Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik – Njarðvík 69-80 | Njarðvík sigldi þægilegum sigri í höfn Hjörvar Ólafsson skrifar 19. mars 2023 21:48 Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði 14 stig í leiknum í Smáranum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Njarðvík vann nokkuð þægilegan 80-69 sigur þegar liðið sótti Breiðablik heim í Smárann í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Leikurinn var liður í 25. umferð deildarinnar en tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Gestirnir byggðu jafnt og þétt upp forskot sitt í leiknum en heimakonur lögðu hins vegar aldrei árar í bát og minnkuðu til að mynda muninn í sex stig, 45-51, um miðjan þriðja leikhluta. Þá setti Njarðvíkurliðið í gírinn aftur og sá til þess að lokamínútur leiksins yrðu ekki jafnar og spennandi. Þórdís Jóna Kristjánsdóttir var stigahæst hjá Blikum með 20 stig en fjögur af sex þriggja stiga skotum hennar rötuðu rétta leið. Birgit Ósk Snorradóttir kom næst með 14 stig og Anna Soffía Lárusdóttir og Rósa Björk Pétursdóttir skiluðu 13 stigum hvor. Birgit Ósk og Rósa Björk rifu þar að auki niður átta fráköst og Anna Soffía sjö. Allir 12 leikmenn Njarðvíkur komust á blað í þessum leik en Aliyah A'taeya Collier var atkvæðamest með 18 stig og Bríet Sif, sem setti niður öll fjögur þriggja stiga skot sín í leiknum, lagði 14 stig í púkkinn. Raquel De Lima Viegas Laneiro lagði svo 12 stig á vogarskálina. Ljóst er að Njarðvík mun hafna í fjórða sæti deildarinnar en eftir þennan sigur er liðið með 32 stig á meðan Breiðablik er í sjöunda og næstneðsta sæti með átta stig. Jeremy Smith, þjálfari Blikaliðsins, var stoltur af lærimeyjum sínum.Vísir/Vilhelm Jeremy Smith: Leikmenn mínir leggja mjög hart að sér „Stelpurnar gáfu allt sem þær áttu í þennan leik og framkvæmdu margar aðgerðir bara mjög vel. Ég er stoltur af spilamennsku liðsins og það er ánægjulegt að sjá leikmenn bæta sig með hverjum leiknum sem við spilum," sagði Jeremy Herbert Smith, þjálfari Breiðabliks, hnarreistur þrátt fyrir tapið. „Leikmenn mínir leggja mjög hart að sér, bæði á æfingum og í leikjum og það er gríðarlega gaman að sjá hversu mikla vinnu þær leggja í öll þau verkefni sem þær fara út í. Baráttan og viljinn er til fyrirmyndar, það er á hreinu," sagði Smith enn fremur. „Leikmenn gáfust aldrei upp og við náðum að minnka muninn niður í sex stig með góðum kafla. Það var gaman að sjá hversu mikið leikmenn mínir lögðu í varnarleikinn og sóknarleikurinn var heilt yfir flottur. Það er margt jákvætt sem við getum tekið úr þessum leik þrátt fyrir tapið," sagði þjálfarinn upplitsdjarfur. Rúnar Ingi: Efast um að ég muni horfa á þennan leik aftur „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá fannst mér frammistaða okkar ekkert frábær í þessum leik. Við náðum ekki að kalla fram þá hluti sem ég lagði upp með fyrir þennan leik að innprenta inn hjá okkur fyrir framahaldið,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. „Ég fer sáttur héðan með stigin tvö sem í boði voru en ég efast um að ég muni horfa á þennan leik aftur til þess að greina hann eða taka einhver taktísk atriði út úr honum. Sigurinn var svo sem aldrei í hættu þannig að við gerðum nóg. Orkustigið í leiknum var hins vegar þannig að við náðum ekki að vinna í þeim smáatriðum í varnarleiknum sem ég fór yfir í undirbúningnum," sagði Rúnar Ingi. „Nú er það bara áfram gakk, fara aftur í æfingasalinn og vinna í okkur málum. Það er stórt próf fram undan á móti Haukum og svo er úrslitakeppnin handan við hornið. Það eru spennandi vikur sem bíða okkar og við viljum bæta okkur dag frá degi núna þegar það styttist í alvöruna," sagði hann um framhaldið. Rúnar Ingi Erlingsson var sáttur við stigin en ekki spilamennskuna. Vísir/Snædís Bára Af hverju vann Njarðvík? Njarðvík hefur heilt yfir meiri gæði í sínum herbúðum og þær náðu að sýna nægilega mikið af því sem í liðinu býr til þess að hafa betur. Blikar spiluðu góða vörn lungann úr leiknum en Njarðvík hefur reynslumikla leikmenn innanborðs sem sáu til þess að sigurinn var aldrei í hættu. Hverjar skoruðu fram úr? Þórdís Ósk, Birgit Ósk, Anna Soffía og Rósa Björk fóru fyrir baráttuglöðu Blikaliði. Leikmennn Njarðvíkur hafa hins vegar flestir átt betri leiki en að þessu sinni. Bríet Sif var hins vegar funheit fyrir utan þriggja stiga línuna og Aliyah A'taeya Collier hitti úr fjórgum af fimm þriggja stiga skotum sínum. Hvað gekk illa? Njarðvíkurliðinu gekk illa að slíta Breiðablik frá sér fram að lokamínútum leiksins. Gestirnir náðu nokkrum góðum köflum sem dugðu til þess að landa þessum sigri en betur má ef duga skal í næstu leikjum liðsins. Hvað gerist næst? Blikar fá ÍR í heimsókn í leik tveggja neðstu liða deildarinnar á miðvikudaginn kemur. Njarðvík leiðir aftur á móti hesta sína við Hauka, sem sitja í öðru sæti deildarinnar, í Ljónagryfjunni sama kvöld. Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Breiðablik
Njarðvík vann nokkuð þægilegan 80-69 sigur þegar liðið sótti Breiðablik heim í Smárann í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Leikurinn var liður í 25. umferð deildarinnar en tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Gestirnir byggðu jafnt og þétt upp forskot sitt í leiknum en heimakonur lögðu hins vegar aldrei árar í bát og minnkuðu til að mynda muninn í sex stig, 45-51, um miðjan þriðja leikhluta. Þá setti Njarðvíkurliðið í gírinn aftur og sá til þess að lokamínútur leiksins yrðu ekki jafnar og spennandi. Þórdís Jóna Kristjánsdóttir var stigahæst hjá Blikum með 20 stig en fjögur af sex þriggja stiga skotum hennar rötuðu rétta leið. Birgit Ósk Snorradóttir kom næst með 14 stig og Anna Soffía Lárusdóttir og Rósa Björk Pétursdóttir skiluðu 13 stigum hvor. Birgit Ósk og Rósa Björk rifu þar að auki niður átta fráköst og Anna Soffía sjö. Allir 12 leikmenn Njarðvíkur komust á blað í þessum leik en Aliyah A'taeya Collier var atkvæðamest með 18 stig og Bríet Sif, sem setti niður öll fjögur þriggja stiga skot sín í leiknum, lagði 14 stig í púkkinn. Raquel De Lima Viegas Laneiro lagði svo 12 stig á vogarskálina. Ljóst er að Njarðvík mun hafna í fjórða sæti deildarinnar en eftir þennan sigur er liðið með 32 stig á meðan Breiðablik er í sjöunda og næstneðsta sæti með átta stig. Jeremy Smith, þjálfari Blikaliðsins, var stoltur af lærimeyjum sínum.Vísir/Vilhelm Jeremy Smith: Leikmenn mínir leggja mjög hart að sér „Stelpurnar gáfu allt sem þær áttu í þennan leik og framkvæmdu margar aðgerðir bara mjög vel. Ég er stoltur af spilamennsku liðsins og það er ánægjulegt að sjá leikmenn bæta sig með hverjum leiknum sem við spilum," sagði Jeremy Herbert Smith, þjálfari Breiðabliks, hnarreistur þrátt fyrir tapið. „Leikmenn mínir leggja mjög hart að sér, bæði á æfingum og í leikjum og það er gríðarlega gaman að sjá hversu mikla vinnu þær leggja í öll þau verkefni sem þær fara út í. Baráttan og viljinn er til fyrirmyndar, það er á hreinu," sagði Smith enn fremur. „Leikmenn gáfust aldrei upp og við náðum að minnka muninn niður í sex stig með góðum kafla. Það var gaman að sjá hversu mikið leikmenn mínir lögðu í varnarleikinn og sóknarleikurinn var heilt yfir flottur. Það er margt jákvætt sem við getum tekið úr þessum leik þrátt fyrir tapið," sagði þjálfarinn upplitsdjarfur. Rúnar Ingi: Efast um að ég muni horfa á þennan leik aftur „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá fannst mér frammistaða okkar ekkert frábær í þessum leik. Við náðum ekki að kalla fram þá hluti sem ég lagði upp með fyrir þennan leik að innprenta inn hjá okkur fyrir framahaldið,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. „Ég fer sáttur héðan með stigin tvö sem í boði voru en ég efast um að ég muni horfa á þennan leik aftur til þess að greina hann eða taka einhver taktísk atriði út úr honum. Sigurinn var svo sem aldrei í hættu þannig að við gerðum nóg. Orkustigið í leiknum var hins vegar þannig að við náðum ekki að vinna í þeim smáatriðum í varnarleiknum sem ég fór yfir í undirbúningnum," sagði Rúnar Ingi. „Nú er það bara áfram gakk, fara aftur í æfingasalinn og vinna í okkur málum. Það er stórt próf fram undan á móti Haukum og svo er úrslitakeppnin handan við hornið. Það eru spennandi vikur sem bíða okkar og við viljum bæta okkur dag frá degi núna þegar það styttist í alvöruna," sagði hann um framhaldið. Rúnar Ingi Erlingsson var sáttur við stigin en ekki spilamennskuna. Vísir/Snædís Bára Af hverju vann Njarðvík? Njarðvík hefur heilt yfir meiri gæði í sínum herbúðum og þær náðu að sýna nægilega mikið af því sem í liðinu býr til þess að hafa betur. Blikar spiluðu góða vörn lungann úr leiknum en Njarðvík hefur reynslumikla leikmenn innanborðs sem sáu til þess að sigurinn var aldrei í hættu. Hverjar skoruðu fram úr? Þórdís Ósk, Birgit Ósk, Anna Soffía og Rósa Björk fóru fyrir baráttuglöðu Blikaliði. Leikmennn Njarðvíkur hafa hins vegar flestir átt betri leiki en að þessu sinni. Bríet Sif var hins vegar funheit fyrir utan þriggja stiga línuna og Aliyah A'taeya Collier hitti úr fjórgum af fimm þriggja stiga skotum sínum. Hvað gekk illa? Njarðvíkurliðinu gekk illa að slíta Breiðablik frá sér fram að lokamínútum leiksins. Gestirnir náðu nokkrum góðum köflum sem dugðu til þess að landa þessum sigri en betur má ef duga skal í næstu leikjum liðsins. Hvað gerist næst? Blikar fá ÍR í heimsókn í leik tveggja neðstu liða deildarinnar á miðvikudaginn kemur. Njarðvík leiðir aftur á móti hesta sína við Hauka, sem sitja í öðru sæti deildarinnar, í Ljónagryfjunni sama kvöld.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum