Beckham er tvítugur framherji sem hefur leikið 26 leiki og skorað tvö mörk fyrir varalið Inter Miami síðan hann gerði atvinnumannasamning við félagið árið 2021.
Hann mun leika með varaliði Brentford og gildir lánssamningur hans við félagið út tímabilið.
✍️ Romeo Beckham x Brentford #BrentfordB | #BrentfordFC pic.twitter.com/qEH1Pimhis
— Brentford FC (@BrentfordFC) January 6, 2023
Eins og áður segir er Romeo Beckham sonur ensku stórstjörnunnar David Beckham sem á sínum tíma gerði garðinn frægan með liðum á borð við Manchester United, Real Madrid, AC Milan og Paris Saint-Germain.
Beckham eldri lék á sínum tíma 115 leiki fyrir enska landsliðið og er þriðji leikjahæsti leikmaður liðsins frá upphafi.