Ísfirðingar hafa ekki enn unnið leik í Olís deildinni en það kom ekki að sök gegn Kórdrengjum sem leika deild neðar. Gestirnir leiddu með fimm mörkum í hálfleik, staðan 13-18 og bættu svo við í síðari hálfleik.
Þegar leiktíminn rann út var munurinn kominn upp í 13 mörk, lokatölur 25-38.
Markahæstur í liði Harðar var Jón Ómar Gíslason með 7 mörk. Hjá Kórdrengjum var Eyþór Vestmann markahæstur með 8 mörk.