Julian Nagelsmann hefur verið þjálfari Bayern Munchen síðan árið 2021 en liðið er í öðru sæti þýsku deildarinnar og komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir að hafa slegið út stórlið PSG.
Fabrizio Romano, hinn virti blaðamaður, greindi frá því á Twitter í kvöld að Bayern væri að íhuga það að reka Nagelsmann og skrifaði svo stuttu síðar að fréttirnar væru staðfestar og að Thomas Tuchel væri búinn að samþykkja að taka við liðinu.
Exclusive news confirmed: Thomas Tuchel becomes new FC Bayern head coach, full agreement in place. He has already accepted the job. #FCBayern
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 23, 2023
Contract agreed, documents are being prepared tonight. pic.twitter.com/HFnOSwoU1m
Þýska blaðið Bild greinir einnig frá málinu en Tuchel var síðast þjálfari Chelsea en var sagt upp í haust og Graham Potter ráðinn í staðinn.
Næsti leikur Bayern í deildinni er gegn Dortmund um aðra helgi en Dortmund er í efsta sæti deildarinnar, einu stigi á undan Bayern.
EXCLUSIVE: FC Bayern are seriously considering to sack Julian Nagelsmann. Decision being discussed internally, the club could fire him soon. #FCBayern
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 23, 2023
Understand Thomas Tuchel leading candidate to potentially take FC Bayern job.
More to follow. pic.twitter.com/YpnTHsgbhy