Vika gaslýsingar hjá FIFA Valur Páll Eiríksson skrifar 16. febrúar 2023 15:01 Infantino var mærði Katar í bak og fyrir í desember og hefur nú sent annað stórmót til Sádi-Arabíu. Getty Images Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, er sakað um allsherjar gaslýsingartilburði með sköpun nýrrar stöðu mannréttindafulltrúa hjá sambandinu. Ráðningin kemur upp samhliða nýjum samningum við ríki þar sem mannréttindi eru fótum troðin. Um tveir mánuðir eru frá því að keppni lauk á heimsmeistaramóti karla í fótbolta í Katar, mót sem sætti töluverðri gagnrýni vegna vals á gestgjöfum vegna mannréttindamála í ríkinu. Ekki síður sætti Gianni Infantino, forseti FIFA, gagnrýni fyrir umtal hans og tengsl við Katar, að ógleymdum búferlaflutningum hans til Katar. Þá eru flugfélagið Qatar Airways og orkufyrirtækið Qatar Energy á meðal aðalstyrktaraðila FIFA, ásamt Adidas, Coca-Cola og fleiri. FIFA hefur sætt gagnrýni að nýju í vikunni fyrir aðgerðir meintrar gaslýsingar, í skugga vals á gestgjöfum komandi heimsmeistaramóts félagsliða. Sambandið hóf vikuna á því að senda stuðningssskilaboð til tékkneska landsliðsmannsins Jakub Jankto, sem kom út úr skápnum á mánudaginn var. Hann er fyrsti virki karlkyns landsliðsmaðurinn í sögunni sem gerir það. We're all with you, Jakub. Football is for everyone — FIFA (@FIFAcom) February 13, 2023 Aðeins degi síðar tilkynnti sambandið svo um nýjan gestgjafa heimsmeistaramóts félagsliða sem fer fram í desember næstkomandi. Sádi-Arabía mun halda mótið og halda þar áfram gífurlegri sókn sinni í íþróttaheiminn. Sádar verða einnig á meðal helstu styrktaraðila HM kvenna í Ástralíu í sumar þar sem Visit Saudi auglýsingar munu vera áberandi. Knattspyrnuhetjan Alex Morgan gagnrýndi þá ákvörðun í síðustu viku. Sádar hafa farið mikinn síðustu misseri hvað gestgjafarétti varðar, þar sem Formúla 1, Ofurbikar Spánar og Ítalíu í fótbolta, HM félagsliða í handbolta og LIV golfmótaröðin eru á meðal verkefna. Þá mætti ofurstjarnan Cristiano Ronaldo til Al-Nassr í sádísku deildinni eftir heimsmeistaramótið og er honum ætlað að aðstoða ríkið við að tryggja sér gestgjafarétt HM landsliða karla árið 2030. BREAKING: Saudi Arabia will host the Club World Cup in December. pic.twitter.com/xKrPJKgDXU— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 14, 2023 Sádar hafa verið sakaðir um stórfelld mannréttindabrot undanfarin ár og eru árlega á meðal efstu þjóða heims hvað aftökur varðar. Mannréttindastaða kvenna er bág og sem og staða hinseginsamfélagsins, sem FIFA lagði sig fram við að styðja með tísti við tilkynningu Jankto á mánudag. Þá var greint frá því í fyrradag að FIFA hafi tekið starfsviðtöl vegna nýrrar stöðu hjá sambandinu: Yfirmann mannréttinda- og sjálfbærnimála. Today in gaslighting https://t.co/Scn3KXA01U— Adam Crafton (@AdamCrafton_) February 14, 2023 Blaðamaðurinn Adam Crafton hjá The Athletic er á meðal þeirra sem hefur gagnrýnt sambandið fyrir gaslýsingartilburði með þessum aðgerðum. Gaslýsingu eða gaslighting, má lýsa sem tilraunum til að neita sífellt sök, afvegaleiða, setja fram mótsagnir og með því hanna atburðarrás sem ætlað er að verja hagsmuni sína. FIFA setji því fram mótsagnir í stuðningsyfirlýsingu við Jankto og sköpun nýrrar stöðu mannréttindafulltrúa til að koma ákveðnum pólitískum skilaboðum á framfæri varðandi stöðu sem þeir taki sér með mannréttindamálum. Þessu sé þá ætlað að afvegaleiða umræðu frá afstöðunni sem þeir taka með því að semja við Sádi-Arabíu. FIFA Sádi-Arabía Mannréttindi Hinsegin Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Fleiri fréttir Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Sjá meira
Um tveir mánuðir eru frá því að keppni lauk á heimsmeistaramóti karla í fótbolta í Katar, mót sem sætti töluverðri gagnrýni vegna vals á gestgjöfum vegna mannréttindamála í ríkinu. Ekki síður sætti Gianni Infantino, forseti FIFA, gagnrýni fyrir umtal hans og tengsl við Katar, að ógleymdum búferlaflutningum hans til Katar. Þá eru flugfélagið Qatar Airways og orkufyrirtækið Qatar Energy á meðal aðalstyrktaraðila FIFA, ásamt Adidas, Coca-Cola og fleiri. FIFA hefur sætt gagnrýni að nýju í vikunni fyrir aðgerðir meintrar gaslýsingar, í skugga vals á gestgjöfum komandi heimsmeistaramóts félagsliða. Sambandið hóf vikuna á því að senda stuðningssskilaboð til tékkneska landsliðsmannsins Jakub Jankto, sem kom út úr skápnum á mánudaginn var. Hann er fyrsti virki karlkyns landsliðsmaðurinn í sögunni sem gerir það. We're all with you, Jakub. Football is for everyone — FIFA (@FIFAcom) February 13, 2023 Aðeins degi síðar tilkynnti sambandið svo um nýjan gestgjafa heimsmeistaramóts félagsliða sem fer fram í desember næstkomandi. Sádi-Arabía mun halda mótið og halda þar áfram gífurlegri sókn sinni í íþróttaheiminn. Sádar verða einnig á meðal helstu styrktaraðila HM kvenna í Ástralíu í sumar þar sem Visit Saudi auglýsingar munu vera áberandi. Knattspyrnuhetjan Alex Morgan gagnrýndi þá ákvörðun í síðustu viku. Sádar hafa farið mikinn síðustu misseri hvað gestgjafarétti varðar, þar sem Formúla 1, Ofurbikar Spánar og Ítalíu í fótbolta, HM félagsliða í handbolta og LIV golfmótaröðin eru á meðal verkefna. Þá mætti ofurstjarnan Cristiano Ronaldo til Al-Nassr í sádísku deildinni eftir heimsmeistaramótið og er honum ætlað að aðstoða ríkið við að tryggja sér gestgjafarétt HM landsliða karla árið 2030. BREAKING: Saudi Arabia will host the Club World Cup in December. pic.twitter.com/xKrPJKgDXU— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 14, 2023 Sádar hafa verið sakaðir um stórfelld mannréttindabrot undanfarin ár og eru árlega á meðal efstu þjóða heims hvað aftökur varðar. Mannréttindastaða kvenna er bág og sem og staða hinseginsamfélagsins, sem FIFA lagði sig fram við að styðja með tísti við tilkynningu Jankto á mánudag. Þá var greint frá því í fyrradag að FIFA hafi tekið starfsviðtöl vegna nýrrar stöðu hjá sambandinu: Yfirmann mannréttinda- og sjálfbærnimála. Today in gaslighting https://t.co/Scn3KXA01U— Adam Crafton (@AdamCrafton_) February 14, 2023 Blaðamaðurinn Adam Crafton hjá The Athletic er á meðal þeirra sem hefur gagnrýnt sambandið fyrir gaslýsingartilburði með þessum aðgerðum. Gaslýsingu eða gaslighting, má lýsa sem tilraunum til að neita sífellt sök, afvegaleiða, setja fram mótsagnir og með því hanna atburðarrás sem ætlað er að verja hagsmuni sína. FIFA setji því fram mótsagnir í stuðningsyfirlýsingu við Jankto og sköpun nýrrar stöðu mannréttindafulltrúa til að koma ákveðnum pólitískum skilaboðum á framfæri varðandi stöðu sem þeir taki sér með mannréttindamálum. Þessu sé þá ætlað að afvegaleiða umræðu frá afstöðunni sem þeir taka með því að semja við Sádi-Arabíu.
FIFA Sádi-Arabía Mannréttindi Hinsegin Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Fleiri fréttir Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Sjá meira