eru með fullt hús stiga á meðan Rúmenía og Norður-Makedónía eru án stiga.