Fótbolti

„Vakna alla morgna með hausverk“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ísak Snær í leik með Rosenborg sem hefur ekki byrjað tímabilið vel. Þjálfari liðsins var til að mynda rekinn á föstudaginn. 
Ísak Snær í leik með Rosenborg sem hefur ekki byrjað tímabilið vel. Þjálfari liðsins var til að mynda rekinn á föstudaginn.  Rosenborg

Knattspyrnumaðurinn Ísak Snær Þorvaldsson hefur glímt við einkenni höfuðmeiðsla undanfarnar vikur og er nýfarinn að treysta sér út úr húsi. Hann vaknar alla morgna með höfuðverk.

Ísak samdi við norska stórliðið Rosenborg eftir síðasta tímabil og gekk til liðs við félagið eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki.

„Þetta gerist í leik á móti Bodø/Glimt, útileikur, og þar fæ ég högg á hausinn. Dett ekki alveg út en ég finn strax fyrir verk í hálsinum og niður. Síðan er ég bara mjög slæmur og er búinn að vera mjög slæmur núna síðasta mánuðinn,“ segir Ísak og heldur áfram.

„Ég vakna alla morgna með hausverk. Síðan ef ég er að reyna gera eitthvað, mikið af hljóðum og fer kannski út þá verð ég mjög þreyttur og er með svima og allskonar vesen.“

Ísak var einnig í vandræðum með höfuðmeiðsli á síðasta tímabili með Blikum.

„Ég er frekar óheppinn í þessum málum en ég er klárlega viðkvæmari fyrir þessu núna. Ef ég hefði ekki lent í þessu í fyrra þá hefði ég ekki fengið heilahristing núna, það er alveg bókað mál. Ég er klárlega viðkvæmari eftir atvikin á síðasta tímabili.“

Klippa: Vaknar alla morgna með höfuðverk

Tengdar fréttir

„Mjög leiðinlegt að heyra þetta“

„Þetta kom mér alveg á óvart eftir að stjórnin var búin að gefa það út að hún hefði trú á honum,“ segir Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður norska stórliðsins Rosenborg en þjálfari liðsins Kjetil Rekdal var í morgun rekinn frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×