Rauð spjöld og níðsöngvar er Bandaríkin fóru í úrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júní 2023 10:31 Cesar Montes sá til þess að sauð upp úr í viðureign Bandaríkjana og Mexíkó í Þjóðadeild Norður- og Mið-Ameríku í nótt. Matthew Ashton - AMA/Getty Images Bandaríkjamenn unnu öruggan 3-0 sigur er liðið mætti Mexíkó í undanúrslitum Þjóðardeildar Norður- og Mið-Ameríku í nótt. Það eru þó ekki úrslit leiksins sem vekja mesta athygli, heldur lætin sem áttu sér stað á meðan leik stóð. Bandaríkin mæta Kanada í úrslitum næstkomandi mánudag eftir sigurinn gegn Mexíkó í nótt, en Kanada hafði betur gegn Panama í hinum undanúrslitaleiknum, 2-0. Christian Pulisic kom Bandaríkjamönnum yfir gegn Mexíkó í nótt á 37. mínútu áður en hann bætti öðru marki liðsins við strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Eins og svo oft áður þegar þessar þjóðir mætast var þó allt á suðupunkti og þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka sauð loks upp úr. Cesar Montes gerðist þá sekur um ljótt brot þegar hann sparkaði Folarin Balagun til jarðar og við það brutust út mikil slagsmál. Weston McKennie, leikmaður Juventus, virtist vera miðpunktur slagsmálanna og hann var að lokum rekinn af velli fyrir að taka Jorge Sanchez hálstaki. CHAOS DURING USA VS. MEXICO MATCH 😳(via @CBSSportsGolazo)pic.twitter.com/mtRVTh1J6k— Bleacher Report (@BleacherReport) June 16, 2023 Ricardo Pepi bætti svo þriðja marki Bandaríkjamanna við á 79. mínútu, aðeins fimm mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Stuttu síðar brutust svo út önnur hópslagsmál sem enduðu með því að bæði lið misstu mann af velli. Sergino Dest var rekinn af velli úr liði Bandaríkjanna og mexíkóski varamaðurinn Gerardo Arteaga fór sömu leið. Látunum var þó ekki lokið því undir lok leiksins gerði dómari leiksins hlé á leiknum. Ástæðan fyrir því var að glösum rigndi inn á völlinn úr áhorfendastúkunni og níðsöngvar um samkeynhneigða ómuðu. Áhorfendur voru látnir vita af því að hætta þyrfti leik ef níðsöngvarnir myndu halda áfram og þeim söngvum var því sem betur fer hætt. Dómari leiksins flautaði að lokum til leiksloka þegar aðeins um sex af þeim tólf mínútum sem hafði verið bætt við höfðu verið spilaðar. Niðurstaðan 3-0 sigur Bandaríkjanna í leik sem verður líklega seint minnst fyrir úrslitin. Fótbolti Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Sjá meira
Bandaríkin mæta Kanada í úrslitum næstkomandi mánudag eftir sigurinn gegn Mexíkó í nótt, en Kanada hafði betur gegn Panama í hinum undanúrslitaleiknum, 2-0. Christian Pulisic kom Bandaríkjamönnum yfir gegn Mexíkó í nótt á 37. mínútu áður en hann bætti öðru marki liðsins við strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Eins og svo oft áður þegar þessar þjóðir mætast var þó allt á suðupunkti og þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka sauð loks upp úr. Cesar Montes gerðist þá sekur um ljótt brot þegar hann sparkaði Folarin Balagun til jarðar og við það brutust út mikil slagsmál. Weston McKennie, leikmaður Juventus, virtist vera miðpunktur slagsmálanna og hann var að lokum rekinn af velli fyrir að taka Jorge Sanchez hálstaki. CHAOS DURING USA VS. MEXICO MATCH 😳(via @CBSSportsGolazo)pic.twitter.com/mtRVTh1J6k— Bleacher Report (@BleacherReport) June 16, 2023 Ricardo Pepi bætti svo þriðja marki Bandaríkjamanna við á 79. mínútu, aðeins fimm mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Stuttu síðar brutust svo út önnur hópslagsmál sem enduðu með því að bæði lið misstu mann af velli. Sergino Dest var rekinn af velli úr liði Bandaríkjanna og mexíkóski varamaðurinn Gerardo Arteaga fór sömu leið. Látunum var þó ekki lokið því undir lok leiksins gerði dómari leiksins hlé á leiknum. Ástæðan fyrir því var að glösum rigndi inn á völlinn úr áhorfendastúkunni og níðsöngvar um samkeynhneigða ómuðu. Áhorfendur voru látnir vita af því að hætta þyrfti leik ef níðsöngvarnir myndu halda áfram og þeim söngvum var því sem betur fer hætt. Dómari leiksins flautaði að lokum til leiksloka þegar aðeins um sex af þeim tólf mínútum sem hafði verið bætt við höfðu verið spilaðar. Niðurstaðan 3-0 sigur Bandaríkjanna í leik sem verður líklega seint minnst fyrir úrslitin.
Fótbolti Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Sjá meira