Umfjöllun og viðtöl: 82-83: Valur - Tindastóll | Stólarnir komnir í 1-0 eftir dramatík undir lokin Siggeir Ævarsson skrifar 6. maí 2023 23:00 Kári Jónsson sækir að Taiwo Badmus í leik liðanna í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Tindastóll er með 1-0 forystu í úrslitaeinvíginu gegn Val í Subway-deild karla í körfuknattleik. Stólarnir voru nálægt því að missa niður tuttugu stiga forskot í síðari hálfleiknum. Tindastóll var með frumkvæðið allan tímann og náðu mest tuttugu og eins stigs forskoti í síðari hálfleik. Sóknarleikur Vals var í lamasessi lengst af en þeir áttu hins vegar ótrúlega endurkomu undir lokin en Keyshawn Woods sýndi þá stáltaugar á vítalínunni og setti þar mikilvæg stig. Vörn Tindastóls var sterk í upphafi leiks og þeir fastir fyrir. Skotnýting Valsmanna var ekki góð og lykilleikmenn ekki að finna fjölina margfrægu. Varamaðurinn Ozren Pavlovic fór fyrir stigaskori þeirra í byrjun leiks en þegar fyrsta leikhluta lauk voru Valsmenn ekki búnir að hitta úr einu þriggjastiga skoti, en reyna sex slík. Hjá Stólunum fór Taiwo Badmuss mikinn í upphafi leiks, tíu stig frá honum í 1. leikhluta og ekki búinn að klikka úr skoti á þeim tímapunkti. Taiwo Badmus átti góðan leik fyrir Tindastól.Vísir/Bára Dröfn Staðan 15-20 eftir fyrsta leikhluta og leikurinn í ágætu jafnvægi, þrátt fyrir að Tindastólsmenn væru vissulega skrefinu framar. Þeir enduðu hálfleikinn með látum og fóru inn í klefa með 19 stiga forskot, staðan 30-49. Lykilmenn Vals voru áfram ískaldir, en þeir Kári Jónsson, Callum Lawson og Pablo Bertone voru samanlagt búnir að hitta úr þremur skotum í 18 tilraunum í hálfleik. Pablo Bertone sækir að körfu Tindastóls.Vísir/Bára Dröfn Allt leit út fyrir að Tindastóll myndi sigla þessum sigri nokkuð örugglega heim. Valsmönnum tókst ekki að búa til stór áhlaup og Stólarnir svöruðu jafnharðan þegar þeir gerðu sig líklega. En svo gerðist eitthvað þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Allt í einu fóru skotin að detta hjá Valsmönnum. Frank Aron Booker er aldrei feiminn við að skjóta fyrir utan, og skiptir þá engu máli hversu langt fyrir utan hann er. Eftir að hafa klikkað úr fyrstu fimm þristunum sínum setti hann sex af næstu sjö skotum og skaut Valsmönnum aftur inn í leikinn. Kristófer fékk vænan olnboga frá Drungilas. Eins og sjá má blæddi duglega úr höfði Kristófers Acox eftir atvikið og Frank Aron Booker var auðsýnilega brugðið.Vísir/Bára Dröfn Skotsýning hans í bland við nokkrar hraðar körfur frá Kristó og Callum Lawson þýddi að Valur átti allt í einu möguleika á að stela sigrinum. Þegar rúm ein og hálf mínúta var eftir af leiknum var staðan orðin 73-77, tveggja sókna leikur. Valsmenn gripu til þess ráðs að brjóta til að stoppa tímann. Planið gekk næstum upp þegar Badmus brenndi af tveimur vítum og Kári setti þrist í kjölfarið og kom muninn í þrjú stig. En næstu fjögur víti voru í höndunum á Keyshawn Woods og fóru öll ofan í. Tæpur en sanngjarn sigur Tindastóls niðurstaðan, og þeir komnir í lykilstöðu í einvíginu og búnir að stela heimaleikjaréttinum. Stuðningsmenn Tindastóls fjölmenntu í Origo-höllina.Vísir/Bára Dröfn Af hverju vann Tindastóll? Varnarlega léku Stólarnir frábærlega í kvöld. Sóknin þeirra var alls ekki fullkomin en einfaldlega miklu betri en sókn Valsara. Hverjir stóðu upp úr? Fjórir leikmenn skoruðu slétt 20 stig, tveir úr hvoru liði. Keyshawn Woods og Taiwo Badmus skoruðu báðir 20 fyrir Tindastól, Ozren Pavlovic og Kristófer Acox gerðu slíkt hið sama fyrir Val. Þeir félagar í Val bættu báðir við átta fráköstum að auki en Skagfirðingarnir tveir voru báðir með fimm fráköst hvor. Keyshawn Woods setti niður risastór víti undir lokin.Visir/Bára Dröfn Hvað gekk illa? Sóknarleikur Vals gekk hræðilega framan af leik. Tindastóll spilaði fast og það virtist koma Valsmönnum úr jafnvægi. Ríkjandi Íslandsmeistarar ættu nú að vita um það bil á hverju má eiga von í varnarleik í úrslitaeinvíginu um titilinn. Hvað gerist næst? Næsti leikur er á Króknum á þriðjudaginn kemur kl. 19:15 Það er ekkert að gerast hérna annað en frábærir hlutir fyrir okkur Pavel Ermolinskij er þjálfari Tindastóls.Vísir/Bára Dröfn Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var fullkomlega ósammála fullyrðingu blaðamanns um að munurinn hefði orðið óþægilega tæpur undir lokin. „Nei nei. Þetta er bara það sem það var. Bara körfubolti í úrslitum. Þegar það er komið á þennan stað þá gerist bara eitthvað. Það er ekkert að gerast hérna annað en frábærir hlutir fyrir okkur, að koma hingað á mjög erfiðan útivöll og vinna, það er það eina sem við erum að fara að taka út úr þessu. Það er engin neikvæðni sem fylgir þessu, að tapa niður einhverju forskoti eða eitthvað. Ekkert nema jákvæðni hjá okkur.“ Það vakti athygli blaðamanns að Pavel tók engin leikhlé þegar Valsmenn byrjuðu að saxa á forskotið. „Við erum bara þannig, spurning kannski með smá hvíld fyrir strákana þegar það þarf á því að halda. Annars er þetta lið sem finna taktinn sjálfir. Ég er ekki að hjálpa þeim með neitt þar. Sérstaklega í svona leik, þar sem þetta var bara hark og vörn. Menn að gera sitt besta og þá er ekkert þarna á einhverju spjaldi sem er að fara að hjálpa þeim.“ Fjölmiðlar hafa gert töluvert úr einvígi þeirra Pavels og Finns sem takast nú á sem þjálfarar eftir að hafa landað mörgum titlum saman meðan Pavel var leikmaður. Pavel sagði að þetta hefði lítil sem engin áhrif á hann. „Mjög lítið. Hann er bara andstæðingur og það er bara eins og það er. Þetta gefur mér ekkert auka eða neitt slíkt. Mér er alveg sama hver er fyrir framan mig, hann er bara andstæðingur minn í dag.“ Pavel sagði að varnarleikurinn og ákefðin í leik hans manna á báðum endum vallarins hefði fært þeim sigurinn í kvöld. „Með því að gera bara það sem við gerum best, sem er að spila mjög harðan varnarleik. Góða og aggressífa vörn. Hlaupa, skjóta, spila hratt og stanslaus pressa bæði í vörn og sókn. Gefa þeim engan tíma til að anda og setjum þá bara í þá stöðu sem við setjum lið stundum í. Neyða þau til að hætta að hugsa og bara byrja að spila með okkur.“ „Það er hættan sem gerist þegar við komumst yfir. Við byrjum að verja, sem er bara eðlilegt, þeir hafa engu að tapa og mjög gott lið. Erfiðara kannski á móti þeim því þeir eiga mjög auðvelt með að læsa í vörninni á svona augnablikum. Þetta var snúin staða sem við vorum í en við leystum þetta bara upp á tíu held ég.“ Aðspurður um hvort það væri ekki ljúft að hafa stolið heimavallarréttinum af Valsmönnum og fara núna heim í Síkið, sagði Pavel að hann væri fyrst og fremst sáttur með sigurinn óháð staðsetningu, „Ég er náttúrulega bara mjög sáttur með að hafa unnið þennan leik, hvar sem hann fer fram. Valur er lið með sjálfstraust og sterka karaktera, sem ég þekki vel. Síkið er vissulega ógnvænlegur staður en ég veit að strákarnir sem eru að spila þarna, þetta mun hafa minni áhrif á þeim en kannski flest önnur lið. Það verður engin breyting á neinu hjá okkur í Síkinu, þetta verður bara eitthvað brjálæðispartý og þeir verða að reyna að vera með í því ef þeir ætla að vinna leikinn.“ Eitt stig skiptir engu máli, það er 1-0 í seríunni Sigtryggur Arnar hefur oft hitt betur en í kvöldVísir/Bára Dröfn Sigtryggur Arnar Björnsson, leikmaður Tindastóls, sat fyrir svörum eftir leik. Hversu stórt var það að landa sigri í fyrsta leik á útivelli? „Risastórt. Við vissum að við þyrftum að vinna einn hérna og nú er það komið. Nú þurfum við bara að vinna tvo heima.“ Aðspurður um hvað hefði staðið upp úr hjá Tindastóli stóð ekki á svari, það var vörnin. „Varnarleikurinn. Við héldum þeim í 30 stigum í fyrri hálfleik. Frábær vörn og við gerðum þeim erfitt fyrir. Óþægilegt fyrir þá allan leikinn nema bara í lokin þegar þeir hittu úr erfiðum skotum og gerðu þetta svolítið óþægilegt fyrir okkur. Það hélt þeim inni í leiknum.“ Er ekkert erfitt fyrir svona stórskyttu að vera stigalaus lengi framan af leik og sjá skotin ekki vera að detta? „Það getur verið óþægilegt en það er það ekki þegar þú ert með skorara í liðinu þínu. Það er fullt af vopnum í þessu liði og ég þarf ekkert endilega að skora. En það er alltaf gott að sjá boltann fara ofan í og ég vona að það gangi bara í næsta leik.“ Í þriðja leik í úrslitunum í fyrra hér á sama velli kom upp svipuð staða. Tindastóll leiddi með 21 stigi en tapaði leiknum. Kom sá leikur eitthvað upp í hugann þegar Valsmenn komu til baka? „Það kom smá „flash-back“ en það var alveg fáránlega ljúft að klára þennan leik með sigri. Eitt stig skiptir engu máli, það er 1-0 í seríunni.“ Subway-deild karla Valur Tindastóll
Tindastóll er með 1-0 forystu í úrslitaeinvíginu gegn Val í Subway-deild karla í körfuknattleik. Stólarnir voru nálægt því að missa niður tuttugu stiga forskot í síðari hálfleiknum. Tindastóll var með frumkvæðið allan tímann og náðu mest tuttugu og eins stigs forskoti í síðari hálfleik. Sóknarleikur Vals var í lamasessi lengst af en þeir áttu hins vegar ótrúlega endurkomu undir lokin en Keyshawn Woods sýndi þá stáltaugar á vítalínunni og setti þar mikilvæg stig. Vörn Tindastóls var sterk í upphafi leiks og þeir fastir fyrir. Skotnýting Valsmanna var ekki góð og lykilleikmenn ekki að finna fjölina margfrægu. Varamaðurinn Ozren Pavlovic fór fyrir stigaskori þeirra í byrjun leiks en þegar fyrsta leikhluta lauk voru Valsmenn ekki búnir að hitta úr einu þriggjastiga skoti, en reyna sex slík. Hjá Stólunum fór Taiwo Badmuss mikinn í upphafi leiks, tíu stig frá honum í 1. leikhluta og ekki búinn að klikka úr skoti á þeim tímapunkti. Taiwo Badmus átti góðan leik fyrir Tindastól.Vísir/Bára Dröfn Staðan 15-20 eftir fyrsta leikhluta og leikurinn í ágætu jafnvægi, þrátt fyrir að Tindastólsmenn væru vissulega skrefinu framar. Þeir enduðu hálfleikinn með látum og fóru inn í klefa með 19 stiga forskot, staðan 30-49. Lykilmenn Vals voru áfram ískaldir, en þeir Kári Jónsson, Callum Lawson og Pablo Bertone voru samanlagt búnir að hitta úr þremur skotum í 18 tilraunum í hálfleik. Pablo Bertone sækir að körfu Tindastóls.Vísir/Bára Dröfn Allt leit út fyrir að Tindastóll myndi sigla þessum sigri nokkuð örugglega heim. Valsmönnum tókst ekki að búa til stór áhlaup og Stólarnir svöruðu jafnharðan þegar þeir gerðu sig líklega. En svo gerðist eitthvað þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Allt í einu fóru skotin að detta hjá Valsmönnum. Frank Aron Booker er aldrei feiminn við að skjóta fyrir utan, og skiptir þá engu máli hversu langt fyrir utan hann er. Eftir að hafa klikkað úr fyrstu fimm þristunum sínum setti hann sex af næstu sjö skotum og skaut Valsmönnum aftur inn í leikinn. Kristófer fékk vænan olnboga frá Drungilas. Eins og sjá má blæddi duglega úr höfði Kristófers Acox eftir atvikið og Frank Aron Booker var auðsýnilega brugðið.Vísir/Bára Dröfn Skotsýning hans í bland við nokkrar hraðar körfur frá Kristó og Callum Lawson þýddi að Valur átti allt í einu möguleika á að stela sigrinum. Þegar rúm ein og hálf mínúta var eftir af leiknum var staðan orðin 73-77, tveggja sókna leikur. Valsmenn gripu til þess ráðs að brjóta til að stoppa tímann. Planið gekk næstum upp þegar Badmus brenndi af tveimur vítum og Kári setti þrist í kjölfarið og kom muninn í þrjú stig. En næstu fjögur víti voru í höndunum á Keyshawn Woods og fóru öll ofan í. Tæpur en sanngjarn sigur Tindastóls niðurstaðan, og þeir komnir í lykilstöðu í einvíginu og búnir að stela heimaleikjaréttinum. Stuðningsmenn Tindastóls fjölmenntu í Origo-höllina.Vísir/Bára Dröfn Af hverju vann Tindastóll? Varnarlega léku Stólarnir frábærlega í kvöld. Sóknin þeirra var alls ekki fullkomin en einfaldlega miklu betri en sókn Valsara. Hverjir stóðu upp úr? Fjórir leikmenn skoruðu slétt 20 stig, tveir úr hvoru liði. Keyshawn Woods og Taiwo Badmus skoruðu báðir 20 fyrir Tindastól, Ozren Pavlovic og Kristófer Acox gerðu slíkt hið sama fyrir Val. Þeir félagar í Val bættu báðir við átta fráköstum að auki en Skagfirðingarnir tveir voru báðir með fimm fráköst hvor. Keyshawn Woods setti niður risastór víti undir lokin.Visir/Bára Dröfn Hvað gekk illa? Sóknarleikur Vals gekk hræðilega framan af leik. Tindastóll spilaði fast og það virtist koma Valsmönnum úr jafnvægi. Ríkjandi Íslandsmeistarar ættu nú að vita um það bil á hverju má eiga von í varnarleik í úrslitaeinvíginu um titilinn. Hvað gerist næst? Næsti leikur er á Króknum á þriðjudaginn kemur kl. 19:15 Það er ekkert að gerast hérna annað en frábærir hlutir fyrir okkur Pavel Ermolinskij er þjálfari Tindastóls.Vísir/Bára Dröfn Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var fullkomlega ósammála fullyrðingu blaðamanns um að munurinn hefði orðið óþægilega tæpur undir lokin. „Nei nei. Þetta er bara það sem það var. Bara körfubolti í úrslitum. Þegar það er komið á þennan stað þá gerist bara eitthvað. Það er ekkert að gerast hérna annað en frábærir hlutir fyrir okkur, að koma hingað á mjög erfiðan útivöll og vinna, það er það eina sem við erum að fara að taka út úr þessu. Það er engin neikvæðni sem fylgir þessu, að tapa niður einhverju forskoti eða eitthvað. Ekkert nema jákvæðni hjá okkur.“ Það vakti athygli blaðamanns að Pavel tók engin leikhlé þegar Valsmenn byrjuðu að saxa á forskotið. „Við erum bara þannig, spurning kannski með smá hvíld fyrir strákana þegar það þarf á því að halda. Annars er þetta lið sem finna taktinn sjálfir. Ég er ekki að hjálpa þeim með neitt þar. Sérstaklega í svona leik, þar sem þetta var bara hark og vörn. Menn að gera sitt besta og þá er ekkert þarna á einhverju spjaldi sem er að fara að hjálpa þeim.“ Fjölmiðlar hafa gert töluvert úr einvígi þeirra Pavels og Finns sem takast nú á sem þjálfarar eftir að hafa landað mörgum titlum saman meðan Pavel var leikmaður. Pavel sagði að þetta hefði lítil sem engin áhrif á hann. „Mjög lítið. Hann er bara andstæðingur og það er bara eins og það er. Þetta gefur mér ekkert auka eða neitt slíkt. Mér er alveg sama hver er fyrir framan mig, hann er bara andstæðingur minn í dag.“ Pavel sagði að varnarleikurinn og ákefðin í leik hans manna á báðum endum vallarins hefði fært þeim sigurinn í kvöld. „Með því að gera bara það sem við gerum best, sem er að spila mjög harðan varnarleik. Góða og aggressífa vörn. Hlaupa, skjóta, spila hratt og stanslaus pressa bæði í vörn og sókn. Gefa þeim engan tíma til að anda og setjum þá bara í þá stöðu sem við setjum lið stundum í. Neyða þau til að hætta að hugsa og bara byrja að spila með okkur.“ „Það er hættan sem gerist þegar við komumst yfir. Við byrjum að verja, sem er bara eðlilegt, þeir hafa engu að tapa og mjög gott lið. Erfiðara kannski á móti þeim því þeir eiga mjög auðvelt með að læsa í vörninni á svona augnablikum. Þetta var snúin staða sem við vorum í en við leystum þetta bara upp á tíu held ég.“ Aðspurður um hvort það væri ekki ljúft að hafa stolið heimavallarréttinum af Valsmönnum og fara núna heim í Síkið, sagði Pavel að hann væri fyrst og fremst sáttur með sigurinn óháð staðsetningu, „Ég er náttúrulega bara mjög sáttur með að hafa unnið þennan leik, hvar sem hann fer fram. Valur er lið með sjálfstraust og sterka karaktera, sem ég þekki vel. Síkið er vissulega ógnvænlegur staður en ég veit að strákarnir sem eru að spila þarna, þetta mun hafa minni áhrif á þeim en kannski flest önnur lið. Það verður engin breyting á neinu hjá okkur í Síkinu, þetta verður bara eitthvað brjálæðispartý og þeir verða að reyna að vera með í því ef þeir ætla að vinna leikinn.“ Eitt stig skiptir engu máli, það er 1-0 í seríunni Sigtryggur Arnar hefur oft hitt betur en í kvöldVísir/Bára Dröfn Sigtryggur Arnar Björnsson, leikmaður Tindastóls, sat fyrir svörum eftir leik. Hversu stórt var það að landa sigri í fyrsta leik á útivelli? „Risastórt. Við vissum að við þyrftum að vinna einn hérna og nú er það komið. Nú þurfum við bara að vinna tvo heima.“ Aðspurður um hvað hefði staðið upp úr hjá Tindastóli stóð ekki á svari, það var vörnin. „Varnarleikurinn. Við héldum þeim í 30 stigum í fyrri hálfleik. Frábær vörn og við gerðum þeim erfitt fyrir. Óþægilegt fyrir þá allan leikinn nema bara í lokin þegar þeir hittu úr erfiðum skotum og gerðu þetta svolítið óþægilegt fyrir okkur. Það hélt þeim inni í leiknum.“ Er ekkert erfitt fyrir svona stórskyttu að vera stigalaus lengi framan af leik og sjá skotin ekki vera að detta? „Það getur verið óþægilegt en það er það ekki þegar þú ert með skorara í liðinu þínu. Það er fullt af vopnum í þessu liði og ég þarf ekkert endilega að skora. En það er alltaf gott að sjá boltann fara ofan í og ég vona að það gangi bara í næsta leik.“ Í þriðja leik í úrslitunum í fyrra hér á sama velli kom upp svipuð staða. Tindastóll leiddi með 21 stigi en tapaði leiknum. Kom sá leikur eitthvað upp í hugann þegar Valsmenn komu til baka? „Það kom smá „flash-back“ en það var alveg fáránlega ljúft að klára þennan leik með sigri. Eitt stig skiptir engu máli, það er 1-0 í seríunni.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti