Fótbolti

Hörður Björgvin spilaði í mikilvægum sigri á erkifjendunum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hörður Björgvin Magnússon (lengst til hægri í efri röð) og félagar í Panathinaikos eru á toppnum í Grikklandi.
Hörður Björgvin Magnússon (lengst til hægri í efri röð) og félagar í Panathinaikos eru á toppnum í Grikklandi. Twitter@paofc_

Panathinaikos er í góðum málum á toppi grísku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir sannfærandi sigur á Olympiakos í kvöld.

Íslenski landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon hóf leik á varamannabekk Panathinaikos í kvöld en var skipt inná strax á 15.mínútu þegar Zvonimir Sarlija fór meiddur af velli.

Andraz Sporar náði forystunni fyrir Panathinaikos eftir tæplega hálftíma leik og skömmu fyrir leikhlé varð Youssef El Arabi, sóknarmaður Olympiakos, fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og koma Panathinaikos í 2-0.

Ekkert mark var skorað það sem eftir lifði leiks og sannfærandi sigur Panathinaikos staðreynd.

Panathinaikos hefur 69 stig á toppi deildarinnar líkt og AEK sem er í öðru sæti en Olympiakos hefur sex stigum minna í þriðja sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×