Jerry Springer látinn Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2023 14:44 Jerry Springer á viðburði í New York árið 2010. AP/Richard Drew Umdeildi spjallþáttastjórnandinn Jerry Springer er látinn, 79 ára að aldri. Þættirnir sem Springer stýrði í nærri því þrjá áratugi enduðu oft í tilfinningalegu uppnámi eða jafnvel líkamlegum átökum gesta. Kynningarfulltrúi Springer greindi frá því að hann hefði andast eftir skammvinn veikindi á heimili sínu í Chicago í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „The Jerry Springer Show“ hóf göngu sína sem tiltölulega hefðbundinn spjallþáttur í bandarísku sjónvarpi árið 1991. Tveimur árum síðar ákváðu stjórnendur hans að venda kvæði sínu í kross og breyta efnatökum sínum verulega. Þættirnir þóttu sérstaklega lágkúrulegir eftir breytingarnar. Þeir fjölluðu oft um afar persónuleg málefni gesta, þar á meðal framhjáhöld og sambandserjur. Einstakir þættir báru titla eins og „Stripparastríðin“ og „Ég vil að maðurinn minn hætti að horfa á klám,“ að því er kemur fram í ítarlegri andlátsfrétt Hollywood Reporter. Stundum kom Springer gestum sínum í opna skjöldu með því að kynna til sögunnar óvæntan gest, til dæmis hjákonu eiginmanns viðmælanda. Þættirnir leystust þannig gjarnan upp í háværum rifrildum eða áflogum á meðan áhorfendur í sjónvarpssal kyrjuðu „Jerry! Jerry!“ Dagskrárritið TV Guide tilnefndi þátt Springer sem þann versta í sögu sjónvarpsins á sínum tíma, að sögn AP-fréttastofunnar. Viðmælandi myrtur af fyrrverandi eiginmanni Þegar stjarna þáttanna reis sem hæst árið 1998 voru þeir vinsælli en spjallþáttur Opruh Winfrey með um tólf milljónir áhorfenda, að sögn Fox News. Efnistök í þættinum sættu töluverðri gagnrýni fyrir að vera ósmekkleg. Springer sjálfur var sakaður um að höfða til lægstu hvata áhorfenda og forheimska bandarísku þjóðina. Myrkasti kaflinn í sögu Jerry Springer Show var þegar Nancy Campbell-Panitz, 52 ára gömul kona sem hafði nýlega komið fram í þættinum, fannst barin til dauða árið 2000. Í þættinum hafði fyrrverandi eiginmaður hennar og ný eiginkona hans sakað hana um að elta sig á röndum. Eiginmaðurinn var síðar dæmdur fyrir að myrða hana. Springer hafnaði því að morðið hefði tengst þættinum með nokkrum hætti. Þættirnir luku göngu sinni árið 2018. Springer stýrði síðan dómsmálaþætti sem hét „Jerry dómari“. Framleiðslu þeirra var hætt í fyrra, að sögn ABC-sjónvarpsstöðvarinnar. Áður en Springer sneri sér að sjónvarpi var hann borgarstjóri Cincinnati til skamms tíma í lok áttunda áratugsins og pólitískur ráðgjafi Roberts F. Kennedy áður en hann var ráðinn af dögum. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Fjölmiðlar Andlát Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Kynningarfulltrúi Springer greindi frá því að hann hefði andast eftir skammvinn veikindi á heimili sínu í Chicago í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „The Jerry Springer Show“ hóf göngu sína sem tiltölulega hefðbundinn spjallþáttur í bandarísku sjónvarpi árið 1991. Tveimur árum síðar ákváðu stjórnendur hans að venda kvæði sínu í kross og breyta efnatökum sínum verulega. Þættirnir þóttu sérstaklega lágkúrulegir eftir breytingarnar. Þeir fjölluðu oft um afar persónuleg málefni gesta, þar á meðal framhjáhöld og sambandserjur. Einstakir þættir báru titla eins og „Stripparastríðin“ og „Ég vil að maðurinn minn hætti að horfa á klám,“ að því er kemur fram í ítarlegri andlátsfrétt Hollywood Reporter. Stundum kom Springer gestum sínum í opna skjöldu með því að kynna til sögunnar óvæntan gest, til dæmis hjákonu eiginmanns viðmælanda. Þættirnir leystust þannig gjarnan upp í háværum rifrildum eða áflogum á meðan áhorfendur í sjónvarpssal kyrjuðu „Jerry! Jerry!“ Dagskrárritið TV Guide tilnefndi þátt Springer sem þann versta í sögu sjónvarpsins á sínum tíma, að sögn AP-fréttastofunnar. Viðmælandi myrtur af fyrrverandi eiginmanni Þegar stjarna þáttanna reis sem hæst árið 1998 voru þeir vinsælli en spjallþáttur Opruh Winfrey með um tólf milljónir áhorfenda, að sögn Fox News. Efnistök í þættinum sættu töluverðri gagnrýni fyrir að vera ósmekkleg. Springer sjálfur var sakaður um að höfða til lægstu hvata áhorfenda og forheimska bandarísku þjóðina. Myrkasti kaflinn í sögu Jerry Springer Show var þegar Nancy Campbell-Panitz, 52 ára gömul kona sem hafði nýlega komið fram í þættinum, fannst barin til dauða árið 2000. Í þættinum hafði fyrrverandi eiginmaður hennar og ný eiginkona hans sakað hana um að elta sig á röndum. Eiginmaðurinn var síðar dæmdur fyrir að myrða hana. Springer hafnaði því að morðið hefði tengst þættinum með nokkrum hætti. Þættirnir luku göngu sinni árið 2018. Springer stýrði síðan dómsmálaþætti sem hét „Jerry dómari“. Framleiðslu þeirra var hætt í fyrra, að sögn ABC-sjónvarpsstöðvarinnar. Áður en Springer sneri sér að sjónvarpi var hann borgarstjóri Cincinnati til skamms tíma í lok áttunda áratugsins og pólitískur ráðgjafi Roberts F. Kennedy áður en hann var ráðinn af dögum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Fjölmiðlar Andlát Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira