D-riðill á HM í Katar: Greið leið fyrir Mbappé og Eriksen Sindri Sverrisson skrifar 14. nóvember 2022 10:59 Kylian Mbappé sló endanlega í gegn á HM í Rússlandi og fékk að kyssa gullstyttuna. Hann mætir til Katar sem verðmætasti leikmaður heims. Getty/Xavier Laine Frakkland og Danmörk tefla bæði fram afar sterkum liðum sem gætu náð langt á HM í Katar. Liðin ættu aðeins að þurfa lágmarksskammt af svita og blóði til að komast upp úr D-riðli og í 16-liða úrslitin. Vísir telur niður í heimsmeistaramótið í Katar sem hefst 20. nóvember næstkomandi. Í síðustu viku og næstu daga tökum við fyrir einn riðil í keppninni á hverjum degi og að þessu sinni er það D-riðillinn sem fær á sig sviðsljósið. Frakkar eru ríkjandi heimsmeistarar og Danir búnir að sýna hvað í þá er spunnið með því að komast í undanúrslit á EM í fyrra og afar sannfærandi undankeppni. Á sama tíma hafa lið Túnis og Ástralíu aldrei gert neinar rósir á HM og öfugt við hin tvö liðin þá skriðu þessar þjóðir með miklum naumindum inn á mótið í Katar. Þjóðirnar í D-riðlinum: Frakkland er á sínu sextánda HM og því sjöunda í röð Danmörk er á sínu sjötta HM og því öðru í röð Ástralía er á sínu sjötta HM og því fimmta í röð Túnis er á sínu sjötta HM og því öðru í röð - Besti árangur þjóðanna í D-riðli í HM sögunni: Frakkland: Tvisvar heimsmeistari (1998 og 2018) Danmörk: Átta liða úrslit (1998) Ástralía: Sextán liða úrslit (2006) Túnis: Með í riðlakeppninni (1978, 1988, 2002, 2006, 2018) Auk þess að hafa komist í undanúrslit á EM í fyrra, þrátt fyrir hjartastopp Christians Eriksen, sýndu Danir mikla yfirburði í sínum riðli í undankeppni HM. Þeir héldu þar marki sínu hreinu í fyrstu átta leikjunum og ljóst að það verður ekkert grín fyrir önnur lið að finna leiðina framhjá Kasper Schmeichel. Schmeichel er með fyrir framan sig afar sterka varnarlínu og miðjan hjá Dönum, með Eriksen og Pierre-Emile Höjbjerg innanborðs, er í sannkölluðum heimsklassa, en það er spurning hvort að það komi liðinu í koll að vera ekki með betri framherja. Christian Eriksen sneri aftur í danska landsliðið um leið og hann hafði jafnað sig eftir hjartastoppið á EM.Getty/Thor Wegner Danir og Frakkar munu eflaust komast upp úr D-riðlinum og að sama skapi berjast um að forðast að mæta Argentínu í 16-liða úrslitunum, enda líklega betri tilhugsun að mæta til dæmis Póllandi. Leikurinn á milli Dana og Frakka er í annarri umferð riðlakeppninnar, 26. nóvember. Frakkar hafa orðið fyrir miklum skakkaföllum en ef einhver þjóð ræður við það að missa út leikmenn þá eru það Frakkar. Þeir eru enn með tvo af allra, allra bestu sóknarmönnum heims í Kylian Mbappé og Karim Benzema, og frábæran markvörð í Hugo Lloris, en að ýmsu leyti hefur kvarnast úr liðinu sem varð heimsmeistari í Rússlandi fyrir fjórum árum. Ástralir þekkja það að fagna sigri í Katar því þar unnu þeir Perú í umspili á milli liða úr undankeppnunum í Asíu og Suður-Ameríku.Getty/Joe Allison Svona komust þjóðirnar í D-riðli á HM: 12. október 2021: Danmörk vann F-riðilinn í undankeppni UEFA 13. nóvember 2021: Frakkland vann D-riðilinn í undankeppni UEFA 29. mars 2022: Túnis vann Malí í umspilinu í undankeppni Afríku 29. mars 2022: Ástralía vann Perú í vítaspyrnukeppni í umspili liða úr undankeppni Asíu og Suður-Ameríku - Þjóðirnar á nýjasta styrkleikalista FIFA 4. sæti - Frakkland 10. sæti - Danmörk 30. sæti - Túnis 38. sæti - Ástralía Frakkar vonast eftir því að verða fyrstir til að vinna HM tvisvar í röð síðan að Brasilíu tókst það á HM 1958 og 1962. Stórt skarð er fyrir skildi hjá liðinu því N‘Golo Kanté, sennilega mikilvægasti leikmaður Frakka um árabil, missir af HM vegna meiðsla. Hið sama er að segja um félaga hans á miðjunni í Rússlandi, Paul Pogba, og miðvörðinn Presnel Kimpembe. Miðvörðurinn Raphael Varane er í hópnum þrátt fyrir meiðsli og Antonie Griezmann verður líklega í byrjunarliðinu þrátt fyrir að hafa verið mikið í hlutverki varamanns hjá Atlético Madrid. Paul Pogba og N'Golo Kanté voru á miðjunni hjá Frökkum þegar þeir urðu heimsmeistarar 2018 en eru báðir meiddir.Getty/Xavier Laine En Frakkar hafa einfaldlega slíkt úrval leikmanna að inn geta til að mynda komið ungir og frábærir miðjumenn úr Real Madrid og miðvörður sem slegið hefur í gegn með efsta liði ensku úrvalsdeildarinnar. Danir eru með gríðarlega öflugt og hungrað lið, og ef Kasper Dolberg eða Martin Braithwaite tekst að reima á sig markaskóna, og jafnvel ef það tekst ekki, er verðlaunasæti ekki óraunhæft markmið fyrir frændur vora. Túnis reiðir sig alfarið á varnarleikinn og hefur tekist býsna vel upp því liðið hefur haldið markinu hreinu í yfir helmingi síðustu 50 leikja sinna. Liðið þarf svo að reyna að koma boltanum fram á reynda og fljóta sóknarmenn sína, Youssef Msakni og Wahbi Khazri, en fyrir fram er ekki hægt að búast við miklu frá þeim. Youssef Msakni með andlitið í greipum sér eftir að Túnis komst inn á HM með því að slá út Malí í lok mars.Getty/Tnani Badreddine Túnisbúar hafa nefnilega aldrei komist upp úr riðlinum á HM og þrátt fyrir að hafa verið heppnir með drátt í umspilinu í Afríku rétt svo náðu þeir að merja Malí í tveggja leikja umspili, samtals 1-0 með hræðilegu sjálfsmarki Moussa Sissako. Ástralía skreið líka áfram inn á HM með því að vinna Perú í vítaspyrnukeppni í umspili á milli liða úr Asíu- og Suður-Ameríkukeppninni. Gullkynslóð Ástrala er farin en í liðinu eru reynslumiklir og ágætir leikmenn líkt og fyrirliðinn og markvörðurinn Mat Ryan, sem varði mark Brighton en er núna með Íslendingunum í FC Kaupmannahöfn, og miðjumennirnir Aaron Mooy og Ajdin Hrustic. Ástralía og Túnis þurfa að vonast eftir afar óvæntum úrslitum gegn Frakklandi eða Danmörku en ætla sér eflaust bæði sigur í innbyrðis leik sínum 26. nóvember. Didier Deschamps er einn þriggja sem unnið hafa HM bæði sem leikmaður og þjálfari. Hinir eru Mario Zagallo frá Brasilíu og Franz Beckenbauer frá Þýskalandi.Getty/Ian MacNicol Þjálfarar liðanna í D-riðlinum: Frakkland - Hinn 54 ára gamli Didier Deschamps hefur stýrt Frökkum frá árinu 2012 og unnið silfur á EM 2016 og svo gull á HM 2018. Hann var fyrirliði liðsins sem vann HM 1998 og EM 2000. Danmörk – Hinn fimmtugi Kasper Hjulmand tók við danska landsliðinu af Åge Hareide sumarið 2020 og stýrði því til undanúrslita á EM í fyrra þar sem liðið tapaði í framlengingu gegn Englandi. Túnis – Jalel Kadri heldur upp á 51 árs afmæli sitt í desember. Hann tók við Túnis á Afríkumótinu í janúar eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari liðsins og áður stýrt fjölda félagsliða í Túnis, Sádi-Arabíu og víðar. Ástralía – Hinn 59 ára gamli Graham Arnold er fyrrverandi landsliðsmaður Ástralíu og hefur lengi verið viðloðandi landsliðið sem aðstoðarþjálfari, bráðabirgðaþjálfari og þjálfari U23-landsliðsins. Hann tók við sem aðalþjálfari A-landsliðsins af Hollendingnum Bert van Marwijk í mars 2018. Karim Benzema sneri aftur í franska landsliðið í fyrra, eftir fimm ára fjarveru vegna fjárkúgunarhneykslismáls, og fór að skora mörk eins og hann gerir fyrir Real Madrid.Getty/Catherine Steenkeste Stærstu stjörnurnar: Kylian Mbappé (Frakklandi) – 23 ára sóknarmaður PSG sem sló eftirminnilega í gegn á HM fyrir fjórum árum þegar Frakkar urðu heimsmeistarar og þykir einn albesti leikmaður heims. Karim Benzema (Frakklandi) – 34 ára sóknarmaður Real Madrid sem hlaut Gullknöttinn í ár eftir að hafa leitt Madrídinga til sigurs í Meistaradeild Evrópu og spænsku deildinni. Christian Eriksen (Danmörku) – 30 ára miðjumaður Manchester United sem gengið hefur í endurnýjun lífdaga, bókstaflega, eftir að hafa hnigið niður í beinni útsendingu á EM í fyrrasumar. Pierre-Emile Höjbjerg (Danmörku) – 27 ára miðjumaður Tottenham sem verndar vörnina með krafti sínum og staðsetningu en getur einnig, eins og reyndar allir í danska liðinu, lúðrað boltanum almennilega á markið. Ef Eriksen er gangráðurinn þá er Höjbjerg hjartað í danska liðinu. Youssef Msakni (Túnis) – 32 ára kantmaður og liðsfélagi Arons Einars Gunnarssonar hjá Al-Arabi sem verður því á heimavelli í Katar, eftir að hafa misst af HM í Rússlandi vegna meiðsla. Wahbi Khazri (Túnis) - 31 árs kantmaður Montpellier í Frakklandi og næstmarkahæsti leikmaður í sögu Túnis. Ajdin Hrustic (Ástralíu) – 26 ára, sóknarsinnaður miðjumaður Hellas Verona sem hjálpaði Frankfurt að vinna Evrópudeildina á síðustu leiktíð. Aaron Moy (Ástralíu) – 32 ára miðjumaður Celtic í Skotlandi sem sneri aftur til Evrópu í sumar eftir að hafa verið kominn til Shanghai Port í Kína. Hinn hárprúði Hannibal Mejbri gæti mögulega fengið hlutverk hjá Túnis á HM.Getty/Matthew Ashton Fylgist með þessum: Aurélien Tchouaméni (Frakklandi) – 22 ára miðjumaður sem Real Madrid pungaði út rúmum 12 milljörðum króna fyrir í sumar og hefur fest sig þar í sessi, fyrir framan landa sinn Eduardo Camavinga í goggunarröðinni. Sennilega spila þeir saman á HM. Mikkel Damsgaard (Danmörku) – 22 ára kantmaður Brentford sem hefur átt erfitt uppdráttar á fyrstu leiktíð sinni í ensku úrvalsdeildinni, eftir meiðslatímabil síðasta vetur, en kom af miklum krafti inn í danska byrjunarliðið á EM í fyrra eftir að Eriksen lauk keppni. Hannibal Mejbri (Túnis) – 19 ára, afar hárprúður, miðjumaður í eigu Manchester United sem í vetur leikur sem lánsmaður hjá Birmingham. Lék fyrir yngri landslið Frakklands en á foreldra frá Túnis og gæti fengið tækifæri til að láta ljós sitt skína í Katar. Pierre-Emile Højbjerg og Aurélien Tchouameni tókust á í Þjóðadeildinni í haust og mætast aftur 26. nóvember á HM.Getty/Lars Ronbog Leikirnir í D-riðlinum Þriðjudagur 22. nóvember: Danmörk - Túnis (Klukkan 13.00) Þriðjudagur 22. nóvember: Frakkland - Ástralía (Klukkan 19.00) Laugardagur 26. nóvember: Túnis - Ástralía (Klukkan 10.00) Laugardagur 26. nóvember: Frakkland - Danmörk (Klukkan 16.00) Miðvikudagur 30. nóvember: Túnis - Frakkland (Klukkan 15.00) Miðvikudagur 30. nóvember: Ástralía - Danmörk (Klukkan 15.00) HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Vísir telur niður í heimsmeistaramótið í Katar sem hefst 20. nóvember næstkomandi. Í síðustu viku og næstu daga tökum við fyrir einn riðil í keppninni á hverjum degi og að þessu sinni er það D-riðillinn sem fær á sig sviðsljósið. Frakkar eru ríkjandi heimsmeistarar og Danir búnir að sýna hvað í þá er spunnið með því að komast í undanúrslit á EM í fyrra og afar sannfærandi undankeppni. Á sama tíma hafa lið Túnis og Ástralíu aldrei gert neinar rósir á HM og öfugt við hin tvö liðin þá skriðu þessar þjóðir með miklum naumindum inn á mótið í Katar. Þjóðirnar í D-riðlinum: Frakkland er á sínu sextánda HM og því sjöunda í röð Danmörk er á sínu sjötta HM og því öðru í röð Ástralía er á sínu sjötta HM og því fimmta í röð Túnis er á sínu sjötta HM og því öðru í röð - Besti árangur þjóðanna í D-riðli í HM sögunni: Frakkland: Tvisvar heimsmeistari (1998 og 2018) Danmörk: Átta liða úrslit (1998) Ástralía: Sextán liða úrslit (2006) Túnis: Með í riðlakeppninni (1978, 1988, 2002, 2006, 2018) Auk þess að hafa komist í undanúrslit á EM í fyrra, þrátt fyrir hjartastopp Christians Eriksen, sýndu Danir mikla yfirburði í sínum riðli í undankeppni HM. Þeir héldu þar marki sínu hreinu í fyrstu átta leikjunum og ljóst að það verður ekkert grín fyrir önnur lið að finna leiðina framhjá Kasper Schmeichel. Schmeichel er með fyrir framan sig afar sterka varnarlínu og miðjan hjá Dönum, með Eriksen og Pierre-Emile Höjbjerg innanborðs, er í sannkölluðum heimsklassa, en það er spurning hvort að það komi liðinu í koll að vera ekki með betri framherja. Christian Eriksen sneri aftur í danska landsliðið um leið og hann hafði jafnað sig eftir hjartastoppið á EM.Getty/Thor Wegner Danir og Frakkar munu eflaust komast upp úr D-riðlinum og að sama skapi berjast um að forðast að mæta Argentínu í 16-liða úrslitunum, enda líklega betri tilhugsun að mæta til dæmis Póllandi. Leikurinn á milli Dana og Frakka er í annarri umferð riðlakeppninnar, 26. nóvember. Frakkar hafa orðið fyrir miklum skakkaföllum en ef einhver þjóð ræður við það að missa út leikmenn þá eru það Frakkar. Þeir eru enn með tvo af allra, allra bestu sóknarmönnum heims í Kylian Mbappé og Karim Benzema, og frábæran markvörð í Hugo Lloris, en að ýmsu leyti hefur kvarnast úr liðinu sem varð heimsmeistari í Rússlandi fyrir fjórum árum. Ástralir þekkja það að fagna sigri í Katar því þar unnu þeir Perú í umspili á milli liða úr undankeppnunum í Asíu og Suður-Ameríku.Getty/Joe Allison Svona komust þjóðirnar í D-riðli á HM: 12. október 2021: Danmörk vann F-riðilinn í undankeppni UEFA 13. nóvember 2021: Frakkland vann D-riðilinn í undankeppni UEFA 29. mars 2022: Túnis vann Malí í umspilinu í undankeppni Afríku 29. mars 2022: Ástralía vann Perú í vítaspyrnukeppni í umspili liða úr undankeppni Asíu og Suður-Ameríku - Þjóðirnar á nýjasta styrkleikalista FIFA 4. sæti - Frakkland 10. sæti - Danmörk 30. sæti - Túnis 38. sæti - Ástralía Frakkar vonast eftir því að verða fyrstir til að vinna HM tvisvar í röð síðan að Brasilíu tókst það á HM 1958 og 1962. Stórt skarð er fyrir skildi hjá liðinu því N‘Golo Kanté, sennilega mikilvægasti leikmaður Frakka um árabil, missir af HM vegna meiðsla. Hið sama er að segja um félaga hans á miðjunni í Rússlandi, Paul Pogba, og miðvörðinn Presnel Kimpembe. Miðvörðurinn Raphael Varane er í hópnum þrátt fyrir meiðsli og Antonie Griezmann verður líklega í byrjunarliðinu þrátt fyrir að hafa verið mikið í hlutverki varamanns hjá Atlético Madrid. Paul Pogba og N'Golo Kanté voru á miðjunni hjá Frökkum þegar þeir urðu heimsmeistarar 2018 en eru báðir meiddir.Getty/Xavier Laine En Frakkar hafa einfaldlega slíkt úrval leikmanna að inn geta til að mynda komið ungir og frábærir miðjumenn úr Real Madrid og miðvörður sem slegið hefur í gegn með efsta liði ensku úrvalsdeildarinnar. Danir eru með gríðarlega öflugt og hungrað lið, og ef Kasper Dolberg eða Martin Braithwaite tekst að reima á sig markaskóna, og jafnvel ef það tekst ekki, er verðlaunasæti ekki óraunhæft markmið fyrir frændur vora. Túnis reiðir sig alfarið á varnarleikinn og hefur tekist býsna vel upp því liðið hefur haldið markinu hreinu í yfir helmingi síðustu 50 leikja sinna. Liðið þarf svo að reyna að koma boltanum fram á reynda og fljóta sóknarmenn sína, Youssef Msakni og Wahbi Khazri, en fyrir fram er ekki hægt að búast við miklu frá þeim. Youssef Msakni með andlitið í greipum sér eftir að Túnis komst inn á HM með því að slá út Malí í lok mars.Getty/Tnani Badreddine Túnisbúar hafa nefnilega aldrei komist upp úr riðlinum á HM og þrátt fyrir að hafa verið heppnir með drátt í umspilinu í Afríku rétt svo náðu þeir að merja Malí í tveggja leikja umspili, samtals 1-0 með hræðilegu sjálfsmarki Moussa Sissako. Ástralía skreið líka áfram inn á HM með því að vinna Perú í vítaspyrnukeppni í umspili á milli liða úr Asíu- og Suður-Ameríkukeppninni. Gullkynslóð Ástrala er farin en í liðinu eru reynslumiklir og ágætir leikmenn líkt og fyrirliðinn og markvörðurinn Mat Ryan, sem varði mark Brighton en er núna með Íslendingunum í FC Kaupmannahöfn, og miðjumennirnir Aaron Mooy og Ajdin Hrustic. Ástralía og Túnis þurfa að vonast eftir afar óvæntum úrslitum gegn Frakklandi eða Danmörku en ætla sér eflaust bæði sigur í innbyrðis leik sínum 26. nóvember. Didier Deschamps er einn þriggja sem unnið hafa HM bæði sem leikmaður og þjálfari. Hinir eru Mario Zagallo frá Brasilíu og Franz Beckenbauer frá Þýskalandi.Getty/Ian MacNicol Þjálfarar liðanna í D-riðlinum: Frakkland - Hinn 54 ára gamli Didier Deschamps hefur stýrt Frökkum frá árinu 2012 og unnið silfur á EM 2016 og svo gull á HM 2018. Hann var fyrirliði liðsins sem vann HM 1998 og EM 2000. Danmörk – Hinn fimmtugi Kasper Hjulmand tók við danska landsliðinu af Åge Hareide sumarið 2020 og stýrði því til undanúrslita á EM í fyrra þar sem liðið tapaði í framlengingu gegn Englandi. Túnis – Jalel Kadri heldur upp á 51 árs afmæli sitt í desember. Hann tók við Túnis á Afríkumótinu í janúar eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari liðsins og áður stýrt fjölda félagsliða í Túnis, Sádi-Arabíu og víðar. Ástralía – Hinn 59 ára gamli Graham Arnold er fyrrverandi landsliðsmaður Ástralíu og hefur lengi verið viðloðandi landsliðið sem aðstoðarþjálfari, bráðabirgðaþjálfari og þjálfari U23-landsliðsins. Hann tók við sem aðalþjálfari A-landsliðsins af Hollendingnum Bert van Marwijk í mars 2018. Karim Benzema sneri aftur í franska landsliðið í fyrra, eftir fimm ára fjarveru vegna fjárkúgunarhneykslismáls, og fór að skora mörk eins og hann gerir fyrir Real Madrid.Getty/Catherine Steenkeste Stærstu stjörnurnar: Kylian Mbappé (Frakklandi) – 23 ára sóknarmaður PSG sem sló eftirminnilega í gegn á HM fyrir fjórum árum þegar Frakkar urðu heimsmeistarar og þykir einn albesti leikmaður heims. Karim Benzema (Frakklandi) – 34 ára sóknarmaður Real Madrid sem hlaut Gullknöttinn í ár eftir að hafa leitt Madrídinga til sigurs í Meistaradeild Evrópu og spænsku deildinni. Christian Eriksen (Danmörku) – 30 ára miðjumaður Manchester United sem gengið hefur í endurnýjun lífdaga, bókstaflega, eftir að hafa hnigið niður í beinni útsendingu á EM í fyrrasumar. Pierre-Emile Höjbjerg (Danmörku) – 27 ára miðjumaður Tottenham sem verndar vörnina með krafti sínum og staðsetningu en getur einnig, eins og reyndar allir í danska liðinu, lúðrað boltanum almennilega á markið. Ef Eriksen er gangráðurinn þá er Höjbjerg hjartað í danska liðinu. Youssef Msakni (Túnis) – 32 ára kantmaður og liðsfélagi Arons Einars Gunnarssonar hjá Al-Arabi sem verður því á heimavelli í Katar, eftir að hafa misst af HM í Rússlandi vegna meiðsla. Wahbi Khazri (Túnis) - 31 árs kantmaður Montpellier í Frakklandi og næstmarkahæsti leikmaður í sögu Túnis. Ajdin Hrustic (Ástralíu) – 26 ára, sóknarsinnaður miðjumaður Hellas Verona sem hjálpaði Frankfurt að vinna Evrópudeildina á síðustu leiktíð. Aaron Moy (Ástralíu) – 32 ára miðjumaður Celtic í Skotlandi sem sneri aftur til Evrópu í sumar eftir að hafa verið kominn til Shanghai Port í Kína. Hinn hárprúði Hannibal Mejbri gæti mögulega fengið hlutverk hjá Túnis á HM.Getty/Matthew Ashton Fylgist með þessum: Aurélien Tchouaméni (Frakklandi) – 22 ára miðjumaður sem Real Madrid pungaði út rúmum 12 milljörðum króna fyrir í sumar og hefur fest sig þar í sessi, fyrir framan landa sinn Eduardo Camavinga í goggunarröðinni. Sennilega spila þeir saman á HM. Mikkel Damsgaard (Danmörku) – 22 ára kantmaður Brentford sem hefur átt erfitt uppdráttar á fyrstu leiktíð sinni í ensku úrvalsdeildinni, eftir meiðslatímabil síðasta vetur, en kom af miklum krafti inn í danska byrjunarliðið á EM í fyrra eftir að Eriksen lauk keppni. Hannibal Mejbri (Túnis) – 19 ára, afar hárprúður, miðjumaður í eigu Manchester United sem í vetur leikur sem lánsmaður hjá Birmingham. Lék fyrir yngri landslið Frakklands en á foreldra frá Túnis og gæti fengið tækifæri til að láta ljós sitt skína í Katar. Pierre-Emile Højbjerg og Aurélien Tchouameni tókust á í Þjóðadeildinni í haust og mætast aftur 26. nóvember á HM.Getty/Lars Ronbog Leikirnir í D-riðlinum Þriðjudagur 22. nóvember: Danmörk - Túnis (Klukkan 13.00) Þriðjudagur 22. nóvember: Frakkland - Ástralía (Klukkan 19.00) Laugardagur 26. nóvember: Túnis - Ástralía (Klukkan 10.00) Laugardagur 26. nóvember: Frakkland - Danmörk (Klukkan 16.00) Miðvikudagur 30. nóvember: Túnis - Frakkland (Klukkan 15.00) Miðvikudagur 30. nóvember: Ástralía - Danmörk (Klukkan 15.00)
Þjóðirnar í D-riðlinum: Frakkland er á sínu sextánda HM og því sjöunda í röð Danmörk er á sínu sjötta HM og því öðru í röð Ástralía er á sínu sjötta HM og því fimmta í röð Túnis er á sínu sjötta HM og því öðru í röð - Besti árangur þjóðanna í D-riðli í HM sögunni: Frakkland: Tvisvar heimsmeistari (1998 og 2018) Danmörk: Átta liða úrslit (1998) Ástralía: Sextán liða úrslit (2006) Túnis: Með í riðlakeppninni (1978, 1988, 2002, 2006, 2018)
Svona komust þjóðirnar í D-riðli á HM: 12. október 2021: Danmörk vann F-riðilinn í undankeppni UEFA 13. nóvember 2021: Frakkland vann D-riðilinn í undankeppni UEFA 29. mars 2022: Túnis vann Malí í umspilinu í undankeppni Afríku 29. mars 2022: Ástralía vann Perú í vítaspyrnukeppni í umspili liða úr undankeppni Asíu og Suður-Ameríku - Þjóðirnar á nýjasta styrkleikalista FIFA 4. sæti - Frakkland 10. sæti - Danmörk 30. sæti - Túnis 38. sæti - Ástralía
Leikirnir í D-riðlinum Þriðjudagur 22. nóvember: Danmörk - Túnis (Klukkan 13.00) Þriðjudagur 22. nóvember: Frakkland - Ástralía (Klukkan 19.00) Laugardagur 26. nóvember: Túnis - Ástralía (Klukkan 10.00) Laugardagur 26. nóvember: Frakkland - Danmörk (Klukkan 16.00) Miðvikudagur 30. nóvember: Túnis - Frakkland (Klukkan 15.00) Miðvikudagur 30. nóvember: Ástralía - Danmörk (Klukkan 15.00)
HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira