Húsnæðisverð leitar upp á við þrátt fyrir minni eftirspurn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 13:30 Þorsteinn Arnalds tölfræðingur hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun. Vísir Þrátt fyrir að íbúðum í byggingu hafi fjölgað um ríflega fimmtung milli ára vantar enn að minnsta kosti þúsund til að uppfylla þörfina að mati sérfræðings hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun. Töluvert hafi dregið úr eftirspurn eftir húsnæði en verð samt haldið áfram að hækka. Á síðasta ári voru ríflega fimm þúsund íbúðir í byggingu á landinu sem er aukning um næstum tólf hundruð milli ára. Af heildarfjölda voru um tvö þúsund og níu hundruð í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Þorsteinn Arnalds tölfræðingur hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun segir að það þurfi að klára um þrjú til fjögurþúsund íbúðir á ári næstu fimm ár til að fullnægja þörfinni. Þetta sé því ekki nóg. „Það má því segja að það taki að jafnaði um tvö ár að byggja hverja íbúð. Ef við ætlum að hafa svona þrjú þúsund íbúðir tilbúnar á ári hverju þá þyrftu um sex þúsund að vera í byggingu á hverju ári,“ segir hann. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun hefur tekið saman tölur fyrir þetta ár. „Miðað við þær talningar sem við höfum gert á þessu ári á íbúðum sem eru í byggingu verða um þrjú þúsund íbúðir kláraðar á þessu ári,“ segir hann. Tæplega tíu þúsund færri voru búsettir hér á landi í ársbyrjun í fyrra samkvæmt manntali Hagstofunnar en kom fram í Þjóðskrá. Mest munar um þá sem flytja af landi brott án þess að tilkynna búferlaflutninga. Þorsteinn segir þetta hafa einhver áhrif á þörf á nýju húsnæði. „Þegar við erum að meta þörfina fyrir íbúðir tökum við árið 2016 sem nokkurs konar núll punkt en þar gerðum við ráð fyrir að fjöldi íbúða og þörfin hefði mæst. Það skiptir þá máli hvaða breytingar hafa orðið frá þeim tíma, við teljum þó að skekkjan sé ekki tíu þúsund manns eins og kemur þarna fram,“ segir hann. Þorsteinn segir að dregið hafi úr eftirspurn eftir húsnæði en líklega séu helstu ástæður þess hátt verð og vaxtarstig. Eftirspurnin sé mögulega falin því ungt fólk búi lengur heima hjá sér en áður. „Það hefur töluvert dregið úr sölu sem sagt kaupsamningum hefur fækkað. Samhliða því hefur íbúðum til sölu fjölgað en þær eru enn ekki það margar að það sé komið offramboð. Heldur var markaðurinn orðinn nánast þurrausinn. Fjöldi íbúða til sölu núna er tiltölulega heilbrigður,“ segir hann. Verðið leiti frekar upp á við Þorsteinn segir að húsnæðisverð leiti enn upp á við. „Það eru ekki merki um verðlækkanir enn sem komið er. Þær mælingar sem við höfum gert sýna að verðið er frekar að leita upp á við. Við erum þó ekki alveg með rauntímamælingar þannig yfirleitt er um tveggja mánaða seinkun á gögnum til okkar,“ segir Þorsteinn að lokum. Húsnæðismál Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hver fasteignaauglýsing fær nú umtalsvert færri smelli Hver fasteignaauglýsing fær að jafnaði umtalsvert færri smelli nú en áður sem gefur til kynna að færri séu að leita sér að íbúð. Í febrúar síðastliðinn, þegar framboð íbúða var í lágmarki, fékk hver auglýsing á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali 149 smelli á dag en í fyrri hluta nóvember var sú tala komin niður í 42. 24. nóvember 2022 07:52 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Á síðasta ári voru ríflega fimm þúsund íbúðir í byggingu á landinu sem er aukning um næstum tólf hundruð milli ára. Af heildarfjölda voru um tvö þúsund og níu hundruð í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Þorsteinn Arnalds tölfræðingur hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun segir að það þurfi að klára um þrjú til fjögurþúsund íbúðir á ári næstu fimm ár til að fullnægja þörfinni. Þetta sé því ekki nóg. „Það má því segja að það taki að jafnaði um tvö ár að byggja hverja íbúð. Ef við ætlum að hafa svona þrjú þúsund íbúðir tilbúnar á ári hverju þá þyrftu um sex þúsund að vera í byggingu á hverju ári,“ segir hann. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun hefur tekið saman tölur fyrir þetta ár. „Miðað við þær talningar sem við höfum gert á þessu ári á íbúðum sem eru í byggingu verða um þrjú þúsund íbúðir kláraðar á þessu ári,“ segir hann. Tæplega tíu þúsund færri voru búsettir hér á landi í ársbyrjun í fyrra samkvæmt manntali Hagstofunnar en kom fram í Þjóðskrá. Mest munar um þá sem flytja af landi brott án þess að tilkynna búferlaflutninga. Þorsteinn segir þetta hafa einhver áhrif á þörf á nýju húsnæði. „Þegar við erum að meta þörfina fyrir íbúðir tökum við árið 2016 sem nokkurs konar núll punkt en þar gerðum við ráð fyrir að fjöldi íbúða og þörfin hefði mæst. Það skiptir þá máli hvaða breytingar hafa orðið frá þeim tíma, við teljum þó að skekkjan sé ekki tíu þúsund manns eins og kemur þarna fram,“ segir hann. Þorsteinn segir að dregið hafi úr eftirspurn eftir húsnæði en líklega séu helstu ástæður þess hátt verð og vaxtarstig. Eftirspurnin sé mögulega falin því ungt fólk búi lengur heima hjá sér en áður. „Það hefur töluvert dregið úr sölu sem sagt kaupsamningum hefur fækkað. Samhliða því hefur íbúðum til sölu fjölgað en þær eru enn ekki það margar að það sé komið offramboð. Heldur var markaðurinn orðinn nánast þurrausinn. Fjöldi íbúða til sölu núna er tiltölulega heilbrigður,“ segir hann. Verðið leiti frekar upp á við Þorsteinn segir að húsnæðisverð leiti enn upp á við. „Það eru ekki merki um verðlækkanir enn sem komið er. Þær mælingar sem við höfum gert sýna að verðið er frekar að leita upp á við. Við erum þó ekki alveg með rauntímamælingar þannig yfirleitt er um tveggja mánaða seinkun á gögnum til okkar,“ segir Þorsteinn að lokum.
Húsnæðismál Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hver fasteignaauglýsing fær nú umtalsvert færri smelli Hver fasteignaauglýsing fær að jafnaði umtalsvert færri smelli nú en áður sem gefur til kynna að færri séu að leita sér að íbúð. Í febrúar síðastliðinn, þegar framboð íbúða var í lágmarki, fékk hver auglýsing á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali 149 smelli á dag en í fyrri hluta nóvember var sú tala komin niður í 42. 24. nóvember 2022 07:52 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Hver fasteignaauglýsing fær nú umtalsvert færri smelli Hver fasteignaauglýsing fær að jafnaði umtalsvert færri smelli nú en áður sem gefur til kynna að færri séu að leita sér að íbúð. Í febrúar síðastliðinn, þegar framboð íbúða var í lágmarki, fékk hver auglýsing á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali 149 smelli á dag en í fyrri hluta nóvember var sú tala komin niður í 42. 24. nóvember 2022 07:52