Fótbolti

Glódís einstök í þýsku deildinni í vetur

Sindri Sverrisson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir átti stórkostlegt tímabil með Bayern München og heldur hér á meistaraskildinum.
Glódís Perla Viggósdóttir átti stórkostlegt tímabil með Bayern München og heldur hér á meistaraskildinum. Getty/Mark Wieland

Glódís Perla Viggósdóttir afrekaði nokkuð sem enginn annar útileikmaður í þýsku 1. deildinni í fótbolta gerði á nýafstaðinni leiktíð.

Glódís var að sjálfsögðu í lykilhlutverki í liði Bayern München sem afrekaði það að tryggja sér þýska meistaratitilinn í lokaumferðinni.

Og það sem meira er, hún lék allar 1.980 mínúturnar sem Bayern spilaði í deildinni á leiktíðinni.

Enginn annar útileikmaður í deildinni spilaði allar mínúturnar en tveir markverðir gerðu það þó.

Það var einmitt markvörður Bayern, Maria Grohs, sem var næst á eftir Glódísi hvað spilaðar mínútur hjá Bayern varðar en hún lék 1.873 mínútur. Næsti útileikmaður á eftir Glódísi, hin enska Georgia Stanway, lék 1.807 mínútur eða 173 mínútum færra en Glódís.

Hin 21 árs gamla Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lék sjö deildarleiki fyrir Bayern í vetur, alla sem varamaður, eða alls 232 mínútur. Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir, 19 ára, var á varamannabekknum í fimm leikjum en lék annars með varaliði Bayern sem endaði í 4. sæti í næstefstu deild.


Tengdar fréttir

„Tók meira leið­toga­hlut­verk og naut mín mjög vel“

Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, lék hverja einustu mínútu á nýafstaðinni leiktíð, þegar Bayern München varð Þýskalandsmeistari í fimmta sinn. Hún segir hlutverk sitt sem leiðtogi hjá Bayern hafa stækkað.

Gló­dís á skotskónum er Bayern tryggði sér titilinn

Gló­dís Perla Viggós­dóttir skoraði eitt marka Bayern Munchen er liðið vann 11-1 sigur á Pots­dam í efstu deild Þýska­lands í dag og tryggði sér um leið þýska meistara­titilinn í knatt­spyrnu.

„Alveg galið hvað þær takast vel á við þetta“

Glódís Perla Viggósdóttir nýtur þess í botn að vera með íslensku liðsfélagana Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Cecilíu Rán Rúnarsdóttur í Bayern München. Hún segir ekki mega vanmeta þeirra þátt í meistaratitlinum sem liðið fagnaði á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×