Breyttu um leikkerfi eftir að miðinn sem Eriksen fékk komst í þeirra hendur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. desember 2022 19:01 Graham Arnold fagnar ásamt leikmönnum sínum eftir frækinn sigur. Taktísk breyting hans þegar 20 mínútur lifðu leiks virðist hafa haft mikil áhrif. Marvin Ibo Guengoer/Getty Images Það vakti mikla athygli þegar Christian Eriksen, fyrirliði danska landsliðsins í fótbolta, fékk miða á stærð við A3 blað í leik Danmerkur og Ástralíu. Miðinn endaði í höndum Ástralíu sem gerðu í kjölfarið taktíska breytingu og sendu Dani heim af HM sem nú fer fram í Katar. Danmörk mætti Ástralíu í lokaumferð D-riðils heimsmeistaramótsins í fótbolta á miðvikudaginn var. Danir urðu að vinna leikinn til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum á meðan jafntefli hefði mögulega nægt Áströlum en sigur myndi gulltryggja sætið í útsláttarkeppninni. Það gekk lítið sem ekkert upp hjá danska liðinu sem lenti undir þegar klukkustund var liðin af leiknum. Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, brást við með tvöfaldri breytingu tæpum tíu mínútum síðar ásamt því að annar af varamönnum liðsins fór með risastóran miða til fyrirliðans Eriksen. Hvað stóð á miðanum vitum við heima í stofu ekkert um en Eriksen gerði þau mistök að missa, eða henda, miðanum í grasið eftir að lesa hvað stóð á honum. Skömmu síðar tók Mitchell Duke, leikmaður Ástralíu, miðann upp og hljóp með hann að hliðarlínunni og lét Graham Arnold, þjálfara Ástralíu, fá miðann. Footage of *the* note falling into the wrong hands #FIFAWorldCup pic.twitter.com/Pe8cImNbgF— Danish Football (@DanishFTBL) December 2, 2022 Örskömmu síðar gerði Arnold skiptingu sem og taktíska breytingu en Ástralía spilaði síðustu 20 mínútur leiksins eða svo með fimm manna vörn. Varnarmúrinn stóðst veikt áhlaup Dana og Ástralía hrósaði á endanum 1-0 sigri sem skilar liðinu inn í 16-liða úrslit HM á meðan danska liðið heldur heim á leið. Hvort téður miði hafi skipt sköpum er hvers manns ágiskun en það er ljóst að þetta hjálpaði ekki Dönum og má segja að allt hafi gengið á aftur fótunum hjá þeim í Katar. Ástralía mætir Argentínu í 16-liða úrslitum klukkan 20.00 annað kvöld, laugardag. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Freyr Alexanders um ósýnilegu Danina, tilfinningaríka þjálfarann og af hverju þeir voru svona lélegir á HM Fá lið ollu meiri vonbrigðum á þessum heimsmeistaramóti í Katar en lið Dana sem fór alla leið í undanúrslitin á síðasta Evrópumóti. Íslenski þjálfarinn í dönsku úrvalsdeildinni hefur fylgst vel með gangi mála hjá danska liðinu síðustu vikur og mánuði. 1. desember 2022 13:30 Danir vilja framlengja við Hjulmand þrátt fyrir klúðrið í Katar Þrátt fyrir að Danir hafi fallið úr leik á neyðarlegan hátt á HM í Katar ætlar danska knattspyrnusambandið að framlengja samning landsliðsþjálfarans Kaspers Hjulmand. 1. desember 2022 11:31 Ástralir vilja frí fyrir landsmenn á morgun eftir að hafa tryggt sér sigur um miðja nótt Ástralir tryggðu sér fyrr í dag sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar með 1-0 sigri á Dönum í lokaleik riðlakeppninnar. Leiknum lauk um miðja nótt að áströlskum tíma en stuðningsmenn liðsins heima fyrir létu það ekki stoppa sig í fagnaðarlátunum. 30. nóvember 2022 18:01 Þjálfari Ástrala þakkar samfélagsmiðlabanni góðan árangur Graham Arnold er búinn að stýra Áströlum í 16-liða úrslit heimsmeistarakeppninnar í Katar eftir góðan sigur á Dönum í dag. Hann þakkar samfélagsmiðlabanni leikmanna því að liðið er komið svona langt í keppninni. 30. nóvember 2022 23:00 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Sjá meira
Danmörk mætti Ástralíu í lokaumferð D-riðils heimsmeistaramótsins í fótbolta á miðvikudaginn var. Danir urðu að vinna leikinn til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum á meðan jafntefli hefði mögulega nægt Áströlum en sigur myndi gulltryggja sætið í útsláttarkeppninni. Það gekk lítið sem ekkert upp hjá danska liðinu sem lenti undir þegar klukkustund var liðin af leiknum. Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, brást við með tvöfaldri breytingu tæpum tíu mínútum síðar ásamt því að annar af varamönnum liðsins fór með risastóran miða til fyrirliðans Eriksen. Hvað stóð á miðanum vitum við heima í stofu ekkert um en Eriksen gerði þau mistök að missa, eða henda, miðanum í grasið eftir að lesa hvað stóð á honum. Skömmu síðar tók Mitchell Duke, leikmaður Ástralíu, miðann upp og hljóp með hann að hliðarlínunni og lét Graham Arnold, þjálfara Ástralíu, fá miðann. Footage of *the* note falling into the wrong hands #FIFAWorldCup pic.twitter.com/Pe8cImNbgF— Danish Football (@DanishFTBL) December 2, 2022 Örskömmu síðar gerði Arnold skiptingu sem og taktíska breytingu en Ástralía spilaði síðustu 20 mínútur leiksins eða svo með fimm manna vörn. Varnarmúrinn stóðst veikt áhlaup Dana og Ástralía hrósaði á endanum 1-0 sigri sem skilar liðinu inn í 16-liða úrslit HM á meðan danska liðið heldur heim á leið. Hvort téður miði hafi skipt sköpum er hvers manns ágiskun en það er ljóst að þetta hjálpaði ekki Dönum og má segja að allt hafi gengið á aftur fótunum hjá þeim í Katar. Ástralía mætir Argentínu í 16-liða úrslitum klukkan 20.00 annað kvöld, laugardag.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Freyr Alexanders um ósýnilegu Danina, tilfinningaríka þjálfarann og af hverju þeir voru svona lélegir á HM Fá lið ollu meiri vonbrigðum á þessum heimsmeistaramóti í Katar en lið Dana sem fór alla leið í undanúrslitin á síðasta Evrópumóti. Íslenski þjálfarinn í dönsku úrvalsdeildinni hefur fylgst vel með gangi mála hjá danska liðinu síðustu vikur og mánuði. 1. desember 2022 13:30 Danir vilja framlengja við Hjulmand þrátt fyrir klúðrið í Katar Þrátt fyrir að Danir hafi fallið úr leik á neyðarlegan hátt á HM í Katar ætlar danska knattspyrnusambandið að framlengja samning landsliðsþjálfarans Kaspers Hjulmand. 1. desember 2022 11:31 Ástralir vilja frí fyrir landsmenn á morgun eftir að hafa tryggt sér sigur um miðja nótt Ástralir tryggðu sér fyrr í dag sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar með 1-0 sigri á Dönum í lokaleik riðlakeppninnar. Leiknum lauk um miðja nótt að áströlskum tíma en stuðningsmenn liðsins heima fyrir létu það ekki stoppa sig í fagnaðarlátunum. 30. nóvember 2022 18:01 Þjálfari Ástrala þakkar samfélagsmiðlabanni góðan árangur Graham Arnold er búinn að stýra Áströlum í 16-liða úrslit heimsmeistarakeppninnar í Katar eftir góðan sigur á Dönum í dag. Hann þakkar samfélagsmiðlabanni leikmanna því að liðið er komið svona langt í keppninni. 30. nóvember 2022 23:00 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Sjá meira
Freyr Alexanders um ósýnilegu Danina, tilfinningaríka þjálfarann og af hverju þeir voru svona lélegir á HM Fá lið ollu meiri vonbrigðum á þessum heimsmeistaramóti í Katar en lið Dana sem fór alla leið í undanúrslitin á síðasta Evrópumóti. Íslenski þjálfarinn í dönsku úrvalsdeildinni hefur fylgst vel með gangi mála hjá danska liðinu síðustu vikur og mánuði. 1. desember 2022 13:30
Danir vilja framlengja við Hjulmand þrátt fyrir klúðrið í Katar Þrátt fyrir að Danir hafi fallið úr leik á neyðarlegan hátt á HM í Katar ætlar danska knattspyrnusambandið að framlengja samning landsliðsþjálfarans Kaspers Hjulmand. 1. desember 2022 11:31
Ástralir vilja frí fyrir landsmenn á morgun eftir að hafa tryggt sér sigur um miðja nótt Ástralir tryggðu sér fyrr í dag sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar með 1-0 sigri á Dönum í lokaleik riðlakeppninnar. Leiknum lauk um miðja nótt að áströlskum tíma en stuðningsmenn liðsins heima fyrir létu það ekki stoppa sig í fagnaðarlátunum. 30. nóvember 2022 18:01
Þjálfari Ástrala þakkar samfélagsmiðlabanni góðan árangur Graham Arnold er búinn að stýra Áströlum í 16-liða úrslit heimsmeistarakeppninnar í Katar eftir góðan sigur á Dönum í dag. Hann þakkar samfélagsmiðlabanni leikmanna því að liðið er komið svona langt í keppninni. 30. nóvember 2022 23:00