Ástralía vann 1-0 sigur á Túnis í fyrsta leik dagsins á HM í Katar. Sigurinn þýðir að Ástralía á enn möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit keppninnar.
Eina mark leiksins skoraði framherjinn Mitchell Duke á 23. mínútu leiksins og þar við sat. Túnis sótti án afláts undir lok leiks en tókst ekki að brjóta niður þétta vörn Ástrala.
Sigurinn þýðir að Ástralía er með 3 stig að loknum 2 leikjum í D-riðli á meðan Túnis er á botni riðilsins með 1 stig. Síðar í dag mætast Frakkland og Danmörk í sama riðli en Ástralía mætir Danmörku í lokaumferðinni.