Fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands að svæðið austan Grímseyjar sé mjög skjálftavirkt og skjálftahrinur algengar. Rifjað er upp að nokkur hrinuvirkni hafi verið á svæðinu í haust. Stærsti skjálftinn sem mældist í þeirri hrinu var upp á 4,9 þann 8. september.
Skálfti upp á 3,8 mældist svo þann 19. október. Sama stærð og síðdegid í dag. Búast má við að skjálftavirkni haldi áfram á svæðinu, jafnvel næstu daga.