Greint er frá málavendingunum á vef Sky Sports en West Ham United tryggði sér í gær sæti í úrslitaleik Sambandsdeildar UEFA með sigri á AZ Alkmaar í undanúrslitaeinvígi liðanna.
Pablo Fornals, tryggði West Ham United sigur í leik gærdagsins með marki í uppbótatíma en samanlagt komst Lundúnaliðið áfram á 3-1 sigri í einvíginu.
Það varð allt vitlaust á meðal ákveðins hóps stuðningsmanna AZ Alkmaar eftir leik. Hann braut sér leið í gegnum girðingu og gerði atlögu að hópi stuðningsmanna West Ham United, sem innihélt meðal annars fjölskyldumeðlimi leikmanna.
Incredible this, AZ Alkmaar fans storming into the section where the West Ham players families and friends are to attack them.
— Football Away Days (@FBAwayDays) May 18, 2023
If this was an English club causing the trouble, they d be banned from European football for years.pic.twitter.com/luMhzNwDK9
Leikmenn West Ham United reyndu hvað þeir gátu að skerast í leikinn, þá voru lögregla og öryggisverðir leikvangsins fljótir á svæðið. Ró náðist á mannskapinn á innan við tíu mínútum að sögn Sky Sports.
David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham United, tjáði sig um málið eftir leik
„Við þurfum að sjá til hvernig aðstæður eru þegar rykið fellur en stærsta vandamálið er náttúrulega að þetta gerðist á svæði þar sem fjölskyldumeðlimir og vinir leikmanna sátu.
Margir af leikmönnum mínum voru reiðir eftir þetta vegna þess að þeir gátu ekki komist að því hvort fjölskyldumeðlimir þeirra væri hólpnir.“