Hlín: Tilfinning sem er erfitt að finna annars staðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2023 08:31 Hlín Eiríksdóttir verður appelsínugul í sumar enda orðin leikmaður Kristianstads DFF, Instagram/@kristianstadsdff Íslenska landsliðskonan Hlín Eiríksdóttir hjá Kristianstad er hreinskilin í svari sínu um framtíðina án fótboltans. Hlín er enn bara 22 ára gömul og á því nóg eftir. Hún sló í gegn í sænsku deildinni á síðustu leiktíð og er nú kominn til Elísabetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad. Kristianstad er að gera heimildarmynd um liðið sitt og birti brot úr viðtali við Hlín á miðlum sínum. „Fótboltinn hefur verið lífið mitt síðan að ég var lítil stelpa. Ef þú ferð erlendis til að spila fótbolta þá er það ekki þess virði nema ef þú gefur allt þitt í fótboltann,“ sagði Hlín Eiríksdóttir. „Ég reyni mitt besta á hverjum einasta degi að vera besti leikmaðurinn sem ég get mögulega verið. Þegar upp er staðið þá er þetta auðvitað bara leikur og ég reyni að minna mig sjálfa á það stundum,“ sagði Hlín. „Þetta er bara tilfinning sem ég hef að það eigi eftir að vera svo skrítið þegar ég hætti að spila fótbolta,“ sagði Hlín. „Þetta er tilfinning sem er erfitt að finna annars staðar, adrenalínið og allt annað. Ég held að ég eigi eftir að eiga erfitt þegar ég á endanum hætti að spila fótbolta,“ sagði Hlín. „Ég þarf þá helst að finna eitthvað annað að gera sem gefur mér þessa tilfinningu sem fótboltinn gefur mér og þá er ég bæði að tala um hæðirnar og lægðirnar,“ sagði Hlín. „Kannski þarf sumt fólk ekki á þessum hæðum og lægðum að halda en ég er örugglega manneskja sem þarf að upplifa hæðir og lægðir. Ég kann líka að meta lægðirnar,“ sagði Hlín eins og má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Kristianstads DFF (@kristianstadsdff) Sænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira
Hlín er enn bara 22 ára gömul og á því nóg eftir. Hún sló í gegn í sænsku deildinni á síðustu leiktíð og er nú kominn til Elísabetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad. Kristianstad er að gera heimildarmynd um liðið sitt og birti brot úr viðtali við Hlín á miðlum sínum. „Fótboltinn hefur verið lífið mitt síðan að ég var lítil stelpa. Ef þú ferð erlendis til að spila fótbolta þá er það ekki þess virði nema ef þú gefur allt þitt í fótboltann,“ sagði Hlín Eiríksdóttir. „Ég reyni mitt besta á hverjum einasta degi að vera besti leikmaðurinn sem ég get mögulega verið. Þegar upp er staðið þá er þetta auðvitað bara leikur og ég reyni að minna mig sjálfa á það stundum,“ sagði Hlín. „Þetta er bara tilfinning sem ég hef að það eigi eftir að vera svo skrítið þegar ég hætti að spila fótbolta,“ sagði Hlín. „Þetta er tilfinning sem er erfitt að finna annars staðar, adrenalínið og allt annað. Ég held að ég eigi eftir að eiga erfitt þegar ég á endanum hætti að spila fótbolta,“ sagði Hlín. „Ég þarf þá helst að finna eitthvað annað að gera sem gefur mér þessa tilfinningu sem fótboltinn gefur mér og þá er ég bæði að tala um hæðirnar og lægðirnar,“ sagði Hlín. „Kannski þarf sumt fólk ekki á þessum hæðum og lægðum að halda en ég er örugglega manneskja sem þarf að upplifa hæðir og lægðir. Ég kann líka að meta lægðirnar,“ sagði Hlín eins og má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Kristianstads DFF (@kristianstadsdff)
Sænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira